„Frábært að ná sigri í fyrsta leik og í svona svakalegum leik“ Siggeir Ævarsson skrifar 16. maí 2024 23:22 Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur Vísir/Vilhelm Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, gat að lokum fagnað sigri í kvöld gegn Njarðvík en það tók sinn tíma. Framlengja þurfti leikinn í tvígang og spennustigið var hátt, lokatölur í Keflavík 94-91. Þetta var ekki fyrsti spennuleikur Keflavíkur í þessari úrslitakeppni en liðið er nýkomið í gegnum erfiða og spennandi seríu gegn Stjörnunni. Verða bara allir leikir svona það sem eftir er af þessu móti? „Það er greinilegt! Þetta var náttúrulega svakalegur leikur. Frábært að ná sigri í fyrsta leik og í svona leik líka.“ Eftir að hafa verið meira og minna undir allan leikinn þá komust Keflvíkingar loks í skrið þegar Thelma Ágústsdóttir fór að láta þristunum rigna, en hún skoraði tólf stig í röð undir lok venjulegs leiktíma. „Stelpurnar fóru að hjálpa henni að fá opin skot. Við vorum í aðstöðu til þess því það var verið að skilja ákveðna leikmenn eftir hjá okkur. Við opnuðum og hún var klár að negla þessu niður. Ef hún fær þessi skot og er ákveðin í að negla þeim þá setur hún þau.“ Eygló Kristín Óskarsdóttir er varamiðherji Keflavíkur. Hún hefur ekki fengið margar mínútur í vetur og þrátt fyrir að Birna Benónýsdóttir væri fjarverandi í kvöld spilaði Eygló aðeins tæpar sjö mínútur í kvöld en lét vel að sér kveða gegn hávöxnu liði Njarðvíkur á þeim mínútum. „Hún er náttúrulega að berjast við Dani, Thelmu, Birnu, Önnu Láru. Hún er náttúrulega í erfiðri stöðu en búin að taka miklum framförum samt í vetur. Spilaði í 1. deildinni með unglingaflokki. Fengið mínútur hér og þar en ekki mikið samt í þessum alvöru leikjum. Nú var bara tækifæri og mér fannst hún bara nýta þær mjög vel og vonandi eigum við eftir að gefa henni fleiri tækifæri.“ Sigur í kvöld þýðir að Keflvíkingar halda heimavallarréttindum. Sverrir sagði það vissulega létti að halda honum og að hafa landað þessum sigri. „Já já, en hver leikur í úrslitakeppninni sem maður fer í þá þarf maður að selja sig dýrt og reyna að ná í sigur. Það tókst í kvöld í þessum svakalega leik. Við vorum komin nokkrum sinnum með forskot en alltaf misstum við það niður. En þegar upp er staðið þá breytir það ekki öllu.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Leik lokið : Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Þetta var ekki fyrsti spennuleikur Keflavíkur í þessari úrslitakeppni en liðið er nýkomið í gegnum erfiða og spennandi seríu gegn Stjörnunni. Verða bara allir leikir svona það sem eftir er af þessu móti? „Það er greinilegt! Þetta var náttúrulega svakalegur leikur. Frábært að ná sigri í fyrsta leik og í svona leik líka.“ Eftir að hafa verið meira og minna undir allan leikinn þá komust Keflvíkingar loks í skrið þegar Thelma Ágústsdóttir fór að láta þristunum rigna, en hún skoraði tólf stig í röð undir lok venjulegs leiktíma. „Stelpurnar fóru að hjálpa henni að fá opin skot. Við vorum í aðstöðu til þess því það var verið að skilja ákveðna leikmenn eftir hjá okkur. Við opnuðum og hún var klár að negla þessu niður. Ef hún fær þessi skot og er ákveðin í að negla þeim þá setur hún þau.“ Eygló Kristín Óskarsdóttir er varamiðherji Keflavíkur. Hún hefur ekki fengið margar mínútur í vetur og þrátt fyrir að Birna Benónýsdóttir væri fjarverandi í kvöld spilaði Eygló aðeins tæpar sjö mínútur í kvöld en lét vel að sér kveða gegn hávöxnu liði Njarðvíkur á þeim mínútum. „Hún er náttúrulega að berjast við Dani, Thelmu, Birnu, Önnu Láru. Hún er náttúrulega í erfiðri stöðu en búin að taka miklum framförum samt í vetur. Spilaði í 1. deildinni með unglingaflokki. Fengið mínútur hér og þar en ekki mikið samt í þessum alvöru leikjum. Nú var bara tækifæri og mér fannst hún bara nýta þær mjög vel og vonandi eigum við eftir að gefa henni fleiri tækifæri.“ Sigur í kvöld þýðir að Keflvíkingar halda heimavallarréttindum. Sverrir sagði það vissulega létti að halda honum og að hafa landað þessum sigri. „Já já, en hver leikur í úrslitakeppninni sem maður fer í þá þarf maður að selja sig dýrt og reyna að ná í sigur. Það tókst í kvöld í þessum svakalega leik. Við vorum komin nokkrum sinnum með forskot en alltaf misstum við það niður. En þegar upp er staðið þá breytir það ekki öllu.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Leik lokið : Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira