Skjáhætta í umferð Gunnar Geir Gunnarsson og Hrefna Sigurjónsdóttir skrifa 23. maí 2024 07:31 Samkvæmt rannsóknum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum bendir allt til þess að um 12-25% allra umferðarslysa megi rekja beint til notkunar farsíma við akstur og bendir ekkert til þess að málum sé öðruvísi háttað á Íslandi. Þetta þýðir að fjöldi slasaðra í umferðinni vegna farsímanotkunar er um 200 manns á ári, varlega áætlað. Á vef Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar (WHO) kemur fram að skert athygli við akstur vegna farsímanotkunar sé einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa á heimsvísu og rekja má mörg umferðarslys til notkunar síma eða snjalltækja undir stýri. Umferðarslys eru heilbrigðisvá Árið 2023 slösuðust 229 alvarlega í umferðarslysum á Íslandi og 8 létust. Árið 2024 hefur því miður farið skelfilega af stað með tilliti til umferðarslysa en þegar þetta er ritað hafa 10 látist í umferðinni á árinu. Því er til mikils að vinna að fækka umferðarslysum með öllum mögulegum ráðum. Samkvæmt rannsóknum eru ökumenn fjórum sinnum líklegri til að lenda í umferðarslysum þegar þeir tala í síma undir stýri og sömuleiðis eru þeir 23 sinnum líklegri til að lenda í slysi þegar þeir nota símann í öðrum tilgangi, t.d. til þess að lesa eða skrifa skilaboð. Notkunin hægir á viðbragðstíma, sér í lagi hemlunartíma, en hægir líka á viðbrögðum við umferðarskiltum og ljósum. Verr gengur að halda viðeigandi fjarlægð á milli bíla og að halda sig á réttri akrein. Aftanákeyrslur, svokallað „nudd“ og minniháttar árekstrar vegna notkunar snjalltækja í umferðinni eru algeng en því miður verða líka alvarlegri slys sem geta haft í för með sér hörmulegar afleiðingar. Augnabliks athugunarleysi í umferðinni er stundum ekki tekið til baka. Sem dæmi má nefna að ef þú skrifar skilaboð undir stýri þá lítur þú af veginum í 5 sekúndur að meðaltali. Á 70 kílómetra hraða keyrir þú því næstum 100 metra blindandi meðan þú skrifar. Á 90 kílómetra hraða eru það 125 metrar sem er lengra en heill fótboltavöllur! Mikilvægt er að vera vakandi í umferðinni en um leið og heilinn fer að fást við önnur verkefni, svo sem að lesa skilaboð eða velja lag í símanum, er athyglin farin og þá er voðinn vís. Í blandaðri umferð akandi og óvarinna vegfarenda er sérstaklega mikilvægt að fylgjast vel með umhverfi sínu. Í umferðinni er fólk á rafhlaupahjólum, hjólandi og gangandi vegfarendur á kreiki. Oft eru það börn sem eru stór hluti óvarinna vegfarenda. Því er nauðsynlegt að athygli ökumanna sé í lagi. Við vitum að þetta er ekki í lagi Flest þekkjum við eflaust að hafa freistast til að fikta í símanum þegar við áttum ekki að gera það. Snjalltæki og samfélagsmiðlar kalla á athyglina með alls konar hljóðum og loforðum um nýjar upplýsingar og forvitnileg samskipti. Fólk telur símanotkun við akstur almennt vera hættulega en mikið misræmi er milli þess sem við teljum hættulegt og þess sem við gerum. Samkvæmt rannsóknum Samgöngustofu telja 99% Íslendinga hættulegt að skoða samfélagsmiðla undir stýri og þar af telja 59% þessa hegðun stórhættulega. Hins vegar eiga 23% Íslendinga það til að skoða samfélagsmiðla undir stýri. Að sama skapi telja rúmlega 95% Íslendinga það hættulegt að skoða skilaboð undir stýri en 40% aðspurðra eiga það samt til að gera það. Um og yfir 50% telja í góðu lagi að stjórna tónlist/hlaðvörpum og hljóðbókum í símanum á meðan á akstri stendur. Það er hins vegar afar varhugaverð hegðun og hefur mikil áhrif á aksturshæfni. Umhugsunarvert er hversu erfitt við í raun eigum með að framfylgja skoðunum okkar og gildum og einnig er sérstakt að sjá að fólk taki eina hegðun út fyrir sviga (að stjórna afþreyingarefni í síma) og telji hana einhverra hluta vegna ekki hættulega þegar raunin er allt önnur. Til viðbótar við hættulega farsímanotkun undir stýri þá er farsímanotkun annarra eitt af því sem truflar okkur hvað mest í umferðinni. Um 60% Íslendinga segja að farsímanotkun annarra trufli þá eða valdi þeim álagi við akstur og er þetta hlutfall nær 70% þegar kemur að yngstu ökumönnunum. Ljóst er því að mörg okkar væru til í að draga úr eða hætta þessari hegðun en við höfum mörg hver átt í miklum erfiðleikum með það. Nú er hins vegar komin tæknilausn sem gerir okkur kleift að sýna stillingu við aksturinn. Akstursstilling Akstursstilling (driving focus / driving mode) er valkostur sem í boði er í nýjustu stýrikerfum bæði Android og Apple símtækja. Þá er hægt að stilla símann þannig að hann fari í svokallaðan akstursham þegar símtækið tengist bluetooth í bílnum. Þá verður tækið hljóðlaust, engar tilkynningar berast og þannig er komið í veg fyrir truflun. Þessu má líkja við flugstillingu nema þetta gerist sjálfkrafa og einungis þarf að stilla símann einu sinni. Skilaboð og símtöl sem bárust á meðan á akstri stóð er svo hægt að skoða og svara á áfangastað. Sjóvá og Samgöngustofa hafa nú ýtt úr vör herferðinni Ekki taka skjáhættuna en í henni er varpað ljósi á þá símanotkun sem á sér stað undir stýri í dag og henni líkt við sambærilega notkun tækja sem frekar voru notuð á síðustu öld. Sem dæmi hefði engum dottið í hug, hvorki á síðustu öld né núna, að skrifa bréf á ritvél samhliða því að aka bíl en sú hegðun er í raun sambærileg við að skrifa skilaboð á síma. Truflunin er sú sama, þ.e. hugurinn snýr sér að skilaboðunum og á meðan hættum við að huga að akstrinum. Hættan er sú sama en af einhverjum ástæðum samþykkjum við aðra hegðunina en ekki hina. Hægt er að kynna sér átakið á vefsíðunni www.skjahaetta.is. Þar er hægt að nálgast góð ráð og upplýsingar til að sporna gegn akstri undir skjáhrifum en þar er einnig að finna fræðslumyndbönd sem sýna hvernig setja má símana á akstursstillingu. Þannig má forðast það að taka skjáhættu í umferðinni og stuðla með því að eigin öryggi og annarra. Þess ber einnig að geta að á Íslandi er bannað með lögum að nota snjalltæki undir stýri. Ef stjórnandi ökutækis notar farsíma eða snjalltæki án handfrjáls búnaðar við akstur er sektin 40.000 krónur og einn refsipunktur í ökuferilsskrá. Á síðasta ári sektaði lögreglan rúmlega 1.000 ökumenn fyrir slíkt athæfi og hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gefið út að samhliða átakinu muni hún fylgjast grannt með ólöglegri notkun farsíma í umferðinni og sekta ef þörf krefur. Einnig er vert að árétta að farsímanotkun undir stýri getur haft áhrif á bótarétt ökumanna í bílslysamálum. Komum heil heim Við vitum að við bjóðum skjáhættunni heim þegar við notum farsíma undir stýri. Við vitum að akstur krefst óskertrar athygli og við viljum flest vera ábyrgar og góðar manneskjur. Tökum því höndum saman við að draga úr skjáhættunni með því að láta farsíma og önnur snjalltæki eiga sig þegar við ökum á milli staða. Hægt er að undirbúa ferðina áður en lagt er af stað með því að setja í gang góða hljóðbók, uppáhalds lagalistann eða finna áfangastað í kortaappi. Mögulega gæti farþegi aðstoðað við það sem þarf. Hver veit, þú gætir meira að segja upplifað ákveðna ró og gæðastund í bílnum þegar ekki er sífellt verið að pota í þig með pípi og tilkynningum. Mestu máli skiptir að allir komi heilir heim. Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Umferðaröryggi Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt rannsóknum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum bendir allt til þess að um 12-25% allra umferðarslysa megi rekja beint til notkunar farsíma við akstur og bendir ekkert til þess að málum sé öðruvísi háttað á Íslandi. Þetta þýðir að fjöldi slasaðra í umferðinni vegna farsímanotkunar er um 200 manns á ári, varlega áætlað. Á vef Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar (WHO) kemur fram að skert athygli við akstur vegna farsímanotkunar sé einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa á heimsvísu og rekja má mörg umferðarslys til notkunar síma eða snjalltækja undir stýri. Umferðarslys eru heilbrigðisvá Árið 2023 slösuðust 229 alvarlega í umferðarslysum á Íslandi og 8 létust. Árið 2024 hefur því miður farið skelfilega af stað með tilliti til umferðarslysa en þegar þetta er ritað hafa 10 látist í umferðinni á árinu. Því er til mikils að vinna að fækka umferðarslysum með öllum mögulegum ráðum. Samkvæmt rannsóknum eru ökumenn fjórum sinnum líklegri til að lenda í umferðarslysum þegar þeir tala í síma undir stýri og sömuleiðis eru þeir 23 sinnum líklegri til að lenda í slysi þegar þeir nota símann í öðrum tilgangi, t.d. til þess að lesa eða skrifa skilaboð. Notkunin hægir á viðbragðstíma, sér í lagi hemlunartíma, en hægir líka á viðbrögðum við umferðarskiltum og ljósum. Verr gengur að halda viðeigandi fjarlægð á milli bíla og að halda sig á réttri akrein. Aftanákeyrslur, svokallað „nudd“ og minniháttar árekstrar vegna notkunar snjalltækja í umferðinni eru algeng en því miður verða líka alvarlegri slys sem geta haft í för með sér hörmulegar afleiðingar. Augnabliks athugunarleysi í umferðinni er stundum ekki tekið til baka. Sem dæmi má nefna að ef þú skrifar skilaboð undir stýri þá lítur þú af veginum í 5 sekúndur að meðaltali. Á 70 kílómetra hraða keyrir þú því næstum 100 metra blindandi meðan þú skrifar. Á 90 kílómetra hraða eru það 125 metrar sem er lengra en heill fótboltavöllur! Mikilvægt er að vera vakandi í umferðinni en um leið og heilinn fer að fást við önnur verkefni, svo sem að lesa skilaboð eða velja lag í símanum, er athyglin farin og þá er voðinn vís. Í blandaðri umferð akandi og óvarinna vegfarenda er sérstaklega mikilvægt að fylgjast vel með umhverfi sínu. Í umferðinni er fólk á rafhlaupahjólum, hjólandi og gangandi vegfarendur á kreiki. Oft eru það börn sem eru stór hluti óvarinna vegfarenda. Því er nauðsynlegt að athygli ökumanna sé í lagi. Við vitum að þetta er ekki í lagi Flest þekkjum við eflaust að hafa freistast til að fikta í símanum þegar við áttum ekki að gera það. Snjalltæki og samfélagsmiðlar kalla á athyglina með alls konar hljóðum og loforðum um nýjar upplýsingar og forvitnileg samskipti. Fólk telur símanotkun við akstur almennt vera hættulega en mikið misræmi er milli þess sem við teljum hættulegt og þess sem við gerum. Samkvæmt rannsóknum Samgöngustofu telja 99% Íslendinga hættulegt að skoða samfélagsmiðla undir stýri og þar af telja 59% þessa hegðun stórhættulega. Hins vegar eiga 23% Íslendinga það til að skoða samfélagsmiðla undir stýri. Að sama skapi telja rúmlega 95% Íslendinga það hættulegt að skoða skilaboð undir stýri en 40% aðspurðra eiga það samt til að gera það. Um og yfir 50% telja í góðu lagi að stjórna tónlist/hlaðvörpum og hljóðbókum í símanum á meðan á akstri stendur. Það er hins vegar afar varhugaverð hegðun og hefur mikil áhrif á aksturshæfni. Umhugsunarvert er hversu erfitt við í raun eigum með að framfylgja skoðunum okkar og gildum og einnig er sérstakt að sjá að fólk taki eina hegðun út fyrir sviga (að stjórna afþreyingarefni í síma) og telji hana einhverra hluta vegna ekki hættulega þegar raunin er allt önnur. Til viðbótar við hættulega farsímanotkun undir stýri þá er farsímanotkun annarra eitt af því sem truflar okkur hvað mest í umferðinni. Um 60% Íslendinga segja að farsímanotkun annarra trufli þá eða valdi þeim álagi við akstur og er þetta hlutfall nær 70% þegar kemur að yngstu ökumönnunum. Ljóst er því að mörg okkar væru til í að draga úr eða hætta þessari hegðun en við höfum mörg hver átt í miklum erfiðleikum með það. Nú er hins vegar komin tæknilausn sem gerir okkur kleift að sýna stillingu við aksturinn. Akstursstilling Akstursstilling (driving focus / driving mode) er valkostur sem í boði er í nýjustu stýrikerfum bæði Android og Apple símtækja. Þá er hægt að stilla símann þannig að hann fari í svokallaðan akstursham þegar símtækið tengist bluetooth í bílnum. Þá verður tækið hljóðlaust, engar tilkynningar berast og þannig er komið í veg fyrir truflun. Þessu má líkja við flugstillingu nema þetta gerist sjálfkrafa og einungis þarf að stilla símann einu sinni. Skilaboð og símtöl sem bárust á meðan á akstri stóð er svo hægt að skoða og svara á áfangastað. Sjóvá og Samgöngustofa hafa nú ýtt úr vör herferðinni Ekki taka skjáhættuna en í henni er varpað ljósi á þá símanotkun sem á sér stað undir stýri í dag og henni líkt við sambærilega notkun tækja sem frekar voru notuð á síðustu öld. Sem dæmi hefði engum dottið í hug, hvorki á síðustu öld né núna, að skrifa bréf á ritvél samhliða því að aka bíl en sú hegðun er í raun sambærileg við að skrifa skilaboð á síma. Truflunin er sú sama, þ.e. hugurinn snýr sér að skilaboðunum og á meðan hættum við að huga að akstrinum. Hættan er sú sama en af einhverjum ástæðum samþykkjum við aðra hegðunina en ekki hina. Hægt er að kynna sér átakið á vefsíðunni www.skjahaetta.is. Þar er hægt að nálgast góð ráð og upplýsingar til að sporna gegn akstri undir skjáhrifum en þar er einnig að finna fræðslumyndbönd sem sýna hvernig setja má símana á akstursstillingu. Þannig má forðast það að taka skjáhættu í umferðinni og stuðla með því að eigin öryggi og annarra. Þess ber einnig að geta að á Íslandi er bannað með lögum að nota snjalltæki undir stýri. Ef stjórnandi ökutækis notar farsíma eða snjalltæki án handfrjáls búnaðar við akstur er sektin 40.000 krónur og einn refsipunktur í ökuferilsskrá. Á síðasta ári sektaði lögreglan rúmlega 1.000 ökumenn fyrir slíkt athæfi og hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gefið út að samhliða átakinu muni hún fylgjast grannt með ólöglegri notkun farsíma í umferðinni og sekta ef þörf krefur. Einnig er vert að árétta að farsímanotkun undir stýri getur haft áhrif á bótarétt ökumanna í bílslysamálum. Komum heil heim Við vitum að við bjóðum skjáhættunni heim þegar við notum farsíma undir stýri. Við vitum að akstur krefst óskertrar athygli og við viljum flest vera ábyrgar og góðar manneskjur. Tökum því höndum saman við að draga úr skjáhættunni með því að láta farsíma og önnur snjalltæki eiga sig þegar við ökum á milli staða. Hægt er að undirbúa ferðina áður en lagt er af stað með því að setja í gang góða hljóðbók, uppáhalds lagalistann eða finna áfangastað í kortaappi. Mögulega gæti farþegi aðstoðað við það sem þarf. Hver veit, þú gætir meira að segja upplifað ákveðna ró og gæðastund í bílnum þegar ekki er sífellt verið að pota í þig með pípi og tilkynningum. Mestu máli skiptir að allir komi heilir heim. Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun