„Umgjörðin er bara engu lík, gæsahúð að hlaupa inn á völlinn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. maí 2024 10:01 Vignir Stefánsson hefur verið leikmaður Vals síðan 2012 og tekið þátt í sjö Evrópukeppnum með liðinu. Vísir Eftir vonbrigði í vikunni býður handboltaliði Vals heldur betur spennandi og krefjandi verkefni þegar liðið leikur til úrslita Evrópubikarsins gegn Olympiacos. Fyrri leikur liðanna fer fram á Hlíðarenda í kvöld, einvíginu lýkur svo í Grikklandi eftir viku. „Við erum bara að verða þokkalega stemmdir, setjum fókusinn á þetta eftir að hafa dottið út úr Íslandsmótinu en við þurfum bara að nýta þau vonbrigði inn í þetta verkefni“ sagði Vignir Stefánsson, hornamaður Vals, fyrir stórleikinn í kvöld. Vignir hefur verið leikmaður Vals í rúman áratug og upplifað mörg Evrópuævintýri með félaginu. Hann sagði reynsluna dýrmæta sem hann sjálfur og liðið allt hefur sankað að sér undanfarin ár. „Við erum búnir að hafa allavega síðasta tímabil svolítið á bakvið eyrað, lærðum helling þar og vorum auðvitað í miklu álagi. Liðið er bara á flottum stað og við verðum að nýta orkuna úr því sem er að gerast hjá okkur inn í þetta.“ Gríðarlega gaman að vera Valsmaður undanfarna viku Það er einmitt mikil orka á Hlíðarenda þessa dagana. Handboltalið kvenna varð Íslandsmeistari á fimmtudag og í öðrum greinum lék félagið til úrslita eða útsláttar nánast á hverjum degi undanfarna viku. Þessi ótrúlega vika nær svo ákveðnum hápunkti á Hlíðarenda í kvöld þegar úrslitaleikur Evrópubikarsins fer fram hér á landi í fyrsta sinn. „Umgjörðin er bara engu lík, gæsahúð að hlaupa inn á völlinn og fá mikinn stuðning af pöllunum eins og hefur verið í þessum leikjum hjá okkur.“ Viðtalið allt við Vigni úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá hér fyrir ofan. Valur EHF-bikarinn Grikkland Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Fleiri fréttir KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Sjá meira
„Við erum bara að verða þokkalega stemmdir, setjum fókusinn á þetta eftir að hafa dottið út úr Íslandsmótinu en við þurfum bara að nýta þau vonbrigði inn í þetta verkefni“ sagði Vignir Stefánsson, hornamaður Vals, fyrir stórleikinn í kvöld. Vignir hefur verið leikmaður Vals í rúman áratug og upplifað mörg Evrópuævintýri með félaginu. Hann sagði reynsluna dýrmæta sem hann sjálfur og liðið allt hefur sankað að sér undanfarin ár. „Við erum búnir að hafa allavega síðasta tímabil svolítið á bakvið eyrað, lærðum helling þar og vorum auðvitað í miklu álagi. Liðið er bara á flottum stað og við verðum að nýta orkuna úr því sem er að gerast hjá okkur inn í þetta.“ Gríðarlega gaman að vera Valsmaður undanfarna viku Það er einmitt mikil orka á Hlíðarenda þessa dagana. Handboltalið kvenna varð Íslandsmeistari á fimmtudag og í öðrum greinum lék félagið til úrslita eða útsláttar nánast á hverjum degi undanfarna viku. Þessi ótrúlega vika nær svo ákveðnum hápunkti á Hlíðarenda í kvöld þegar úrslitaleikur Evrópubikarsins fer fram hér á landi í fyrsta sinn. „Umgjörðin er bara engu lík, gæsahúð að hlaupa inn á völlinn og fá mikinn stuðning af pöllunum eins og hefur verið í þessum leikjum hjá okkur.“ Viðtalið allt við Vigni úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá hér fyrir ofan.
Valur EHF-bikarinn Grikkland Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Fleiri fréttir KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Sjá meira