Tiger trúir enn á sjálfan sig: „Líður enn eins og ég geti unnið golfmót“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. maí 2024 23:30 Tiger Woods er klár í slaginn fyrir PGA Meistaramótið í golfi. Ross Kinnaird/Getty Images Tiger Woods, einn besti kylfingur allra tíma, hefur enn trú á því að hann geti unnið sinn sextánda risatitil þegar PGA-meistaramótið í golfi fer fram um helgina. Þessi fyrrum efsti maður heimslistans hélt áfram að skrifa söguna í síðasta mánuði þegar hann komst í gegnum niðurskurinn á The Masters 24. árið í röð. Hann endaði þó að lokum í neðsta sæti af þeim sem komust í gegn. Woods greindi hins vegar frá því á The Masters að hann ætlaði sér að taka þátt á öllum risamótum ársins í fyrsta sinn síðan 2019. Hinn 48 ára gamli Tiger Woods segist ætla að taka það jákvæða með sér af The Masters yfir á PGA-meistaramótið. Tiger Woods has arrived at the 2024 PGA Championship 🐅#PGAChamp pic.twitter.com/RPX1KlKzyo— PGA Championship (@PGAChampionship) May 12, 2024 „Mér líður enn eins og ég geti unnið golfmót. Mér líður enn eins og ég geti tekið þessi högg, eins og ég geti stjórnað stutta spilinu í kringum flatirnar og að ég geti púttað. Ég þarf bara að gera þetta alla fjóra dagana í staðin fyrir að gera þetta bara tvo daga eins og á The Masters,“ sagði Woods. PGA-meistaramótið hefst á morgun, fimmtudag og verður í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Bein útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport 4. PGA-meistaramótið Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Þessi fyrrum efsti maður heimslistans hélt áfram að skrifa söguna í síðasta mánuði þegar hann komst í gegnum niðurskurinn á The Masters 24. árið í röð. Hann endaði þó að lokum í neðsta sæti af þeim sem komust í gegn. Woods greindi hins vegar frá því á The Masters að hann ætlaði sér að taka þátt á öllum risamótum ársins í fyrsta sinn síðan 2019. Hinn 48 ára gamli Tiger Woods segist ætla að taka það jákvæða með sér af The Masters yfir á PGA-meistaramótið. Tiger Woods has arrived at the 2024 PGA Championship 🐅#PGAChamp pic.twitter.com/RPX1KlKzyo— PGA Championship (@PGAChampionship) May 12, 2024 „Mér líður enn eins og ég geti unnið golfmót. Mér líður enn eins og ég geti tekið þessi högg, eins og ég geti stjórnað stutta spilinu í kringum flatirnar og að ég geti púttað. Ég þarf bara að gera þetta alla fjóra dagana í staðin fyrir að gera þetta bara tvo daga eins og á The Masters,“ sagði Woods. PGA-meistaramótið hefst á morgun, fimmtudag og verður í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Bein útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport 4.
PGA-meistaramótið Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira