Mynda þurfti ríkisstjórn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 15. maí 2024 09:30 Haustið 1944 var mynduð ríkisstjórn undir forsæti Ólafs Thors, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem hlaut síðar nafnið Nýsköpunarstjórnin. Aðild að stjórninni áttu einnig Alþýðuflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn. Samstarf Sjálfstæðisflokksins við Sósíalistaflokkinn var mjög umdeilt sem birtist meðal annars í því að nokkrir þingmenn sjálfstæðismanna studdu ekki stjórnina. Þá var ekki síður deilt um það í röðum sósíalista. Mikilvægt þótti að hægt yrði að mynda ríkisstjórn sem hefði þingmeirihluta að baki sér en frá árinu 1942 hafði utanþingsstjórn setið vegna þess að stjórnmálaflokkarnir höfðu ekki getað komið sér saman um stjórnarmyndun. Ekki sízt þar sem Framsóknarflokkurinn hafði útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn þar sem sjálfstæðismenn höfðu beitt sér fyrir leiðréttingu atkvæðavægis sem kom framsóknarmönnum afar illa. Við þetta bættist að hin mesta hneisa þótti að lýðveldið hefði verið stofnað þá um sumarið með utanþingsstjórn við völd. Varð það til þess að forystumenn Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins töldu rétt að sýna þá ábyrgð að íhuga stjórnarsamstarf sem væri fyrsti kostur hvorugs aðila og hefði við aðrar aðstæður ekki komið til greina. Binda þyrfti endi á stjórnarkreppuna sem getið hefði af sér utanþingsstjórnina. Vangaveltur uppi um utanþingsstjórn Haustið 2017 að loknum þingkosningum stóðu stjórnmálamenn frammi fyrir þeirri stöðu að ekki yrði einfalt að mynda ríkisstjórn. Kosið hafði einnig verið ári fyrr og tekið langan tíma að mynda ríkisstjórn. Fyrir vikið voru jafnvel uppi vangaveltur um það hvort til þess gæti mögulega komið að utanþingsstjórn yrði skipuð. Ekki hjálpaði að ýmsir stjórnmálaflokkar, þar á meðal VG, höfðu útilokað samstarf við tiltekna flokka. Fór svo að lokum að Sjálfstæðisflokkurinn myndaði ríkisstjórn með Viðreisn og Bjartri framtíð með tæpan þingmeirihluta sem sprakk síðan nokkrum mánuðum síðar. Fyrir vikið taldi forysta VG undir forystu Katrínar Jakobsdóttur að ekki væri ábyrgt að útiloka samstarf við aðra flokka fyrir kosningarnar 2017. Fyrsti kosturinn var að reyna að mynda fimm flokka stjórn frá miðju til vinstri sem reyndist ekki mögulegt. Talið var fyrir vikið að láta yrði reyna á hinn möguleikann í stöðunni. Samstarf Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og VG. Hvorki forystumenn Sjálfstæðisflokksins né VG litu á samstarfið sem fyrsta kost frekar en forystumenn Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins 1944. Hins vegar þyrfti að mynda ríkisstjórn líkt og þá. Fjórum árum síðar reyndist staðan litlu betri og samstarfið því endurnýjað. Tryggja þurfti starfhæfa ríkisstjórn Frá því að stjórnarsamstarfið við VG hófst fyrst 2017 hefur forysta Sjálfstæðisflokksins setið undir mikilli gagnrýni úr röðum sjálfstæðismanna fyrir það að nánast ekkert af stefnumálum flokksins hafi náð fram að ganga. Á sama tíma hefur forysta VG verið sökuð um það sama úr röðum vinstri grænna. Hvort tveggja getur eðli málsins samkvæmt ekki verið rétt. Vitanlega hefur allajafna verið farinn einhver millivegur. Ég átti samtal við Katrínu um stjórnarmyndunina 2017 þegar hún var í gangi. Samstarf við Sjálfstæðisflokkinn var sannarlega ekki óskastjórn hennar og hún gerði sér grein fyrir því að það myndi sæta gagnrýni ef af því yrði en á sama tíma tók hún þá ábyrgð stjórnmálamanna mjög alvarlega að reyna að mynda starfhæfa ríkisstjórn úr þeim efnivið sem kosningarnar hefðu skilað sem bauð hins vegar ekki upp á marga kosti. Katrín hafði á orði að ekki væri hægt að bjóða kjósendum upp á það að kjósa á hverju ári. Stjórnmálamenn yrðu að rísa undir ábyrgð sinni í þeim efnum og það vildi hún gera. Katrín hefur sagt að hún sé vel meðvituð um það að hún sé umdeild sem er einfaldlega afleiðing þess að hafa staðið í stafni og þurft að taka ýmsar erfiðar ákvarðanir. Það er enda það sem forystumenn þurfa að geta gert. Þar á meðal forseti lýðveldisins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Sjá meira
Haustið 1944 var mynduð ríkisstjórn undir forsæti Ólafs Thors, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem hlaut síðar nafnið Nýsköpunarstjórnin. Aðild að stjórninni áttu einnig Alþýðuflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn. Samstarf Sjálfstæðisflokksins við Sósíalistaflokkinn var mjög umdeilt sem birtist meðal annars í því að nokkrir þingmenn sjálfstæðismanna studdu ekki stjórnina. Þá var ekki síður deilt um það í röðum sósíalista. Mikilvægt þótti að hægt yrði að mynda ríkisstjórn sem hefði þingmeirihluta að baki sér en frá árinu 1942 hafði utanþingsstjórn setið vegna þess að stjórnmálaflokkarnir höfðu ekki getað komið sér saman um stjórnarmyndun. Ekki sízt þar sem Framsóknarflokkurinn hafði útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn þar sem sjálfstæðismenn höfðu beitt sér fyrir leiðréttingu atkvæðavægis sem kom framsóknarmönnum afar illa. Við þetta bættist að hin mesta hneisa þótti að lýðveldið hefði verið stofnað þá um sumarið með utanþingsstjórn við völd. Varð það til þess að forystumenn Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins töldu rétt að sýna þá ábyrgð að íhuga stjórnarsamstarf sem væri fyrsti kostur hvorugs aðila og hefði við aðrar aðstæður ekki komið til greina. Binda þyrfti endi á stjórnarkreppuna sem getið hefði af sér utanþingsstjórnina. Vangaveltur uppi um utanþingsstjórn Haustið 2017 að loknum þingkosningum stóðu stjórnmálamenn frammi fyrir þeirri stöðu að ekki yrði einfalt að mynda ríkisstjórn. Kosið hafði einnig verið ári fyrr og tekið langan tíma að mynda ríkisstjórn. Fyrir vikið voru jafnvel uppi vangaveltur um það hvort til þess gæti mögulega komið að utanþingsstjórn yrði skipuð. Ekki hjálpaði að ýmsir stjórnmálaflokkar, þar á meðal VG, höfðu útilokað samstarf við tiltekna flokka. Fór svo að lokum að Sjálfstæðisflokkurinn myndaði ríkisstjórn með Viðreisn og Bjartri framtíð með tæpan þingmeirihluta sem sprakk síðan nokkrum mánuðum síðar. Fyrir vikið taldi forysta VG undir forystu Katrínar Jakobsdóttur að ekki væri ábyrgt að útiloka samstarf við aðra flokka fyrir kosningarnar 2017. Fyrsti kosturinn var að reyna að mynda fimm flokka stjórn frá miðju til vinstri sem reyndist ekki mögulegt. Talið var fyrir vikið að láta yrði reyna á hinn möguleikann í stöðunni. Samstarf Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og VG. Hvorki forystumenn Sjálfstæðisflokksins né VG litu á samstarfið sem fyrsta kost frekar en forystumenn Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins 1944. Hins vegar þyrfti að mynda ríkisstjórn líkt og þá. Fjórum árum síðar reyndist staðan litlu betri og samstarfið því endurnýjað. Tryggja þurfti starfhæfa ríkisstjórn Frá því að stjórnarsamstarfið við VG hófst fyrst 2017 hefur forysta Sjálfstæðisflokksins setið undir mikilli gagnrýni úr röðum sjálfstæðismanna fyrir það að nánast ekkert af stefnumálum flokksins hafi náð fram að ganga. Á sama tíma hefur forysta VG verið sökuð um það sama úr röðum vinstri grænna. Hvort tveggja getur eðli málsins samkvæmt ekki verið rétt. Vitanlega hefur allajafna verið farinn einhver millivegur. Ég átti samtal við Katrínu um stjórnarmyndunina 2017 þegar hún var í gangi. Samstarf við Sjálfstæðisflokkinn var sannarlega ekki óskastjórn hennar og hún gerði sér grein fyrir því að það myndi sæta gagnrýni ef af því yrði en á sama tíma tók hún þá ábyrgð stjórnmálamanna mjög alvarlega að reyna að mynda starfhæfa ríkisstjórn úr þeim efnivið sem kosningarnar hefðu skilað sem bauð hins vegar ekki upp á marga kosti. Katrín hafði á orði að ekki væri hægt að bjóða kjósendum upp á það að kjósa á hverju ári. Stjórnmálamenn yrðu að rísa undir ábyrgð sinni í þeim efnum og það vildi hún gera. Katrín hefur sagt að hún sé vel meðvituð um það að hún sé umdeild sem er einfaldlega afleiðing þess að hafa staðið í stafni og þurft að taka ýmsar erfiðar ákvarðanir. Það er enda það sem forystumenn þurfa að geta gert. Þar á meðal forseti lýðveldisins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun