Handbolti

Snilldar­leikur Ómars Inga svo gott sem tryggði titilinn

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ómar Ingi Magnússon skoraði ekki nema sextán mörk í dag.
Ómar Ingi Magnússon skoraði ekki nema sextán mörk í dag. Getty/Mario Hommes

Ómar Ingi Magnússon átti sannkallaðan stórleik og skoraði 16 mörk fyrir Magdeburg í 30-28 sigri gegn Leipzig. 

Þetta var tíundi sigur liðsins og Magdeburg er svo gott sem búið að tryggja sér titilinn. Fjórum stigum og 84 mörkum munar milli þeirra og Fucshe Berlin sem situr í 2. sætinu þegar tveir leikir eru eftir. 

Magdeburg er því komið langleiðina með titlaþrennu eftir sigur á HM félagsliða og í þýska bikarnum. Þar að auki eru þeir komnir í undanúrslit (Final Four) í Meistaradeildinni og gætu endað tímabilið sem fjórfaldir meistarar. 

Eins og áður segir var Ómar Ingi gjörsamlega allt í öllu. Langmarkahæstur með 16 mörk úr 20 skotum, næstur á eftir honum var Felix Claar með 7 mörk. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði 3 mörk og Janus Daði 1 mark auk einnar stoðsendingar. 

Í liði Leipzig skoraði Viggó Kristjánsson 1 mark og Andri Már Rúnarsson 2 mörk. 

Á sama tíma og sá leikur fór fram unnu lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach stórsigur á Kiel, 40-29, og eru í harðri baráttu um Evrópudeildarsæti. Þeir sitja nú í 6. sæti, tveimur stigum á eftir Melsungen þegar tvær umferðir eru eftir. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


×