Halla Tómasdóttir yrði góður forseti Rannveig Guðmundsdóttir skrifar 16. maí 2024 12:30 Ég ætla að kjósa Höllu Tómasdóttur í forsetakosningunum í vor. Ég átti því láni að fagna að kynnast Höllu Tómasdóttur fyrir átta árum þegar ég gekk til liðs við framboð hennar þá. Ég kynntist áræðni og hugrekki sem var eins og rauður þráður í öllu sem frá henni kom, því sem hún hafði að segja og um hvert hún vildi stefna. Mér fannst ég þekkja gildin að heiman sem hún sagði frá. Gildin frá alþýðuheimilinu um að standa saman, standa sig, hlúa að og virða minni máttar, gera vel. Foreldrar Höllu voru vinnuforkar pabbinn Tómas pípari og mamman Kristjana sjúkraþjálfari á Kópavogshælinu og þar lágu leiðir okkar tveggja saman vegna sameiginlegs áhuga á aðbúnaði fatlaðra íbúa á hælinu og seinna útskriftum þar. Hugrekki Halla Tómasdóttir talar oft um hugrekkið og mörg okkar þekkjum hvað skortur á því hefur viljað stoppa okkur af gegnum árin. Bókin hennar “Hugrekki til að hafa áhrif” er merkilegt framlag og á erindi við unga og eldri. Ég vil árétta hvað það er mikilvægt að Halla Tómasdóttir sem hefur náð svona miklum árangri með líf sitt, staðið fyrir og hrint ótrúlega miklu í framkvæmd sé að veita öðrum hvatningu og leiðsögn í að þora. Ég ætla ekki að gera bókinni skil hér en mig langar þó að nefna nokkrar fyrirsagnir í kjarkæfingunum: Veldu þína eigin leið. Reyndu eitthvað nýtt reglulega, Stattu fyrir það sem rétt er, Ekki hunsa óttann, Vertu óþekk(ur), Forðastu samanburð, Ekki dvelja við hindranir, Myndaðu þitt hurekkissamfélag, og Hannaðu líf þitt. Þarna eru vísbendingar til ástands sem allt of mörgum getur þótt erfitt.. Forystukona Halla Tómasdóttir varð forstjóri B Team fyrir nokkrum árum en hvaða fyrirbæri er það. B Team hefur náð fyrsta starfsáratug sínum og á borði B Team eru Loftslags og umhverfismál, jafnréttismál og jöfnuður gott siðferði, og ábyrgir stjórnarhættir. Þegar Halla hóf sín störf hjá B Team voru Gro Harlem Bruntland fyrrum forsætisráðherra Noregs og Mary Robinson fyrrverandi foseti Írlands báðar í stjórn teymisins. Þá hafði Gro Harlem lengi verið ein af stóru fyrirmyndum mínum . Mér fannst spennandi að Halla Tómasdóttir færi að vinna með þessum öflugu forystukonum auk fleiri slíkum og ég trúi að vinnan í B Team og samvinnan með öllu því öfluga forystufólki sem þar starfar sé ómetanleg reynsla og veganesti í starf forseta. Frumkvöðull Halla Tómasdóttir ólst upp á Kársnesinu í Kópavogi. Hún fékk gott veganesti að heiman og varð rekstrarhagfræðingur og fyrirlesari. Í henni bjó frumkvöðull sem átti ríkan þátt í að HR varð til, að fjármálafyrirtæki kvenna varð til, að Auður í krafti kvenna varð til, að þjóðfundurinn varð til. Hún hefur búið bæði heima og erlendis og öðlast mikilvæga þekkingu og víðsýni á síðari árum. Þjóðfélagið okkar er gjörbreytt. Mismunun eykst og mikil átök um gildi. Þörfin fyrir sterkar og góðar fyrirmyndir er rík. Mig langar til að í þessum forsetakosningum fáum við reynslumikla og víðsýna konu sem forseta á Bessasataði. Halla Tómasdóttir er þessi víðsýna kona og sterka fyrirmynd sem við þurfum núna á Bessastaði. Höfundur er fyrrverandi þingkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég ætla að kjósa Höllu Tómasdóttur í forsetakosningunum í vor. Ég átti því láni að fagna að kynnast Höllu Tómasdóttur fyrir átta árum þegar ég gekk til liðs við framboð hennar þá. Ég kynntist áræðni og hugrekki sem var eins og rauður þráður í öllu sem frá henni kom, því sem hún hafði að segja og um hvert hún vildi stefna. Mér fannst ég þekkja gildin að heiman sem hún sagði frá. Gildin frá alþýðuheimilinu um að standa saman, standa sig, hlúa að og virða minni máttar, gera vel. Foreldrar Höllu voru vinnuforkar pabbinn Tómas pípari og mamman Kristjana sjúkraþjálfari á Kópavogshælinu og þar lágu leiðir okkar tveggja saman vegna sameiginlegs áhuga á aðbúnaði fatlaðra íbúa á hælinu og seinna útskriftum þar. Hugrekki Halla Tómasdóttir talar oft um hugrekkið og mörg okkar þekkjum hvað skortur á því hefur viljað stoppa okkur af gegnum árin. Bókin hennar “Hugrekki til að hafa áhrif” er merkilegt framlag og á erindi við unga og eldri. Ég vil árétta hvað það er mikilvægt að Halla Tómasdóttir sem hefur náð svona miklum árangri með líf sitt, staðið fyrir og hrint ótrúlega miklu í framkvæmd sé að veita öðrum hvatningu og leiðsögn í að þora. Ég ætla ekki að gera bókinni skil hér en mig langar þó að nefna nokkrar fyrirsagnir í kjarkæfingunum: Veldu þína eigin leið. Reyndu eitthvað nýtt reglulega, Stattu fyrir það sem rétt er, Ekki hunsa óttann, Vertu óþekk(ur), Forðastu samanburð, Ekki dvelja við hindranir, Myndaðu þitt hurekkissamfélag, og Hannaðu líf þitt. Þarna eru vísbendingar til ástands sem allt of mörgum getur þótt erfitt.. Forystukona Halla Tómasdóttir varð forstjóri B Team fyrir nokkrum árum en hvaða fyrirbæri er það. B Team hefur náð fyrsta starfsáratug sínum og á borði B Team eru Loftslags og umhverfismál, jafnréttismál og jöfnuður gott siðferði, og ábyrgir stjórnarhættir. Þegar Halla hóf sín störf hjá B Team voru Gro Harlem Bruntland fyrrum forsætisráðherra Noregs og Mary Robinson fyrrverandi foseti Írlands báðar í stjórn teymisins. Þá hafði Gro Harlem lengi verið ein af stóru fyrirmyndum mínum . Mér fannst spennandi að Halla Tómasdóttir færi að vinna með þessum öflugu forystukonum auk fleiri slíkum og ég trúi að vinnan í B Team og samvinnan með öllu því öfluga forystufólki sem þar starfar sé ómetanleg reynsla og veganesti í starf forseta. Frumkvöðull Halla Tómasdóttir ólst upp á Kársnesinu í Kópavogi. Hún fékk gott veganesti að heiman og varð rekstrarhagfræðingur og fyrirlesari. Í henni bjó frumkvöðull sem átti ríkan þátt í að HR varð til, að fjármálafyrirtæki kvenna varð til, að Auður í krafti kvenna varð til, að þjóðfundurinn varð til. Hún hefur búið bæði heima og erlendis og öðlast mikilvæga þekkingu og víðsýni á síðari árum. Þjóðfélagið okkar er gjörbreytt. Mismunun eykst og mikil átök um gildi. Þörfin fyrir sterkar og góðar fyrirmyndir er rík. Mig langar til að í þessum forsetakosningum fáum við reynslumikla og víðsýna konu sem forseta á Bessasataði. Halla Tómasdóttir er þessi víðsýna kona og sterka fyrirmynd sem við þurfum núna á Bessastaði. Höfundur er fyrrverandi þingkona.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar