Afhverju viltu fá trúð á Bessastaði? Diljá Ámundadóttir Zoega skrifar 24. maí 2024 12:16 Ég þekki konu á níræðisaldri sem býr í þjónustuíbúðakjarna fyrir eldri borgara. Á dögunum sat þessi kona að snæða hádegisverð með öðrum konum sem búa í sama húsi og að sjálfsögðu báru forsetakosningarnar á góma. Þegar það kom að minni konu að segja hvern hún hyggst kjósa þann 1. Júní sagði hún Jón Gnarr. Hinar konurnar hváðu og spurðu: Afhverju viltu fá trúð á Bessastaði? Og hún svaraði: Æ af því að hann er svo einlægur eitthvað, fyndinn og góður við dýr og menn. Er það ekki það sem við viljum? Ég er sammála þessari góðu konu. Ég vil fá trúð á Bessastaði. Ég elska trúða og þeirra nálgun á heiminn í kringum sig. Í trúðafræðum er lögð áhersla á að nálgast öll mannleg samskipti í kærleika og einlægni. Trúðafræði er nefnilega fræðigrein sem fólk nemur í sérstökum trúðaskólum. Ég man ljóslifandi eftir því þegar ég sat fyrirlestur með trúðinum, mannvininum og lækninum Patch Adams sjálfum (en Robin Williams gerði hann heimsfrægan þegar hann lék hann í samnefndri bíómynd sem kom út 1998) og hann sagði að það hefði tekið hann jafn langan tíma að mennta sig í læknisfræðum og trúðafræðum. Bara svona til viðmiðunar. Jón Gnarr hefur ekki farið í trúðanám svo ég viti til. Hann er samt æðislegur trúður og góður leiðtogi á sama tíma. Birtingarmynd trúðs getur verið allskonar. Fyrst kemur upp í hugann sirkustrúðurinn hressi og kannski þessi sem er fenginn í barnaafmæli að gera blöðrudýr. Svo er það óhugnalegi trúðurinn úr hryllingsmyndum. Svo er það trúður eins og Jón Gnarr. Slíkir trúðar birtast einmitt einstöku sinnum á sviði stjórnmálanna og þá í formi leiðtoga sem kemur hreint til dyranna, viðurkenni veikleika sína og slær fólk út af laginu með einlægni, óvenjulegum málflutningi og nýjum áherslum. Eins og við fengum að kynnast þegar Besti flokkurinn fór fram (og sigraði!) í sveitarstjórnarkosningum vorið 2010. Trúðurinn er mikil tilfinningavera, alltaf í núinu og talar bara um það sem hann sér og er aldrei að þykjast. Trúður kann bara að segja sannleikann og er ólíkindatól. Þess vegna kunna sumir ekkert sérstaklega vel við hann. Kannski einmitt af því að hann er alltaf að segja sannleikann og það hentar bara ekkert öllum alltaf. En hann segir okkur oft það sem við vitum en vissum ekki að við vitum. Eða bendir okkur á það sem við sjáum, en erum alltaf að þykjast ekki sjá. Eins og til dæmis bleika fílinn. Þegar ég vann með Jóni Gnarr í Besta flokknum á sínum tíma sá ég hann oft benda öllum í kringum sig á bleika fílinn í herberginu í Ráðhúsinu. Og ekki nóg með það þá hefur hann líka náð að berstrípa fílinn úr öllum lögunum sem hann hefur klætt sig í. Líkt og hirðfíflið sem sagði sannleikann um berassaða kónginn og yfirvaldið. Ég held að það sé kominn tími á að hirðfíflið skipti um stað við kónginn og við séum tilbúin fyrir sannleikssegjandi trúð sem forseta Íslands? Höfundur er mikil áhugakona um mennsku og heiðarleg samskipti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Sjá meira
Ég þekki konu á níræðisaldri sem býr í þjónustuíbúðakjarna fyrir eldri borgara. Á dögunum sat þessi kona að snæða hádegisverð með öðrum konum sem búa í sama húsi og að sjálfsögðu báru forsetakosningarnar á góma. Þegar það kom að minni konu að segja hvern hún hyggst kjósa þann 1. Júní sagði hún Jón Gnarr. Hinar konurnar hváðu og spurðu: Afhverju viltu fá trúð á Bessastaði? Og hún svaraði: Æ af því að hann er svo einlægur eitthvað, fyndinn og góður við dýr og menn. Er það ekki það sem við viljum? Ég er sammála þessari góðu konu. Ég vil fá trúð á Bessastaði. Ég elska trúða og þeirra nálgun á heiminn í kringum sig. Í trúðafræðum er lögð áhersla á að nálgast öll mannleg samskipti í kærleika og einlægni. Trúðafræði er nefnilega fræðigrein sem fólk nemur í sérstökum trúðaskólum. Ég man ljóslifandi eftir því þegar ég sat fyrirlestur með trúðinum, mannvininum og lækninum Patch Adams sjálfum (en Robin Williams gerði hann heimsfrægan þegar hann lék hann í samnefndri bíómynd sem kom út 1998) og hann sagði að það hefði tekið hann jafn langan tíma að mennta sig í læknisfræðum og trúðafræðum. Bara svona til viðmiðunar. Jón Gnarr hefur ekki farið í trúðanám svo ég viti til. Hann er samt æðislegur trúður og góður leiðtogi á sama tíma. Birtingarmynd trúðs getur verið allskonar. Fyrst kemur upp í hugann sirkustrúðurinn hressi og kannski þessi sem er fenginn í barnaafmæli að gera blöðrudýr. Svo er það óhugnalegi trúðurinn úr hryllingsmyndum. Svo er það trúður eins og Jón Gnarr. Slíkir trúðar birtast einmitt einstöku sinnum á sviði stjórnmálanna og þá í formi leiðtoga sem kemur hreint til dyranna, viðurkenni veikleika sína og slær fólk út af laginu með einlægni, óvenjulegum málflutningi og nýjum áherslum. Eins og við fengum að kynnast þegar Besti flokkurinn fór fram (og sigraði!) í sveitarstjórnarkosningum vorið 2010. Trúðurinn er mikil tilfinningavera, alltaf í núinu og talar bara um það sem hann sér og er aldrei að þykjast. Trúður kann bara að segja sannleikann og er ólíkindatól. Þess vegna kunna sumir ekkert sérstaklega vel við hann. Kannski einmitt af því að hann er alltaf að segja sannleikann og það hentar bara ekkert öllum alltaf. En hann segir okkur oft það sem við vitum en vissum ekki að við vitum. Eða bendir okkur á það sem við sjáum, en erum alltaf að þykjast ekki sjá. Eins og til dæmis bleika fílinn. Þegar ég vann með Jóni Gnarr í Besta flokknum á sínum tíma sá ég hann oft benda öllum í kringum sig á bleika fílinn í herberginu í Ráðhúsinu. Og ekki nóg með það þá hefur hann líka náð að berstrípa fílinn úr öllum lögunum sem hann hefur klætt sig í. Líkt og hirðfíflið sem sagði sannleikann um berassaða kónginn og yfirvaldið. Ég held að það sé kominn tími á að hirðfíflið skipti um stað við kónginn og við séum tilbúin fyrir sannleikssegjandi trúð sem forseta Íslands? Höfundur er mikil áhugakona um mennsku og heiðarleg samskipti.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun