Gallar frambjóðandans - hjálparhönd til óákveðinna Gunnar Helgason skrifar 27. maí 2024 18:15 Komiði sæl. Mig langar að rétta fram hjálparhönd. Nú þegar forsetakosningarnar nálgast eru mjög margir ennþá óákveðnir. Mér datt því í hug að benda á nokkrar staðreyndir varðandi einn frambjóðandann, hann Baldur Þórhallson. Það er nefnilega eins og öll umræða um hann hafi snúist um allt annað en mannkosti hans og reynslu. Mér finnst eins og þjóðin viti ekki nógu mikið um hann. Því ætla ég að biðja þig – ef þú ert ekki búin/n/ð að ákveða þig - að lesa þessa örstuttu grein. Hér eru bara staðreyndir. Ekki skoðanir. Við vitum öll að Baldur er alinn upp í sveit, einn frambjóðandanna og tók við búi afa síns 13 ára gamall. Við vitum líka að hann er prófessor í Háskóla Íslands. Hann fór úr hlöðu í háskóla. Við vitum sömuleiðis að hann er mikill fjölskyldumaður og góður afi eins og Felix Bergsson, maðurinn hans og hann mun njóta góðs af því að eiga svona heillandi, vinsælann, ræðinn og skemmtilegan maka. En hvað vita fæstir Íslendingar um Baldur? -Baldur er mesti sérfræðingur heims um stöðu og áhrif smáríkja í heiminum. -Kenningar Baldurs um þessi efni eru kenndar í háskólum um allan heim. -Skilurðu? Hann bjó til námsefnið. Og kennir það um víða veröld. -Baldur hefur oft talað um nauðsyn þess að við sem þjóð séum betur undirbúin þegar kemur að krísum, hvort sem þær stafa af náttúruhamförum eða netárásum. Já ég veit, algjör stríðsæsingamaður. -Þetta er einmitt grunnstefið í Rannsóknarsetri smáríkja - sem Baldur stofnaði, hver annar? -Hann lærði á Íslandi og Englandi. -Hann er eini frambjóðandinn sem setur mannréttindi ALLRA í algjöran fókus. -Hann er eini frambjóðandinn sem talar um geðheilbrigði og aukna vanlíðan barna og unglinga. Hann og þeir Felix þekkja líka sáran missi og hafa hjartað á réttum stað. -Þegar Þjóðkirkjan var komin í öngstræti varðandi málefni hinsegin fólks hringdi kirkjan í Baldur til að fá hann til að miðla málum. Ef trúin er þér kær geturðu fylgt fordæmi kirkjunnar og kosið Baldur. -Hann stofnaði menningartengt ferðaþjónustufyrirtæki með fjölskyldu sinni. Hellan á Hellu, The Caves of Hella. Hann þekkir aðalatvinnuveg landsins út og inn. -Hann er hvorki meðvirkur né hræddur við erfiðar ákvarðanir. -Hann hefur svo góðan málefnagrundvöll að aðrir frambjóðendur hafa sumir hverjir apað eftir honum. -Í honum býr eldur. Hann hefur hæfileikann til að hrífa fólk með sér. Spyrjið bara þá sem hann hefur kennt. Og nú aðeins um Felix Við teljum okkur flest þekkja Felix. En vissuð þið þetta? -Felix er sérstaklega umhugað um velferð barna og hefur heimsótt velflesta skóla landsins og talað um mannréttindi, fordóma, einelti og annað sem getur haf áhrif á vellíðan, já eða vanlíðan barna. -Hann hefur í yfir 30 ár framleitt barnaefni sem hefur eitt leiðarstef: skemmtimenntun. Hlustið bara á Freyju og Frikka á Storytel. -Hann er fáránlega skemmtilegur. Það er staðreynd en ekki skoðun. Ef þið hafið tækifæri til að sitja í bíl með honum í nokkra klukkutíma mæli ég sterklega með því. -Hann veiddi einu sinni 6 punda bleikju á gárutúbu í Bakkaá í Bakkafirði. Ógleymanlegt. Gallarnir Hér er stiklað á stóru. Ef þú vilt vita meira hvet ég þig til að fara inn á https://baldurogfelix.is og kynna þér manninn betur. Þá er komið að göllum frambjóðandans Baldurs eins og fyrirsögnin lofaði: -Hann er ekki nógu góður í að tala um sjálfan sig. Hann er alltof lítillátur. (Ég er ekki viss um að það sama megi segja um suma aðra frambjóðendur.) -Hann er ekki góður stangveiðimaður – sem mér finnst stór galli, hafandi alist upp við besta veiðistað landsins. Þrátt fyrir þessa galla tel ég Baldur vera besta kostinn. Hann er með fæturnar í fjárhúsinu og höfuðið í heiminum. Hans kosning yrði heimsfrétt. Aftur yrði Ísland í fararfbroddi, sem ljósið í mannréttindamálum, með kyndilinn á lofti. Ljósið í norðri. Hlustaðu á Baldur. Horfðu á Baldur. Og svo ... kjóstu Baldur. Ég er algjörlega viss um að þú munt ekki sjá eftir því. Höfundur er rithöfundur og leikari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Komiði sæl. Mig langar að rétta fram hjálparhönd. Nú þegar forsetakosningarnar nálgast eru mjög margir ennþá óákveðnir. Mér datt því í hug að benda á nokkrar staðreyndir varðandi einn frambjóðandann, hann Baldur Þórhallson. Það er nefnilega eins og öll umræða um hann hafi snúist um allt annað en mannkosti hans og reynslu. Mér finnst eins og þjóðin viti ekki nógu mikið um hann. Því ætla ég að biðja þig – ef þú ert ekki búin/n/ð að ákveða þig - að lesa þessa örstuttu grein. Hér eru bara staðreyndir. Ekki skoðanir. Við vitum öll að Baldur er alinn upp í sveit, einn frambjóðandanna og tók við búi afa síns 13 ára gamall. Við vitum líka að hann er prófessor í Háskóla Íslands. Hann fór úr hlöðu í háskóla. Við vitum sömuleiðis að hann er mikill fjölskyldumaður og góður afi eins og Felix Bergsson, maðurinn hans og hann mun njóta góðs af því að eiga svona heillandi, vinsælann, ræðinn og skemmtilegan maka. En hvað vita fæstir Íslendingar um Baldur? -Baldur er mesti sérfræðingur heims um stöðu og áhrif smáríkja í heiminum. -Kenningar Baldurs um þessi efni eru kenndar í háskólum um allan heim. -Skilurðu? Hann bjó til námsefnið. Og kennir það um víða veröld. -Baldur hefur oft talað um nauðsyn þess að við sem þjóð séum betur undirbúin þegar kemur að krísum, hvort sem þær stafa af náttúruhamförum eða netárásum. Já ég veit, algjör stríðsæsingamaður. -Þetta er einmitt grunnstefið í Rannsóknarsetri smáríkja - sem Baldur stofnaði, hver annar? -Hann lærði á Íslandi og Englandi. -Hann er eini frambjóðandinn sem setur mannréttindi ALLRA í algjöran fókus. -Hann er eini frambjóðandinn sem talar um geðheilbrigði og aukna vanlíðan barna og unglinga. Hann og þeir Felix þekkja líka sáran missi og hafa hjartað á réttum stað. -Þegar Þjóðkirkjan var komin í öngstræti varðandi málefni hinsegin fólks hringdi kirkjan í Baldur til að fá hann til að miðla málum. Ef trúin er þér kær geturðu fylgt fordæmi kirkjunnar og kosið Baldur. -Hann stofnaði menningartengt ferðaþjónustufyrirtæki með fjölskyldu sinni. Hellan á Hellu, The Caves of Hella. Hann þekkir aðalatvinnuveg landsins út og inn. -Hann er hvorki meðvirkur né hræddur við erfiðar ákvarðanir. -Hann hefur svo góðan málefnagrundvöll að aðrir frambjóðendur hafa sumir hverjir apað eftir honum. -Í honum býr eldur. Hann hefur hæfileikann til að hrífa fólk með sér. Spyrjið bara þá sem hann hefur kennt. Og nú aðeins um Felix Við teljum okkur flest þekkja Felix. En vissuð þið þetta? -Felix er sérstaklega umhugað um velferð barna og hefur heimsótt velflesta skóla landsins og talað um mannréttindi, fordóma, einelti og annað sem getur haf áhrif á vellíðan, já eða vanlíðan barna. -Hann hefur í yfir 30 ár framleitt barnaefni sem hefur eitt leiðarstef: skemmtimenntun. Hlustið bara á Freyju og Frikka á Storytel. -Hann er fáránlega skemmtilegur. Það er staðreynd en ekki skoðun. Ef þið hafið tækifæri til að sitja í bíl með honum í nokkra klukkutíma mæli ég sterklega með því. -Hann veiddi einu sinni 6 punda bleikju á gárutúbu í Bakkaá í Bakkafirði. Ógleymanlegt. Gallarnir Hér er stiklað á stóru. Ef þú vilt vita meira hvet ég þig til að fara inn á https://baldurogfelix.is og kynna þér manninn betur. Þá er komið að göllum frambjóðandans Baldurs eins og fyrirsögnin lofaði: -Hann er ekki nógu góður í að tala um sjálfan sig. Hann er alltof lítillátur. (Ég er ekki viss um að það sama megi segja um suma aðra frambjóðendur.) -Hann er ekki góður stangveiðimaður – sem mér finnst stór galli, hafandi alist upp við besta veiðistað landsins. Þrátt fyrir þessa galla tel ég Baldur vera besta kostinn. Hann er með fæturnar í fjárhúsinu og höfuðið í heiminum. Hans kosning yrði heimsfrétt. Aftur yrði Ísland í fararfbroddi, sem ljósið í mannréttindamálum, með kyndilinn á lofti. Ljósið í norðri. Hlustaðu á Baldur. Horfðu á Baldur. Og svo ... kjóstu Baldur. Ég er algjörlega viss um að þú munt ekki sjá eftir því. Höfundur er rithöfundur og leikari.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun