Halla Tómasdóttir yrði góður forseti Rannveig Guðmundsdóttir skrifar 16. maí 2024 12:30 Ég ætla að kjósa Höllu Tómasdóttur í forsetakosningunum í vor. Ég átti því láni að fagna að kynnast Höllu Tómasdóttur fyrir átta árum þegar ég gekk til liðs við framboð hennar þá. Ég kynntist áræðni og hugrekki sem var eins og rauður þráður í öllu sem frá henni kom, því sem hún hafði að segja og um hvert hún vildi stefna. Mér fannst ég þekkja gildin að heiman sem hún sagði frá. Gildin frá alþýðuheimilinu um að standa saman, standa sig, hlúa að og virða minni máttar, gera vel. Foreldrar Höllu voru vinnuforkar pabbinn Tómas pípari og mamman Kristjana sjúkraþjálfari á Kópavogshælinu og þar lágu leiðir okkar tveggja saman vegna sameiginlegs áhuga á aðbúnaði fatlaðra íbúa á hælinu og seinna útskriftum þar. Hugrekki Halla Tómasdóttir talar oft um hugrekkið og mörg okkar þekkjum hvað skortur á því hefur viljað stoppa okkur af gegnum árin. Bókin hennar “Hugrekki til að hafa áhrif” er merkilegt framlag og á erindi við unga og eldri. Ég vil árétta hvað það er mikilvægt að Halla Tómasdóttir sem hefur náð svona miklum árangri með líf sitt, staðið fyrir og hrint ótrúlega miklu í framkvæmd sé að veita öðrum hvatningu og leiðsögn í að þora. Ég ætla ekki að gera bókinni skil hér en mig langar þó að nefna nokkrar fyrirsagnir í kjarkæfingunum: Veldu þína eigin leið. Reyndu eitthvað nýtt reglulega, Stattu fyrir það sem rétt er, Ekki hunsa óttann, Vertu óþekk(ur), Forðastu samanburð, Ekki dvelja við hindranir, Myndaðu þitt hurekkissamfélag, og Hannaðu líf þitt. Þarna eru vísbendingar til ástands sem allt of mörgum getur þótt erfitt.. Forystukona Halla Tómasdóttir varð forstjóri B Team fyrir nokkrum árum en hvaða fyrirbæri er það. B Team hefur náð fyrsta starfsáratug sínum og á borði B Team eru Loftslags og umhverfismál, jafnréttismál og jöfnuður gott siðferði, og ábyrgir stjórnarhættir. Þegar Halla hóf sín störf hjá B Team voru Gro Harlem Bruntland fyrrum forsætisráðherra Noregs og Mary Robinson fyrrverandi foseti Írlands báðar í stjórn teymisins. Þá hafði Gro Harlem lengi verið ein af stóru fyrirmyndum mínum . Mér fannst spennandi að Halla Tómasdóttir færi að vinna með þessum öflugu forystukonum auk fleiri slíkum og ég trúi að vinnan í B Team og samvinnan með öllu því öfluga forystufólki sem þar starfar sé ómetanleg reynsla og veganesti í starf forseta. Frumkvöðull Halla Tómasdóttir ólst upp á Kársnesinu í Kópavogi. Hún fékk gott veganesti að heiman og varð rekstrarhagfræðingur og fyrirlesari. Í henni bjó frumkvöðull sem átti ríkan þátt í að HR varð til, að fjármálafyrirtæki kvenna varð til, að Auður í krafti kvenna varð til, að þjóðfundurinn varð til. Hún hefur búið bæði heima og erlendis og öðlast mikilvæga þekkingu og víðsýni á síðari árum. Þjóðfélagið okkar er gjörbreytt. Mismunun eykst og mikil átök um gildi. Þörfin fyrir sterkar og góðar fyrirmyndir er rík. Mig langar til að í þessum forsetakosningum fáum við reynslumikla og víðsýna konu sem forseta á Bessasataði. Halla Tómasdóttir er þessi víðsýna kona og sterka fyrirmynd sem við þurfum núna á Bessastaði. Höfundur er fyrrverandi þingkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég ætla að kjósa Höllu Tómasdóttur í forsetakosningunum í vor. Ég átti því láni að fagna að kynnast Höllu Tómasdóttur fyrir átta árum þegar ég gekk til liðs við framboð hennar þá. Ég kynntist áræðni og hugrekki sem var eins og rauður þráður í öllu sem frá henni kom, því sem hún hafði að segja og um hvert hún vildi stefna. Mér fannst ég þekkja gildin að heiman sem hún sagði frá. Gildin frá alþýðuheimilinu um að standa saman, standa sig, hlúa að og virða minni máttar, gera vel. Foreldrar Höllu voru vinnuforkar pabbinn Tómas pípari og mamman Kristjana sjúkraþjálfari á Kópavogshælinu og þar lágu leiðir okkar tveggja saman vegna sameiginlegs áhuga á aðbúnaði fatlaðra íbúa á hælinu og seinna útskriftum þar. Hugrekki Halla Tómasdóttir talar oft um hugrekkið og mörg okkar þekkjum hvað skortur á því hefur viljað stoppa okkur af gegnum árin. Bókin hennar “Hugrekki til að hafa áhrif” er merkilegt framlag og á erindi við unga og eldri. Ég vil árétta hvað það er mikilvægt að Halla Tómasdóttir sem hefur náð svona miklum árangri með líf sitt, staðið fyrir og hrint ótrúlega miklu í framkvæmd sé að veita öðrum hvatningu og leiðsögn í að þora. Ég ætla ekki að gera bókinni skil hér en mig langar þó að nefna nokkrar fyrirsagnir í kjarkæfingunum: Veldu þína eigin leið. Reyndu eitthvað nýtt reglulega, Stattu fyrir það sem rétt er, Ekki hunsa óttann, Vertu óþekk(ur), Forðastu samanburð, Ekki dvelja við hindranir, Myndaðu þitt hurekkissamfélag, og Hannaðu líf þitt. Þarna eru vísbendingar til ástands sem allt of mörgum getur þótt erfitt.. Forystukona Halla Tómasdóttir varð forstjóri B Team fyrir nokkrum árum en hvaða fyrirbæri er það. B Team hefur náð fyrsta starfsáratug sínum og á borði B Team eru Loftslags og umhverfismál, jafnréttismál og jöfnuður gott siðferði, og ábyrgir stjórnarhættir. Þegar Halla hóf sín störf hjá B Team voru Gro Harlem Bruntland fyrrum forsætisráðherra Noregs og Mary Robinson fyrrverandi foseti Írlands báðar í stjórn teymisins. Þá hafði Gro Harlem lengi verið ein af stóru fyrirmyndum mínum . Mér fannst spennandi að Halla Tómasdóttir færi að vinna með þessum öflugu forystukonum auk fleiri slíkum og ég trúi að vinnan í B Team og samvinnan með öllu því öfluga forystufólki sem þar starfar sé ómetanleg reynsla og veganesti í starf forseta. Frumkvöðull Halla Tómasdóttir ólst upp á Kársnesinu í Kópavogi. Hún fékk gott veganesti að heiman og varð rekstrarhagfræðingur og fyrirlesari. Í henni bjó frumkvöðull sem átti ríkan þátt í að HR varð til, að fjármálafyrirtæki kvenna varð til, að Auður í krafti kvenna varð til, að þjóðfundurinn varð til. Hún hefur búið bæði heima og erlendis og öðlast mikilvæga þekkingu og víðsýni á síðari árum. Þjóðfélagið okkar er gjörbreytt. Mismunun eykst og mikil átök um gildi. Þörfin fyrir sterkar og góðar fyrirmyndir er rík. Mig langar til að í þessum forsetakosningum fáum við reynslumikla og víðsýna konu sem forseta á Bessasataði. Halla Tómasdóttir er þessi víðsýna kona og sterka fyrirmynd sem við þurfum núna á Bessastaði. Höfundur er fyrrverandi þingkona.
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar