„Ég bara spila minn leik og tek því sem vörnin gefur mér“ Siggeir Ævarsson og Andri Már Eggertsson skrifa 23. maí 2024 21:45 Frank Booker einbeittur á vítalínunni Vísir/Pawel Frank Aron Booker lék við hvurn sinn fingur í kvöld þegar Valsmenn lögðu Grindvíkinga örugglega í þriðja leik liðanna í úrslitarimmu Subway-deildar karla. Frank skoraði 20 stig og bætti við sjö fráköstum og tveimur stolnum boltum. Hann mætti í viðtal við Andra Más eftir leik sem bað hann um að segja frá varnarleik Vals sem hélt Grindavík í 62 stigum. „Þetta er bara geggjuð barátta. Við erum að reyna að fara eftir því sem Finnur er búinn að plana fyrir okkur og reyna að láta Kane ekki keyra á okkur allan tímann og fá villur og víti. Ég held að það hafi verið stærsti parturinn af þessu og ég er bara mjög ánægður með hvað við gerðum.“ Hann var ekki á því að Valsmenn hefðu náð að koma Grindvíkingum á óvart í kvöld. „Ég held ekki. Þetta er geggjað lið eins og þið vitið og þeir eru komnir í úrslit af ástæðu. Við fórum bara að koma okkur í betri stöður í vörninni og vita hver má taka hvaða skot. Ég held að það sé stærsti parturinn af þessu.“ Grindvíkingar tóku góðan sprett í öðrum leikhluta og Finnur Freyr tók tvö leikhlé með stuttu millibili. Frank sagði að skilaboðin frá Finni hefðu verið skýr. „Það var bara vegna þess að við vorum ekki að fara eftir leikplaninu. Hann sagði við okkur: „Við erum með leikplan. Farið eftir því, ef ekki þá eru þeir að fara að hitta skotum og gera hluti sem við viljum ekki.“.“ Aðspurður um hvar leikurinn snérist þeim í hag benti Frank á vörnina eins og áður. „Eins og ég segi, þetta er bara vörnin. Ef við höldum vörninni eins og við eigum að gera þá erum við mjög gott og sterkt lið. Grindavík er mjög gott og sterkt lið og ef við spilum ekki vörn þá eru þeir að fara að skora næstum því 100 stig eins og þeir gerðu í síðasta leik.“ Frank vildi ekki gera of mikið úr eigin frammistöðu og þakkaði liðsfélögum sínum fyrir að gefa sér traustið. „Ég er bara ekki að hugsa of mikið. „Ég bara spila minn leik og tek því sem vörnin gefur mér“. Það er bara það eina sem ég get gert. Ég er með mikið sjálfstraust og allir félagar mínir treysta mér með boltann og það er bara geggjað að vera í þessu liði.“ Valsmönnum bíður ærið verkefni að sækja sigur í Smárann en Grindvíkingar hafa unnið ellefu leiki þar í röð. Frank var fullur tilhlökkunar að spila fyrir framan grindvíska áhorfendur. „Ég held að við þurfum bara að vera í jafnvægi núna, ekki vera of háir eða lágir. Við erum ekki búnir að vinna neitt núna, þetta er bara einn leikur. Við þurfum að vinna einn í viðbót og það er mjög erfitt að vinna þarna. Þeir fá mikla stemmingu og Grindvíkingar fylla húsið. Það er mjög mikil stemming og mjög gaman að spila þarna ef ég á að segja alveg eins og er.“ Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Sjá meira
Hann mætti í viðtal við Andra Más eftir leik sem bað hann um að segja frá varnarleik Vals sem hélt Grindavík í 62 stigum. „Þetta er bara geggjuð barátta. Við erum að reyna að fara eftir því sem Finnur er búinn að plana fyrir okkur og reyna að láta Kane ekki keyra á okkur allan tímann og fá villur og víti. Ég held að það hafi verið stærsti parturinn af þessu og ég er bara mjög ánægður með hvað við gerðum.“ Hann var ekki á því að Valsmenn hefðu náð að koma Grindvíkingum á óvart í kvöld. „Ég held ekki. Þetta er geggjað lið eins og þið vitið og þeir eru komnir í úrslit af ástæðu. Við fórum bara að koma okkur í betri stöður í vörninni og vita hver má taka hvaða skot. Ég held að það sé stærsti parturinn af þessu.“ Grindvíkingar tóku góðan sprett í öðrum leikhluta og Finnur Freyr tók tvö leikhlé með stuttu millibili. Frank sagði að skilaboðin frá Finni hefðu verið skýr. „Það var bara vegna þess að við vorum ekki að fara eftir leikplaninu. Hann sagði við okkur: „Við erum með leikplan. Farið eftir því, ef ekki þá eru þeir að fara að hitta skotum og gera hluti sem við viljum ekki.“.“ Aðspurður um hvar leikurinn snérist þeim í hag benti Frank á vörnina eins og áður. „Eins og ég segi, þetta er bara vörnin. Ef við höldum vörninni eins og við eigum að gera þá erum við mjög gott og sterkt lið. Grindavík er mjög gott og sterkt lið og ef við spilum ekki vörn þá eru þeir að fara að skora næstum því 100 stig eins og þeir gerðu í síðasta leik.“ Frank vildi ekki gera of mikið úr eigin frammistöðu og þakkaði liðsfélögum sínum fyrir að gefa sér traustið. „Ég er bara ekki að hugsa of mikið. „Ég bara spila minn leik og tek því sem vörnin gefur mér“. Það er bara það eina sem ég get gert. Ég er með mikið sjálfstraust og allir félagar mínir treysta mér með boltann og það er bara geggjað að vera í þessu liði.“ Valsmönnum bíður ærið verkefni að sækja sigur í Smárann en Grindvíkingar hafa unnið ellefu leiki þar í röð. Frank var fullur tilhlökkunar að spila fyrir framan grindvíska áhorfendur. „Ég held að við þurfum bara að vera í jafnvægi núna, ekki vera of háir eða lágir. Við erum ekki búnir að vinna neitt núna, þetta er bara einn leikur. Við þurfum að vinna einn í viðbót og það er mjög erfitt að vinna þarna. Þeir fá mikla stemmingu og Grindvíkingar fylla húsið. Það er mjög mikil stemming og mjög gaman að spila þarna ef ég á að segja alveg eins og er.“
Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum