Forsetinn sem sameinar Björk Baldursdóttir og Ingvi Stefánsson skrifa 21. maí 2024 20:30 Við Íslendingar búum svo vel að margir hæfir einstaklingar hafa gefið kost á sér til embættis forseta Íslands í kosningunum sem fram fara þann 1. júní næstkomandi. Á undanförnum dögum og vikum hafa fjölmiðlar keppst við að kynna frambjóðendur til forseta fyrir þjóðinni ásamt því að gera grein fyrir ábyrgð og starfsskyldum forseta lýðveldisins. Höllu Hrund Logadóttur og hennar fjölskyldu höfum við þekkt alla okkar tíð og einungis af góðu. Hún hefur mörg undanfarin ár aðstoðað við sauðburð í Hjarðarholti þar sem feður okkar og amma hennar ólust upp. Halla Hrund hefur birst á hverju vori og gengið vasklega í öll störf, hvort sem það er að gefa fénu, taka á móti lömbum eða færa frá, enda hefur hún mikla reynslu eftir að hafa verið í sveit öll sumur fram yfir tvítugt. Hér er á ferðinni kraftmikil kona sem er annt um íslenska sögu og menningu, leggur rækt við upprunann og lætur svo sannarlega ekki sitt eftir liggja. Þetta eru allt mikilvægir eiginleikar sem nýtast í embætti forseta Íslands en fleira þarf vissulega að koma til. Forsetinn þarf að hafa þekkingu á stjórnskipun landsins. Hann þarf að hafa almenna haldgóða þekkingu á samfélaginu og málefnum líðandi stundar, jafnt innanlands sem og á alþjóðlegum vettvangi. Síðast en ekki síst þarf forsetinn að vera sameiningartákn og hafa breiða skírskotun. Halla Hrund er eldklár, harðdugleg, vel menntuð og fylgin sér. Hún hefur fram til þessa verið við nám og störf í þremur heimsálfum og hefur aflað sér víðtækrar menntunar og reynslu á sviði stjórnmálafræði og stjórnsýslu. Hún býr einnig yfir mikilli þekkingu á orku- og auðlindamálum en þau snúa einmitt að verðmætustu sameign okkar Íslendinga sem á sama tíma geymir okkar mikilvægustu og stærstu sóknarfæri. Hennar helstu kostir þegar kemur að hæfi hennar til að gegna embætti forseta Íslands eru þó ekki bundnir við það sem fólk lærir í skóla. Halla Hrund hefur alveg einstakan hæfileika til að virkja fólk til góðra verka og lyfta upp einstaklingum og verkefnum og magna þannig tækifæri. Hún hefur mikla persónu töfra, er í senn alþýðleg og alþjóðleg og hefur hæfileika til að sameina ólík sjónarmið. Þeir sem hafa fylgst með opinberum störfum Höllu Hrundar vita líka að henni farnast vel við krefjandi aðstæður. Skemmst er frá því að segja að við erum sannfærð um að Halla Hrund Logadóttir búi yfir menntun, reynslu, mannkostum og dómgreind sem þarf að prýða næsta forseta Íslands. Við erum stolt af því að vera í stuðningsliði Höllu Hrundar í aðdraganda forsetakosninganna 1. júní 2024. Björk Baldursdóttir, bóndi Hjarðarholti, Laxárdal í Dölum.Ingvi Stefánsson, bóndi Teigi í Eyjafirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar búum svo vel að margir hæfir einstaklingar hafa gefið kost á sér til embættis forseta Íslands í kosningunum sem fram fara þann 1. júní næstkomandi. Á undanförnum dögum og vikum hafa fjölmiðlar keppst við að kynna frambjóðendur til forseta fyrir þjóðinni ásamt því að gera grein fyrir ábyrgð og starfsskyldum forseta lýðveldisins. Höllu Hrund Logadóttur og hennar fjölskyldu höfum við þekkt alla okkar tíð og einungis af góðu. Hún hefur mörg undanfarin ár aðstoðað við sauðburð í Hjarðarholti þar sem feður okkar og amma hennar ólust upp. Halla Hrund hefur birst á hverju vori og gengið vasklega í öll störf, hvort sem það er að gefa fénu, taka á móti lömbum eða færa frá, enda hefur hún mikla reynslu eftir að hafa verið í sveit öll sumur fram yfir tvítugt. Hér er á ferðinni kraftmikil kona sem er annt um íslenska sögu og menningu, leggur rækt við upprunann og lætur svo sannarlega ekki sitt eftir liggja. Þetta eru allt mikilvægir eiginleikar sem nýtast í embætti forseta Íslands en fleira þarf vissulega að koma til. Forsetinn þarf að hafa þekkingu á stjórnskipun landsins. Hann þarf að hafa almenna haldgóða þekkingu á samfélaginu og málefnum líðandi stundar, jafnt innanlands sem og á alþjóðlegum vettvangi. Síðast en ekki síst þarf forsetinn að vera sameiningartákn og hafa breiða skírskotun. Halla Hrund er eldklár, harðdugleg, vel menntuð og fylgin sér. Hún hefur fram til þessa verið við nám og störf í þremur heimsálfum og hefur aflað sér víðtækrar menntunar og reynslu á sviði stjórnmálafræði og stjórnsýslu. Hún býr einnig yfir mikilli þekkingu á orku- og auðlindamálum en þau snúa einmitt að verðmætustu sameign okkar Íslendinga sem á sama tíma geymir okkar mikilvægustu og stærstu sóknarfæri. Hennar helstu kostir þegar kemur að hæfi hennar til að gegna embætti forseta Íslands eru þó ekki bundnir við það sem fólk lærir í skóla. Halla Hrund hefur alveg einstakan hæfileika til að virkja fólk til góðra verka og lyfta upp einstaklingum og verkefnum og magna þannig tækifæri. Hún hefur mikla persónu töfra, er í senn alþýðleg og alþjóðleg og hefur hæfileika til að sameina ólík sjónarmið. Þeir sem hafa fylgst með opinberum störfum Höllu Hrundar vita líka að henni farnast vel við krefjandi aðstæður. Skemmst er frá því að segja að við erum sannfærð um að Halla Hrund Logadóttir búi yfir menntun, reynslu, mannkostum og dómgreind sem þarf að prýða næsta forseta Íslands. Við erum stolt af því að vera í stuðningsliði Höllu Hrundar í aðdraganda forsetakosninganna 1. júní 2024. Björk Baldursdóttir, bóndi Hjarðarholti, Laxárdal í Dölum.Ingvi Stefánsson, bóndi Teigi í Eyjafirði
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun