Halla Tómasdóttir yrði góður forseti Rannveig Guðmundsdóttir skrifar 16. maí 2024 12:30 Ég ætla að kjósa Höllu Tómasdóttur í forsetakosningunum í vor. Ég átti því láni að fagna að kynnast Höllu Tómasdóttur fyrir átta árum þegar ég gekk til liðs við framboð hennar þá. Ég kynntist áræðni og hugrekki sem var eins og rauður þráður í öllu sem frá henni kom, því sem hún hafði að segja og um hvert hún vildi stefna. Mér fannst ég þekkja gildin að heiman sem hún sagði frá. Gildin frá alþýðuheimilinu um að standa saman, standa sig, hlúa að og virða minni máttar, gera vel. Foreldrar Höllu voru vinnuforkar pabbinn Tómas pípari og mamman Kristjana sjúkraþjálfari á Kópavogshælinu og þar lágu leiðir okkar tveggja saman vegna sameiginlegs áhuga á aðbúnaði fatlaðra íbúa á hælinu og seinna útskriftum þar. Hugrekki Halla Tómasdóttir talar oft um hugrekkið og mörg okkar þekkjum hvað skortur á því hefur viljað stoppa okkur af gegnum árin. Bókin hennar “Hugrekki til að hafa áhrif” er merkilegt framlag og á erindi við unga og eldri. Ég vil árétta hvað það er mikilvægt að Halla Tómasdóttir sem hefur náð svona miklum árangri með líf sitt, staðið fyrir og hrint ótrúlega miklu í framkvæmd sé að veita öðrum hvatningu og leiðsögn í að þora. Ég ætla ekki að gera bókinni skil hér en mig langar þó að nefna nokkrar fyrirsagnir í kjarkæfingunum: Veldu þína eigin leið. Reyndu eitthvað nýtt reglulega, Stattu fyrir það sem rétt er, Ekki hunsa óttann, Vertu óþekk(ur), Forðastu samanburð, Ekki dvelja við hindranir, Myndaðu þitt hurekkissamfélag, og Hannaðu líf þitt. Þarna eru vísbendingar til ástands sem allt of mörgum getur þótt erfitt.. Forystukona Halla Tómasdóttir varð forstjóri B Team fyrir nokkrum árum en hvaða fyrirbæri er það. B Team hefur náð fyrsta starfsáratug sínum og á borði B Team eru Loftslags og umhverfismál, jafnréttismál og jöfnuður gott siðferði, og ábyrgir stjórnarhættir. Þegar Halla hóf sín störf hjá B Team voru Gro Harlem Bruntland fyrrum forsætisráðherra Noregs og Mary Robinson fyrrverandi foseti Írlands báðar í stjórn teymisins. Þá hafði Gro Harlem lengi verið ein af stóru fyrirmyndum mínum . Mér fannst spennandi að Halla Tómasdóttir færi að vinna með þessum öflugu forystukonum auk fleiri slíkum og ég trúi að vinnan í B Team og samvinnan með öllu því öfluga forystufólki sem þar starfar sé ómetanleg reynsla og veganesti í starf forseta. Frumkvöðull Halla Tómasdóttir ólst upp á Kársnesinu í Kópavogi. Hún fékk gott veganesti að heiman og varð rekstrarhagfræðingur og fyrirlesari. Í henni bjó frumkvöðull sem átti ríkan þátt í að HR varð til, að fjármálafyrirtæki kvenna varð til, að Auður í krafti kvenna varð til, að þjóðfundurinn varð til. Hún hefur búið bæði heima og erlendis og öðlast mikilvæga þekkingu og víðsýni á síðari árum. Þjóðfélagið okkar er gjörbreytt. Mismunun eykst og mikil átök um gildi. Þörfin fyrir sterkar og góðar fyrirmyndir er rík. Mig langar til að í þessum forsetakosningum fáum við reynslumikla og víðsýna konu sem forseta á Bessasataði. Halla Tómasdóttir er þessi víðsýna kona og sterka fyrirmynd sem við þurfum núna á Bessastaði. Höfundur er fyrrverandi þingkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég ætla að kjósa Höllu Tómasdóttur í forsetakosningunum í vor. Ég átti því láni að fagna að kynnast Höllu Tómasdóttur fyrir átta árum þegar ég gekk til liðs við framboð hennar þá. Ég kynntist áræðni og hugrekki sem var eins og rauður þráður í öllu sem frá henni kom, því sem hún hafði að segja og um hvert hún vildi stefna. Mér fannst ég þekkja gildin að heiman sem hún sagði frá. Gildin frá alþýðuheimilinu um að standa saman, standa sig, hlúa að og virða minni máttar, gera vel. Foreldrar Höllu voru vinnuforkar pabbinn Tómas pípari og mamman Kristjana sjúkraþjálfari á Kópavogshælinu og þar lágu leiðir okkar tveggja saman vegna sameiginlegs áhuga á aðbúnaði fatlaðra íbúa á hælinu og seinna útskriftum þar. Hugrekki Halla Tómasdóttir talar oft um hugrekkið og mörg okkar þekkjum hvað skortur á því hefur viljað stoppa okkur af gegnum árin. Bókin hennar “Hugrekki til að hafa áhrif” er merkilegt framlag og á erindi við unga og eldri. Ég vil árétta hvað það er mikilvægt að Halla Tómasdóttir sem hefur náð svona miklum árangri með líf sitt, staðið fyrir og hrint ótrúlega miklu í framkvæmd sé að veita öðrum hvatningu og leiðsögn í að þora. Ég ætla ekki að gera bókinni skil hér en mig langar þó að nefna nokkrar fyrirsagnir í kjarkæfingunum: Veldu þína eigin leið. Reyndu eitthvað nýtt reglulega, Stattu fyrir það sem rétt er, Ekki hunsa óttann, Vertu óþekk(ur), Forðastu samanburð, Ekki dvelja við hindranir, Myndaðu þitt hurekkissamfélag, og Hannaðu líf þitt. Þarna eru vísbendingar til ástands sem allt of mörgum getur þótt erfitt.. Forystukona Halla Tómasdóttir varð forstjóri B Team fyrir nokkrum árum en hvaða fyrirbæri er það. B Team hefur náð fyrsta starfsáratug sínum og á borði B Team eru Loftslags og umhverfismál, jafnréttismál og jöfnuður gott siðferði, og ábyrgir stjórnarhættir. Þegar Halla hóf sín störf hjá B Team voru Gro Harlem Bruntland fyrrum forsætisráðherra Noregs og Mary Robinson fyrrverandi foseti Írlands báðar í stjórn teymisins. Þá hafði Gro Harlem lengi verið ein af stóru fyrirmyndum mínum . Mér fannst spennandi að Halla Tómasdóttir færi að vinna með þessum öflugu forystukonum auk fleiri slíkum og ég trúi að vinnan í B Team og samvinnan með öllu því öfluga forystufólki sem þar starfar sé ómetanleg reynsla og veganesti í starf forseta. Frumkvöðull Halla Tómasdóttir ólst upp á Kársnesinu í Kópavogi. Hún fékk gott veganesti að heiman og varð rekstrarhagfræðingur og fyrirlesari. Í henni bjó frumkvöðull sem átti ríkan þátt í að HR varð til, að fjármálafyrirtæki kvenna varð til, að Auður í krafti kvenna varð til, að þjóðfundurinn varð til. Hún hefur búið bæði heima og erlendis og öðlast mikilvæga þekkingu og víðsýni á síðari árum. Þjóðfélagið okkar er gjörbreytt. Mismunun eykst og mikil átök um gildi. Þörfin fyrir sterkar og góðar fyrirmyndir er rík. Mig langar til að í þessum forsetakosningum fáum við reynslumikla og víðsýna konu sem forseta á Bessasataði. Halla Tómasdóttir er þessi víðsýna kona og sterka fyrirmynd sem við þurfum núna á Bessastaði. Höfundur er fyrrverandi þingkona.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun