Áskorun til Hafnarfjarðarbæjar – Þjóðgarð á Reykjanes Davíð Arnar Stefánsson skrifar 23. maí 2024 13:30 Nú berast fréttir af því að sveitarfélögin sem standa að Reykjanesfólkvangi en eiga ekki land að honum hyggjast segja sig úr samstarfinu um fólkvanginn. Reykjavík tók fyrst af skarið en Vogar, Kópavogur, Seltjarnes og Reykjanesbær fylgja í kjölfarið. Þá standa eftir Garðabær, Grindavík og Hafnarfjörður sem öll eiga land að fólkvangnum og þegar þetta er skrifað hafa ekki tekið ákvörðun um úrsögn. Ástæða útgöngunnar ku vera ómarkvisst stjórnsýslufyrirkomulag fólkvangsins og að ekki sé samstarfsamningur í gildi né verndar- og stjórnunaráætlun fyrir hann. Markmið fólkvanga samkvæmt náttúruverndarlögum „miðar að því að auðvelda almenningi aðgang að náttúru og tengdum menningarminjum í nánd við þéttbýli til útivistar, náttúruskoðunar og fræðslu“. Samkvæmt auglýsingu um stofnun fólkvangsins er aðgengi gangandi og ríðandi fólks tryggð með fáeinum eðlilegum takmörkunum við vatnsból og ræktarland. Allt jarðrask er bannað að undanskilinni nýtingu jarðhita í Krísuvík og tilheyrandi mannvirkjagerð komi til þess. M.ö.o. fólkvangurinn hefur það göfuga hlutverk að verja náttúru og menningarminjar fyrir skemmdum, tryggja fólki aðgengi að landinu og um leið hvetja til útivistar. Sennilega hafa sveitarfélögin sem um ræðir nokkuð til síns máls því Reykjanesfólkvangur hefur frá upphafi verið olnbogabarn. Það er þó ekki við neina aðra að sakast í þeim efnum heldur en sveitarfélögin sjálf fyrir að hafa ekki tekið verkefnið fastari tökum. Fólkvangurinn var friðlýstur 1975 og þau hafa því haft 50 ár til að greiða úr stjórnsýsluflækjum, semja um samstarfið og ráðast í gerð verndar- og stjórnunaráætlunar. Eftir sem áður er staðan bagaleg, ekki síst fyrir sveitarfélögin sem eftir standa. Veik staða Reykjanesfólkvangs er ógn við náttúru, sögu, efnahagslíf og mannlíf í landshlutanum og í raun landinu öllu. Náttúruvernd hefur sennilega aldrei í mannkynssögunni verið mikilvægari en nú. Líffræðileg fjölbreytni, vernd- og endurheimt vistkerfa er lykillinn að loftslagsvandanum. Minjavernd er einnig gríðarlega mikilvæg því minjar geyma sögu okkar og sjálfsmynd sem þjóðar. Án þeirra og án sögunnar erum við rótlaus. Jafnframt eru innan fólvangsins margir af helstu ferðamannastöðum landshlutans, steinsnar frá alþjóða flugvelli. Þá er gildi útivistar og lýðheilsuhlutverk óumdeilt og margsannað. Um það má lesa í fjölda greina sem birtast þessa dagana. Með þetta í huga hvet ég Hafnarfjarðarbæ til að taka málefni fólkvangsins föstum tökum og tryggja vernd svæðisins til framtíðar. Ég legg til að bærinn hafi frumkvæði að því með stjórn fólkvangsins að hefja viðræður við ráðherra um framtíðina og mögulega færa fólkvanginn í nýjan friðlýsingaflokk. Eldfjalla þjóðarður á Reykjanesi hefði ekki aðeins sérstöðu í hópi þjóðgarða á Íslandi og afar viðeigandi í ljósi yfirstandi eldsumbrota á svæðinu. Án vafa hefur verið sýnt fram á félagslegan og efnahagslegan ávinning þjóðarða hérlendis og erlendis. Þá gæti Hafnarfjörður lagt enn meira land til þjóðgarðsins sem mótvægisaðgerð við fyrirhugaðri stækkun sveitarfélagsins og stórframkvæmdum í tengslum við iðnaðaruppbyggingu í bænum. Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Arnar Stefánsson Hafnarfjörður Mest lesið Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas Skoðun Skoðun Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Sjá meira
Nú berast fréttir af því að sveitarfélögin sem standa að Reykjanesfólkvangi en eiga ekki land að honum hyggjast segja sig úr samstarfinu um fólkvanginn. Reykjavík tók fyrst af skarið en Vogar, Kópavogur, Seltjarnes og Reykjanesbær fylgja í kjölfarið. Þá standa eftir Garðabær, Grindavík og Hafnarfjörður sem öll eiga land að fólkvangnum og þegar þetta er skrifað hafa ekki tekið ákvörðun um úrsögn. Ástæða útgöngunnar ku vera ómarkvisst stjórnsýslufyrirkomulag fólkvangsins og að ekki sé samstarfsamningur í gildi né verndar- og stjórnunaráætlun fyrir hann. Markmið fólkvanga samkvæmt náttúruverndarlögum „miðar að því að auðvelda almenningi aðgang að náttúru og tengdum menningarminjum í nánd við þéttbýli til útivistar, náttúruskoðunar og fræðslu“. Samkvæmt auglýsingu um stofnun fólkvangsins er aðgengi gangandi og ríðandi fólks tryggð með fáeinum eðlilegum takmörkunum við vatnsból og ræktarland. Allt jarðrask er bannað að undanskilinni nýtingu jarðhita í Krísuvík og tilheyrandi mannvirkjagerð komi til þess. M.ö.o. fólkvangurinn hefur það göfuga hlutverk að verja náttúru og menningarminjar fyrir skemmdum, tryggja fólki aðgengi að landinu og um leið hvetja til útivistar. Sennilega hafa sveitarfélögin sem um ræðir nokkuð til síns máls því Reykjanesfólkvangur hefur frá upphafi verið olnbogabarn. Það er þó ekki við neina aðra að sakast í þeim efnum heldur en sveitarfélögin sjálf fyrir að hafa ekki tekið verkefnið fastari tökum. Fólkvangurinn var friðlýstur 1975 og þau hafa því haft 50 ár til að greiða úr stjórnsýsluflækjum, semja um samstarfið og ráðast í gerð verndar- og stjórnunaráætlunar. Eftir sem áður er staðan bagaleg, ekki síst fyrir sveitarfélögin sem eftir standa. Veik staða Reykjanesfólkvangs er ógn við náttúru, sögu, efnahagslíf og mannlíf í landshlutanum og í raun landinu öllu. Náttúruvernd hefur sennilega aldrei í mannkynssögunni verið mikilvægari en nú. Líffræðileg fjölbreytni, vernd- og endurheimt vistkerfa er lykillinn að loftslagsvandanum. Minjavernd er einnig gríðarlega mikilvæg því minjar geyma sögu okkar og sjálfsmynd sem þjóðar. Án þeirra og án sögunnar erum við rótlaus. Jafnframt eru innan fólvangsins margir af helstu ferðamannastöðum landshlutans, steinsnar frá alþjóða flugvelli. Þá er gildi útivistar og lýðheilsuhlutverk óumdeilt og margsannað. Um það má lesa í fjölda greina sem birtast þessa dagana. Með þetta í huga hvet ég Hafnarfjarðarbæ til að taka málefni fólkvangsins föstum tökum og tryggja vernd svæðisins til framtíðar. Ég legg til að bærinn hafi frumkvæði að því með stjórn fólkvangsins að hefja viðræður við ráðherra um framtíðina og mögulega færa fólkvanginn í nýjan friðlýsingaflokk. Eldfjalla þjóðarður á Reykjanesi hefði ekki aðeins sérstöðu í hópi þjóðgarða á Íslandi og afar viðeigandi í ljósi yfirstandi eldsumbrota á svæðinu. Án vafa hefur verið sýnt fram á félagslegan og efnahagslegan ávinning þjóðarða hérlendis og erlendis. Þá gæti Hafnarfjörður lagt enn meira land til þjóðgarðsins sem mótvægisaðgerð við fyrirhugaðri stækkun sveitarfélagsins og stórframkvæmdum í tengslum við iðnaðaruppbyggingu í bænum. Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun