Halla Hrund; vörður auðlinda og nýsköpunar Valdimar Össurarson skrifar 24. maí 2024 11:01 Í komandi forsetakosningum þurfum við ekki einungis að velja glæsilegan og verðugan fulltrúa og rödd þjóðarinnar; ekki einungis manneskju með djúpan skilning á þjóðlífi og pólitík; heldur er ekki síður mikilvægt að velja einstakling með þekkingu og skilning á auðlindum þjóðarinnar og mikilvægi verndunar og nýtingar þeirra í þágu komandi kynslóða. Því gladdist ég þegar Halla Hrund Logadóttir bauð sig fram til forseta. Eins og margir vita hef ég um langt skeið unnið að þróun tækni til nýtingar sjávarfallaorku, og kynningu á nýtingarmöguleikum þessarar stærstu og hreinu orkuauðlindar okkar Íslendinga. Þrátt fyrir að tæknin hafi sannað sig og sé nánast tilbúin til notkunar hefur henni verið haldið niðri af stjórnvöldum, sem stjórnast oft fremur af umhyggju fyrir hagsmunum orkufyrirtækja en almennings. Það hefur sannast í langvarandi samskiptum mínum við ráðuneyti og ýmsar stofnanir. Hinsvegar urðu umskipti þegar Halla Hrund tók við sem orkumálastjóri. Þar var allt í einu komin manneskja sem ekki einungis hafði víðtæka þekkingu á sínu sviði heldur sá útfyrir ríkjandi þröngsýni í orkumálum; með skilning á möguleikum nýsköpunar í auðlindanýtingu. Halla Hrund hefur verið boðberi nýrra tíma í sínu starfi sem Orkumálastjóri. Hún tók strax vel í hugmynd mína um að efna til almennra kynningarfunda um sjávarorku, þar sem almenningi gæfist ekki einungis kostur á að kynnast hinni hröðu þróun á þessu sviði, heldur einnig þeim miklu möguleikum sem liggja í nýtingu þessara stærstu orkuauðlinda þjóðarinnar. Vænti ég að Orkustofnun standi við loforð sín í því efni, þó Halla Hrund flytjist í verðugt starf á Bessastaði. Ég hitti Höllu Hrund nýlega á framboðsfundi á Selfossi, þar sem hún sýndi frábæra frammistöðu eins og endranær. Þá nefndi hún að fyrra bragði hugmynd sem ég hef sett fram um framtíðarnýtingu stærsta foss heims; Blakkfoss, sem er í íslenskri lögsögu neðansjávar á Grænlandssundi. Hér hef ég skoðað framboð Höllu Hrundar út frá mínu langvarandi verkefni um auðlindanýtingu í þjóðarþágu, en hún hefur svo miklu meira til brunns að bera. Þrátt fyrir ungan aldur virðist hún gjörþekkja íslenskt atvinnu- og þjóðlíf; menningu okkar og þarfir. Hún hefur hafist til sinna starfa hérlendis og erlendis fyrir eigin verðleika en ekki með pólitísku poti. Í fjölmiðlaviðtölum hefur hún alltaf komið vel fyrir og svarað af einlægni, hlýju og visku hverri spurningu; jafnvel harðvítugum árásum fjölmiðlafólks. Ég veit að ef Halla Hrund nær kjöri sem forseti munum við Íslendingar eignast glæsilegan fulltrúa; talsmann okkar með víðsýni, dómgreind og lipurð í mannlegum samskiptum, sem ber fyrir brjósti hagsmuni þjóðarinnar, bæði nú en ekki síður til framtíðar. Þannig forseta þurfum við núna. Höfundur er frumkvöðull í sjávarorkunýtingu; formaður Samtaka frumkvöðla og hugvitsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Orkumál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Sjá meira
Í komandi forsetakosningum þurfum við ekki einungis að velja glæsilegan og verðugan fulltrúa og rödd þjóðarinnar; ekki einungis manneskju með djúpan skilning á þjóðlífi og pólitík; heldur er ekki síður mikilvægt að velja einstakling með þekkingu og skilning á auðlindum þjóðarinnar og mikilvægi verndunar og nýtingar þeirra í þágu komandi kynslóða. Því gladdist ég þegar Halla Hrund Logadóttir bauð sig fram til forseta. Eins og margir vita hef ég um langt skeið unnið að þróun tækni til nýtingar sjávarfallaorku, og kynningu á nýtingarmöguleikum þessarar stærstu og hreinu orkuauðlindar okkar Íslendinga. Þrátt fyrir að tæknin hafi sannað sig og sé nánast tilbúin til notkunar hefur henni verið haldið niðri af stjórnvöldum, sem stjórnast oft fremur af umhyggju fyrir hagsmunum orkufyrirtækja en almennings. Það hefur sannast í langvarandi samskiptum mínum við ráðuneyti og ýmsar stofnanir. Hinsvegar urðu umskipti þegar Halla Hrund tók við sem orkumálastjóri. Þar var allt í einu komin manneskja sem ekki einungis hafði víðtæka þekkingu á sínu sviði heldur sá útfyrir ríkjandi þröngsýni í orkumálum; með skilning á möguleikum nýsköpunar í auðlindanýtingu. Halla Hrund hefur verið boðberi nýrra tíma í sínu starfi sem Orkumálastjóri. Hún tók strax vel í hugmynd mína um að efna til almennra kynningarfunda um sjávarorku, þar sem almenningi gæfist ekki einungis kostur á að kynnast hinni hröðu þróun á þessu sviði, heldur einnig þeim miklu möguleikum sem liggja í nýtingu þessara stærstu orkuauðlinda þjóðarinnar. Vænti ég að Orkustofnun standi við loforð sín í því efni, þó Halla Hrund flytjist í verðugt starf á Bessastaði. Ég hitti Höllu Hrund nýlega á framboðsfundi á Selfossi, þar sem hún sýndi frábæra frammistöðu eins og endranær. Þá nefndi hún að fyrra bragði hugmynd sem ég hef sett fram um framtíðarnýtingu stærsta foss heims; Blakkfoss, sem er í íslenskri lögsögu neðansjávar á Grænlandssundi. Hér hef ég skoðað framboð Höllu Hrundar út frá mínu langvarandi verkefni um auðlindanýtingu í þjóðarþágu, en hún hefur svo miklu meira til brunns að bera. Þrátt fyrir ungan aldur virðist hún gjörþekkja íslenskt atvinnu- og þjóðlíf; menningu okkar og þarfir. Hún hefur hafist til sinna starfa hérlendis og erlendis fyrir eigin verðleika en ekki með pólitísku poti. Í fjölmiðlaviðtölum hefur hún alltaf komið vel fyrir og svarað af einlægni, hlýju og visku hverri spurningu; jafnvel harðvítugum árásum fjölmiðlafólks. Ég veit að ef Halla Hrund nær kjöri sem forseti munum við Íslendingar eignast glæsilegan fulltrúa; talsmann okkar með víðsýni, dómgreind og lipurð í mannlegum samskiptum, sem ber fyrir brjósti hagsmuni þjóðarinnar, bæði nú en ekki síður til framtíðar. Þannig forseta þurfum við núna. Höfundur er frumkvöðull í sjávarorkunýtingu; formaður Samtaka frumkvöðla og hugvitsmanna.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun