Minnislausir molbúar Melkorka Ólafsdóttir skrifar 23. maí 2024 08:00 Það hefur verið sérlega merkilegt að fylgjast með aðdraganda forsetakosninganna þetta vorið. Umræðan hefur farið víða og oft snúist um hluti sem litlu máli skipta. En eðlilega er spurt: Hvaða vald hefur forseti svo sem? Hvað er það sem skiptir raunverulega máli að forseti Íslands búi yfir? Fyrir mér er þetta kýrskýrt: Það sem skiptir mestu máli í stóra samhenginu næstu árin og áratugina eru auðlindamál. Við Íslendingar eigum til að vera óttalegir molbúar og gerum okkur ekki grein fyrir því hvað við höfum í höndunum. Það gerðist til dæmis þegar við áttum alls kyns merkileg handrit vítt og breitt um landið en notuðum þau til að bæta hluti, brenna eða skeina okkur með án þess að átta okkur á því að þar fóru einhver mestu menningarverðmæti á norðurhveli jarðar. Verðmæti sem við montum okkur sannarlega af í dag. Við erum stundum svo ótrúlega skammsýn og gráðug að við getum ekki annað en höggvið í demantinn þangað til hann er verðlaus. Það eru verulegar líkur á að slíkt gerist hérlendis á næstunni hvað auðlindamálin varðar. Hér hrópa menn hægri vinstri um orkuskort í stað þess að nýta og hugsa hlutina til enda. Ísland er vellauðugt í þessu tilliti og það skiptir verulegu máli að við hugsum um auðlindamálin með almannahagsmuni að leiðarljósi og tökum ákvarðanir af skynsemi og til langs tíma. Þetta er nákvæmlega það sem Halla Hrund Logadóttir hefur sýnt sem orkumálastjóri svo eftir því hefur verið tekið. Hún hefur sýnt þetta í VERKI, en ekki bara innihaldslausum orðum. Hún lætur ekki stjórnast af pólitík og fjármálaöflum heldur stendur fast með þeirri sannfæringu sinni að orku- og auðlindamál þurfi að nálgast á yfirvegaðan hátt. Halla Hrund hefur bent á að orkan er endurnýjanleg en ekki óendanleg. Hún hefur bent á að það þurfi að tryggja að orkan berist þangað sem hennar er mest þörf, líka til heimila og smærri aðila, en ekki bara til hæstbjóðanda. Hún hefur varað við því að auðlindir verði seldar til útlanda. Þetta hefur gert hana óvinsæla meðal þeirra sem vilja græða sem mest og sem hraðast en eflt virðingu þeirra sem er annt um landið og gæðin sem við eigum öll. Lagareldisfrumvarpið, sem nú liggur hjá þinginu, er lýsandi dæmi um þetta. Slíkum dæmum á bara eftir að fjölga á næstunni því undirbúningsvinna fyrir sambærilega auðlindanýtingu hefur víða verið í gangi. Á sama tíma er pressan að utan sífellt að aukast og ekki í fyrsta skipti sem erlendir aðilar sjá betur en við sjálf hvað við erum rík. Ég treysti Höllu Hrund, og engum öðrum frambjóðanda, til þess að standa í lappirnar sem forseti í þessum málum. Mig grunar sterklega að það geti komið til þess. Forseti hefur ýmis áhrif og einhver völd en þetta er það sem virkilega skiptir máli. Þess vegna hvet ég þig til að kjósa Höllu Hrund Logadóttur. Höfundur er dagskrárgerðarkona og náttúruunnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið sérlega merkilegt að fylgjast með aðdraganda forsetakosninganna þetta vorið. Umræðan hefur farið víða og oft snúist um hluti sem litlu máli skipta. En eðlilega er spurt: Hvaða vald hefur forseti svo sem? Hvað er það sem skiptir raunverulega máli að forseti Íslands búi yfir? Fyrir mér er þetta kýrskýrt: Það sem skiptir mestu máli í stóra samhenginu næstu árin og áratugina eru auðlindamál. Við Íslendingar eigum til að vera óttalegir molbúar og gerum okkur ekki grein fyrir því hvað við höfum í höndunum. Það gerðist til dæmis þegar við áttum alls kyns merkileg handrit vítt og breitt um landið en notuðum þau til að bæta hluti, brenna eða skeina okkur með án þess að átta okkur á því að þar fóru einhver mestu menningarverðmæti á norðurhveli jarðar. Verðmæti sem við montum okkur sannarlega af í dag. Við erum stundum svo ótrúlega skammsýn og gráðug að við getum ekki annað en höggvið í demantinn þangað til hann er verðlaus. Það eru verulegar líkur á að slíkt gerist hérlendis á næstunni hvað auðlindamálin varðar. Hér hrópa menn hægri vinstri um orkuskort í stað þess að nýta og hugsa hlutina til enda. Ísland er vellauðugt í þessu tilliti og það skiptir verulegu máli að við hugsum um auðlindamálin með almannahagsmuni að leiðarljósi og tökum ákvarðanir af skynsemi og til langs tíma. Þetta er nákvæmlega það sem Halla Hrund Logadóttir hefur sýnt sem orkumálastjóri svo eftir því hefur verið tekið. Hún hefur sýnt þetta í VERKI, en ekki bara innihaldslausum orðum. Hún lætur ekki stjórnast af pólitík og fjármálaöflum heldur stendur fast með þeirri sannfæringu sinni að orku- og auðlindamál þurfi að nálgast á yfirvegaðan hátt. Halla Hrund hefur bent á að orkan er endurnýjanleg en ekki óendanleg. Hún hefur bent á að það þurfi að tryggja að orkan berist þangað sem hennar er mest þörf, líka til heimila og smærri aðila, en ekki bara til hæstbjóðanda. Hún hefur varað við því að auðlindir verði seldar til útlanda. Þetta hefur gert hana óvinsæla meðal þeirra sem vilja græða sem mest og sem hraðast en eflt virðingu þeirra sem er annt um landið og gæðin sem við eigum öll. Lagareldisfrumvarpið, sem nú liggur hjá þinginu, er lýsandi dæmi um þetta. Slíkum dæmum á bara eftir að fjölga á næstunni því undirbúningsvinna fyrir sambærilega auðlindanýtingu hefur víða verið í gangi. Á sama tíma er pressan að utan sífellt að aukast og ekki í fyrsta skipti sem erlendir aðilar sjá betur en við sjálf hvað við erum rík. Ég treysti Höllu Hrund, og engum öðrum frambjóðanda, til þess að standa í lappirnar sem forseti í þessum málum. Mig grunar sterklega að það geti komið til þess. Forseti hefur ýmis áhrif og einhver völd en þetta er það sem virkilega skiptir máli. Þess vegna hvet ég þig til að kjósa Höllu Hrund Logadóttur. Höfundur er dagskrárgerðarkona og náttúruunnandi.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun