Skoðun

Hverjum treystum við fyrir fjör­eggjunum okkar?

Þegar rýnt er í hvað forsetaframbjóðendur koma með að borðinu kemur upp nokkuð önnur mynd en ber hæst í fjölmiðlum. Halla Hrund kemur með menntun og starfsreynslu sem er eins og hönnuð til að gagnast landi og þjóð.

Einn frambjóðandi hefur eytt drjúgum tíma ævinnar í Bandaríkjunum í starfi með alþjóðlegum auðkýfingum í viðskiptaheiminum.

Þá má spyrja: Hvernig nýtist sú þekking og reynsla þjóðinni, almenningi hér á Íslandi? Hvernig samsamar þjóðin sig þeim forseta og þá ekki síður hvernig skynjar hann raunveruleika okkar hér? Hefur hann nægan skilning á veruleikanum sem við hrærumst í til að verða samnefnari þjóðarinnar? Mér finnst snúið að koma því heim og saman.

Komandi úr þessum geira er örugglega auðvelt að finna viðskiptatækifæri þegar taka þarf afstöðu til sölu auðlinda.

Halla Hrund kemur með allt önnur gildi að borðinu, þar ber hæst mikil tengsl og skilningur á landi og þjóð, reynsla af vinnu við menningu og svo er hún útvörður okkar þegar kemur að því að standa vörð gegn ásælni sérhagsmunaaflanna í auðlindirnar, nú sérstaklega í gulleggið okkar LANDSVIRKJUN!

Alvaran er að það er ekki hægt að afturkalla gjörninginn þegar afleiðingarnar kæmu í ljós. Ekki frekar en þegar þjóðin tapaði auðnum af auðlindinni í sjónum, fiskinum okkar.

STÖNDUM MEÐ OKKUR SJÁLFUM KJÓSUM HÖLLU HRUND.

Höfundur er fyrrverandi kennari.




Skoðun

Skoðun

Drasl

Hafþór Reynisson skrifar

Sjá meira


×