Körfubolti

Dallas leiðir eftir stór­leik Luka og Kyri­e

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Stjórstjörnur Dallas faðmast innilega í leikslok.
Stjórstjörnur Dallas faðmast innilega í leikslok. Stephen Maturen/Getty Images

Dallas Mavericks lagði Minnesota Timberwolves í fyrsta leik liðanna í úrslitum vesturhluta NBA-deildarinnar. Leikurinn var æsispennandi og á endanum skildu aðeins þrjú stig liðin að, lokatölur 108-105 Dallas í vil.

Leikurinn var eins og lokatölur gefa til kynna heldur jafn en framan af leik voru leikmenn Timberwolves þó skrefinu á undan. Liðin skiptust svo á að hafa forystu í síðari hálfleik en þegar mest á reyndi voru það leikmenn Dallas sem héldu haus og skiluðu fyrsta sigrinum í hús.

Stórstjörnur Dallas mættu heldur betur til leiks í kvöld en Luka Dončić skilaði 33 stigum, 8 stoðsendingum og tók auk þess 6 fráköst. Kyrie Irving skoraði 30 stig, tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. P.J. Washington skoraði 13 stig og Daniel Gafford 10 ásamt því að taka 9 fráköst.

Í liði Timberwolves var Jaden McDaniels óvænt stigahæstur með 24 stig. Anthony Edwards skoraði 19 stig, tók 11 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Þar á eftir komu Karl-Anthony Towns með 16 stig og Naz Reid með fimmtán.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×