Stjarnan handtekin á leiðinni á völlinn: „Hann er á leið í fangelsi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. maí 2024 11:55 Scheffler leiddur í lögreglubíl í handjárnum. Vísir/Skjáskot Fremsti kylfingur heims, Scottie Scheffler, var handtekinn við Valhalla-völlinn í Louisville í Kentucky. Hann er á meðal þátttakanda á PGA-meistaramótinu sem fer þar fram. „Akkúrat núna er hann á leið í fangelsi og það er ekkert sem þú getur gert í því,“ heyrist í lögreglumanni á myndbandsupptöku af því þegar Scheffler var leiddur í lögreglubíl í handjárnum. Here is video that I took of Scheffler being arrested: https://t.co/8UPZKvPCCf pic.twitter.com/9Tbp2tyrJh— Jeff Darlington (@JeffDarlington) May 17, 2024 Fyrr í morgun varð banaslys við völlinn sem leiddi til þess að keppni var frestað um klukkustund. Mikil umferðarteppa myndaðist vegna slyssins og Scheffler reyndi að forðast teppuna og keyrði framhjá henni. Það var í óþökk lögreglumanna sem stöðvuðu hann. Lögreglan handtók Scheffler vegna tilburða hans í umferðinni, setti hann í handjárn og keyrðu með hann á brott í lögreglubíl. Ekki er ljóst hverjir eftirmálar af atvikinu verða en það virðist sem hann þurfi að fara á lögreglustöð í skýrslutöku áður en lengra er haldið. „Lögreglumaðurinn öskraði á Scheffler og sagði honum að fara út úr bílnum. Þegar Scheffler steig út ýtti lögreglumaðurinn honum upp að bílnum að setti hann strax í handjárn. Hann situr nú í aftursæti lögreglubílsins,“ segir Jeff Darlington, fréttamaður á ESPN, á samfélagsmiðlinum X en hann varð vitni að atvikinu. Scheffler hefur raðað inn titlum síðustu misseri og er sem stendur efstur á heimslistanum. Hann lék á fjórum höggum undir pari á fyrsta hring PGA-meistaramótsins í gær og er jafn í tólfta sæti á mótinu. Xander Schauffele leiðir á níu höggum undir pari. PGA-meistaramótið er í beinni á Stöð 2 Sport 4 alla helgina en bein útsending hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport 4. Breaking News: World No. 1 golfer Scottie Scheffler has been detained by police in handcuffs after a misunderstanding with traffic flow led to his attempt to drive past a police officer into Valhalla Golf Club. The police officer attempted to attach himself to Scheffler’s car,…— Jeff Darlington (@JeffDarlington) May 17, 2024 PGA-meistaramótið Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Sjá meira
„Akkúrat núna er hann á leið í fangelsi og það er ekkert sem þú getur gert í því,“ heyrist í lögreglumanni á myndbandsupptöku af því þegar Scheffler var leiddur í lögreglubíl í handjárnum. Here is video that I took of Scheffler being arrested: https://t.co/8UPZKvPCCf pic.twitter.com/9Tbp2tyrJh— Jeff Darlington (@JeffDarlington) May 17, 2024 Fyrr í morgun varð banaslys við völlinn sem leiddi til þess að keppni var frestað um klukkustund. Mikil umferðarteppa myndaðist vegna slyssins og Scheffler reyndi að forðast teppuna og keyrði framhjá henni. Það var í óþökk lögreglumanna sem stöðvuðu hann. Lögreglan handtók Scheffler vegna tilburða hans í umferðinni, setti hann í handjárn og keyrðu með hann á brott í lögreglubíl. Ekki er ljóst hverjir eftirmálar af atvikinu verða en það virðist sem hann þurfi að fara á lögreglustöð í skýrslutöku áður en lengra er haldið. „Lögreglumaðurinn öskraði á Scheffler og sagði honum að fara út úr bílnum. Þegar Scheffler steig út ýtti lögreglumaðurinn honum upp að bílnum að setti hann strax í handjárn. Hann situr nú í aftursæti lögreglubílsins,“ segir Jeff Darlington, fréttamaður á ESPN, á samfélagsmiðlinum X en hann varð vitni að atvikinu. Scheffler hefur raðað inn titlum síðustu misseri og er sem stendur efstur á heimslistanum. Hann lék á fjórum höggum undir pari á fyrsta hring PGA-meistaramótsins í gær og er jafn í tólfta sæti á mótinu. Xander Schauffele leiðir á níu höggum undir pari. PGA-meistaramótið er í beinni á Stöð 2 Sport 4 alla helgina en bein útsending hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport 4. Breaking News: World No. 1 golfer Scottie Scheffler has been detained by police in handcuffs after a misunderstanding with traffic flow led to his attempt to drive past a police officer into Valhalla Golf Club. The police officer attempted to attach himself to Scheffler’s car,…— Jeff Darlington (@JeffDarlington) May 17, 2024
PGA-meistaramótið Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Sjá meira