Takk Ísland fyrir upplýsandi kosningabaráttu! Tómas Ellert Tómasson skrifar 15. maí 2024 12:00 Baráttan um Bessastaði hefur verið mjög upplýsandi fyrir mig og aðra þá íslendinga sem aðhyllast lýðræði og að Ísland sé friðsælt starfandi lýðræðisríki í orðum og gjörðum. En nú er vá fyrir dyrum. Í framboði til forseta Íslands er fyrrv. forsætisráðherra sem misnotað hefur og dregið hefur fólk að ósekju fyrir Landsdóm auk þess að beita sér fyrir vopnakaupum til aðila í stríðsátökum. Fyrrv. forsætisráðherra er helst talið það til tekna af sínum stuðningsmönnum að hafa yfirburða þekkingu á opinberri stjórnsýslu umfram aðra frambjóðendur og að geta leitt ólíka hópa saman til lausnar á málum auk þess að kunna nokkur töfrabrögð. Ég véfengi það ekkert sérstaklega. Eru þessir eiginleikar sem að fyrrv. forsætisráðherra eru taldir til tekna af sínum stuðningsmönnum það sem mestu máli skiptir að Forseti Íslands þurfi að hafa til að valda embættinu? Stutta svarið við spurningunni er NEI. Helstu verkefni Forsetans eru að heimsækja þjóðina og bjóða henni á Bessastaði auk þess að styðja við og liðsinna ýmiskonar félagasamtökum og fyrirtækjum sem talin eru gagnleg þjóðinni og að vinna að landkynningu oftast í samráði við Utanríkisþjónustuna auk þess að flytja ræður sem ná eyrum margra s.s. nýársávarp og við þingsetningu. Nánar um helstu verkefni forseta Íslands má sjá hér. Það er ekki á verkefnalista forseta að taka þátt í kappræðum, hvorki á vegum íslenskra fjölmiðla eða menntaskóla. Hvað varðar þann víðfræga málskotsrétt sem mikið er til umfjöllunar samhliða þessum kosningum að þá treysti ég öllum þeim ellefu forsetaframbjóðendum betur til þess en fyrrv. forsætisráðherra til að beita honum með skynsamlegum hætti. Ég gerði þau mistök að fetta fingur út í stuðning þekkts verkalýðsleiðtoga við framboð fyrrv. forsætisráðherra. Ég gerði einnig þau mistök að fetta fingur út í verklag einstaka hörundsárra og hortuga fjölmiðlamenn og þann part af Sjálfstæðisflokknum sáluga sem er slétt sama um þó fyrrverandi forystumaður flokksins hafi verið dreginn fyrir Landsdóm af fyrrv. forsætisráðherra að ósekju. Það hefði ég ekki átt að gera ásamt hundruðum annarra lýðræðiselskandi íslendingum og biðst afsökunar á þessum gjörningum mínum. Leyfum þeim sem aðhyllast ráðstjórn og valdboð auk undirlægja valdhafa að flykkjast óáreitt fram til stuðnings við framboð fyrrv. forsætisráðherra. Þannig fáum best séð nöfn þeirra og andlit. Og takk fyrir að upplýsa mig kæru stuðningsmenn fyrrv. forsætisráðherra um það hverjir þið eruð. Höfundur er byggingarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Sjá meira
Baráttan um Bessastaði hefur verið mjög upplýsandi fyrir mig og aðra þá íslendinga sem aðhyllast lýðræði og að Ísland sé friðsælt starfandi lýðræðisríki í orðum og gjörðum. En nú er vá fyrir dyrum. Í framboði til forseta Íslands er fyrrv. forsætisráðherra sem misnotað hefur og dregið hefur fólk að ósekju fyrir Landsdóm auk þess að beita sér fyrir vopnakaupum til aðila í stríðsátökum. Fyrrv. forsætisráðherra er helst talið það til tekna af sínum stuðningsmönnum að hafa yfirburða þekkingu á opinberri stjórnsýslu umfram aðra frambjóðendur og að geta leitt ólíka hópa saman til lausnar á málum auk þess að kunna nokkur töfrabrögð. Ég véfengi það ekkert sérstaklega. Eru þessir eiginleikar sem að fyrrv. forsætisráðherra eru taldir til tekna af sínum stuðningsmönnum það sem mestu máli skiptir að Forseti Íslands þurfi að hafa til að valda embættinu? Stutta svarið við spurningunni er NEI. Helstu verkefni Forsetans eru að heimsækja þjóðina og bjóða henni á Bessastaði auk þess að styðja við og liðsinna ýmiskonar félagasamtökum og fyrirtækjum sem talin eru gagnleg þjóðinni og að vinna að landkynningu oftast í samráði við Utanríkisþjónustuna auk þess að flytja ræður sem ná eyrum margra s.s. nýársávarp og við þingsetningu. Nánar um helstu verkefni forseta Íslands má sjá hér. Það er ekki á verkefnalista forseta að taka þátt í kappræðum, hvorki á vegum íslenskra fjölmiðla eða menntaskóla. Hvað varðar þann víðfræga málskotsrétt sem mikið er til umfjöllunar samhliða þessum kosningum að þá treysti ég öllum þeim ellefu forsetaframbjóðendum betur til þess en fyrrv. forsætisráðherra til að beita honum með skynsamlegum hætti. Ég gerði þau mistök að fetta fingur út í stuðning þekkts verkalýðsleiðtoga við framboð fyrrv. forsætisráðherra. Ég gerði einnig þau mistök að fetta fingur út í verklag einstaka hörundsárra og hortuga fjölmiðlamenn og þann part af Sjálfstæðisflokknum sáluga sem er slétt sama um þó fyrrverandi forystumaður flokksins hafi verið dreginn fyrir Landsdóm af fyrrv. forsætisráðherra að ósekju. Það hefði ég ekki átt að gera ásamt hundruðum annarra lýðræðiselskandi íslendingum og biðst afsökunar á þessum gjörningum mínum. Leyfum þeim sem aðhyllast ráðstjórn og valdboð auk undirlægja valdhafa að flykkjast óáreitt fram til stuðnings við framboð fyrrv. forsætisráðherra. Þannig fáum best séð nöfn þeirra og andlit. Og takk fyrir að upplýsa mig kæru stuðningsmenn fyrrv. forsætisráðherra um það hverjir þið eruð. Höfundur er byggingarverkfræðingur.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar