„Ég kýs homma“ Óli Gunnar Gunnarsson skrifar 15. maí 2024 16:01 Árið 1980 brutum við Íslendingar í sögunni blað þegar við kusum Vigdísi Finnbogadóttur sem forseta. Var hún þar með fyrsta kona heims sem var lýðræðislega kjörin til að gegna hlutverki þjóðhöfðingja. Aðeins fimm árum eftir fyrsta kvennafrídaginn - sem er dálítið magnað ef við pælum í því. Auðvitað var ég ekki fæddur á þeim tíma en ég get ímyndað mér að framboðið hennar hafi ekki verið auðvelt, verandi fyrsta kona Íslandssögunnar til að gefa kost á sér til forseta (ég hlakka bara til að sjá væntanlega sjónvarpsseríu um líf hennar og feril til að læra meira). En ég get rétt svo ímyndað mér hvað sigur hennar árið 1980 veitti mikinn innblástur bæði hér á landi og erlendis. Í ár er aðeins einn frambjóðandi sem veitir mér innblástur. Einn frambjóðandi sem minnir mig á sögu Vigdísar. Einn frambjóðandi sem getur brotið blað í sögunni. Baldur Þórhallsson getur orðið fyrsti samkynhneigði þjóðkjörni landshöfðingi sögunnar. Mér finnst við ekki ræða þetta nóg. Hvað þetta er mögulega stórt augnablik fyrir okkur sem þjóð. Auðvitað er Baldur fullkomlega hæfur í þetta starf ofan á allt annað. Hann er prófessor í stjórnmálafræði sem sérhæfir sig í stöðu smáþjóða á heimsvísu (lestu þessa setningu aftur). Hann er hjartahlýr, gáfaður, sanngjarn og traustur. Svo er makinn hans alveg jafn frábær í alla staði og frábær söngvari í þokkabót! Saman mynda þeir eina fallegustu fjölskyldu sem ég get ímyndað mér - ekki þrátt fyrir, heldur einmitt vegna þess að hún er hinsegin. Við megum ræða þetta. Við verðum að ræða þetta. Fordómafulla liðið (sem er því miður ennþá allt of fjölmennt) leyfir sér að tala um hinseginleikann sem galla. Við eigum þvert á móti að benda á kosti hinseginleikans. Ísland gæti orðið að leiðarljósi þegar kemur að mannréttindum. Baldur gæti heimsótt lönd þar sem samkynhneigð er ólögleg - sem lýðræðislega kjörinn þjóðhöfðingi. Hann gæti veitt fólki innblástur um allan heim. „Það á ekki að kjósa mig því ég er kona, það á að kjósa mig því ég er maður,“ sagði Vigdís. Með fullri virðingu hefði ég kosið hana vegna hvoru tveggja. Og í ár er valið mitt einfalt. Ég kýs prófessor. Ég kýs pabba. Ég kýs mann. Ég kýs homma. Ég kýs Baldur. Höfundur er leikskáld og leikari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Sjá meira
Árið 1980 brutum við Íslendingar í sögunni blað þegar við kusum Vigdísi Finnbogadóttur sem forseta. Var hún þar með fyrsta kona heims sem var lýðræðislega kjörin til að gegna hlutverki þjóðhöfðingja. Aðeins fimm árum eftir fyrsta kvennafrídaginn - sem er dálítið magnað ef við pælum í því. Auðvitað var ég ekki fæddur á þeim tíma en ég get ímyndað mér að framboðið hennar hafi ekki verið auðvelt, verandi fyrsta kona Íslandssögunnar til að gefa kost á sér til forseta (ég hlakka bara til að sjá væntanlega sjónvarpsseríu um líf hennar og feril til að læra meira). En ég get rétt svo ímyndað mér hvað sigur hennar árið 1980 veitti mikinn innblástur bæði hér á landi og erlendis. Í ár er aðeins einn frambjóðandi sem veitir mér innblástur. Einn frambjóðandi sem minnir mig á sögu Vigdísar. Einn frambjóðandi sem getur brotið blað í sögunni. Baldur Þórhallsson getur orðið fyrsti samkynhneigði þjóðkjörni landshöfðingi sögunnar. Mér finnst við ekki ræða þetta nóg. Hvað þetta er mögulega stórt augnablik fyrir okkur sem þjóð. Auðvitað er Baldur fullkomlega hæfur í þetta starf ofan á allt annað. Hann er prófessor í stjórnmálafræði sem sérhæfir sig í stöðu smáþjóða á heimsvísu (lestu þessa setningu aftur). Hann er hjartahlýr, gáfaður, sanngjarn og traustur. Svo er makinn hans alveg jafn frábær í alla staði og frábær söngvari í þokkabót! Saman mynda þeir eina fallegustu fjölskyldu sem ég get ímyndað mér - ekki þrátt fyrir, heldur einmitt vegna þess að hún er hinsegin. Við megum ræða þetta. Við verðum að ræða þetta. Fordómafulla liðið (sem er því miður ennþá allt of fjölmennt) leyfir sér að tala um hinseginleikann sem galla. Við eigum þvert á móti að benda á kosti hinseginleikans. Ísland gæti orðið að leiðarljósi þegar kemur að mannréttindum. Baldur gæti heimsótt lönd þar sem samkynhneigð er ólögleg - sem lýðræðislega kjörinn þjóðhöfðingi. Hann gæti veitt fólki innblástur um allan heim. „Það á ekki að kjósa mig því ég er kona, það á að kjósa mig því ég er maður,“ sagði Vigdís. Með fullri virðingu hefði ég kosið hana vegna hvoru tveggja. Og í ár er valið mitt einfalt. Ég kýs prófessor. Ég kýs pabba. Ég kýs mann. Ég kýs homma. Ég kýs Baldur. Höfundur er leikskáld og leikari.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun