Mynda þurfti ríkisstjórn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 15. maí 2024 09:30 Haustið 1944 var mynduð ríkisstjórn undir forsæti Ólafs Thors, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem hlaut síðar nafnið Nýsköpunarstjórnin. Aðild að stjórninni áttu einnig Alþýðuflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn. Samstarf Sjálfstæðisflokksins við Sósíalistaflokkinn var mjög umdeilt sem birtist meðal annars í því að nokkrir þingmenn sjálfstæðismanna studdu ekki stjórnina. Þá var ekki síður deilt um það í röðum sósíalista. Mikilvægt þótti að hægt yrði að mynda ríkisstjórn sem hefði þingmeirihluta að baki sér en frá árinu 1942 hafði utanþingsstjórn setið vegna þess að stjórnmálaflokkarnir höfðu ekki getað komið sér saman um stjórnarmyndun. Ekki sízt þar sem Framsóknarflokkurinn hafði útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn þar sem sjálfstæðismenn höfðu beitt sér fyrir leiðréttingu atkvæðavægis sem kom framsóknarmönnum afar illa. Við þetta bættist að hin mesta hneisa þótti að lýðveldið hefði verið stofnað þá um sumarið með utanþingsstjórn við völd. Varð það til þess að forystumenn Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins töldu rétt að sýna þá ábyrgð að íhuga stjórnarsamstarf sem væri fyrsti kostur hvorugs aðila og hefði við aðrar aðstæður ekki komið til greina. Binda þyrfti endi á stjórnarkreppuna sem getið hefði af sér utanþingsstjórnina. Vangaveltur uppi um utanþingsstjórn Haustið 2017 að loknum þingkosningum stóðu stjórnmálamenn frammi fyrir þeirri stöðu að ekki yrði einfalt að mynda ríkisstjórn. Kosið hafði einnig verið ári fyrr og tekið langan tíma að mynda ríkisstjórn. Fyrir vikið voru jafnvel uppi vangaveltur um það hvort til þess gæti mögulega komið að utanþingsstjórn yrði skipuð. Ekki hjálpaði að ýmsir stjórnmálaflokkar, þar á meðal VG, höfðu útilokað samstarf við tiltekna flokka. Fór svo að lokum að Sjálfstæðisflokkurinn myndaði ríkisstjórn með Viðreisn og Bjartri framtíð með tæpan þingmeirihluta sem sprakk síðan nokkrum mánuðum síðar. Fyrir vikið taldi forysta VG undir forystu Katrínar Jakobsdóttur að ekki væri ábyrgt að útiloka samstarf við aðra flokka fyrir kosningarnar 2017. Fyrsti kosturinn var að reyna að mynda fimm flokka stjórn frá miðju til vinstri sem reyndist ekki mögulegt. Talið var fyrir vikið að láta yrði reyna á hinn möguleikann í stöðunni. Samstarf Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og VG. Hvorki forystumenn Sjálfstæðisflokksins né VG litu á samstarfið sem fyrsta kost frekar en forystumenn Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins 1944. Hins vegar þyrfti að mynda ríkisstjórn líkt og þá. Fjórum árum síðar reyndist staðan litlu betri og samstarfið því endurnýjað. Tryggja þurfti starfhæfa ríkisstjórn Frá því að stjórnarsamstarfið við VG hófst fyrst 2017 hefur forysta Sjálfstæðisflokksins setið undir mikilli gagnrýni úr röðum sjálfstæðismanna fyrir það að nánast ekkert af stefnumálum flokksins hafi náð fram að ganga. Á sama tíma hefur forysta VG verið sökuð um það sama úr röðum vinstri grænna. Hvort tveggja getur eðli málsins samkvæmt ekki verið rétt. Vitanlega hefur allajafna verið farinn einhver millivegur. Ég átti samtal við Katrínu um stjórnarmyndunina 2017 þegar hún var í gangi. Samstarf við Sjálfstæðisflokkinn var sannarlega ekki óskastjórn hennar og hún gerði sér grein fyrir því að það myndi sæta gagnrýni ef af því yrði en á sama tíma tók hún þá ábyrgð stjórnmálamanna mjög alvarlega að reyna að mynda starfhæfa ríkisstjórn úr þeim efnivið sem kosningarnar hefðu skilað sem bauð hins vegar ekki upp á marga kosti. Katrín hafði á orði að ekki væri hægt að bjóða kjósendum upp á það að kjósa á hverju ári. Stjórnmálamenn yrðu að rísa undir ábyrgð sinni í þeim efnum og það vildi hún gera. Katrín hefur sagt að hún sé vel meðvituð um það að hún sé umdeild sem er einfaldlega afleiðing þess að hafa staðið í stafni og þurft að taka ýmsar erfiðar ákvarðanir. Það er enda það sem forystumenn þurfa að geta gert. Þar á meðal forseti lýðveldisins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Haustið 1944 var mynduð ríkisstjórn undir forsæti Ólafs Thors, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem hlaut síðar nafnið Nýsköpunarstjórnin. Aðild að stjórninni áttu einnig Alþýðuflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn. Samstarf Sjálfstæðisflokksins við Sósíalistaflokkinn var mjög umdeilt sem birtist meðal annars í því að nokkrir þingmenn sjálfstæðismanna studdu ekki stjórnina. Þá var ekki síður deilt um það í röðum sósíalista. Mikilvægt þótti að hægt yrði að mynda ríkisstjórn sem hefði þingmeirihluta að baki sér en frá árinu 1942 hafði utanþingsstjórn setið vegna þess að stjórnmálaflokkarnir höfðu ekki getað komið sér saman um stjórnarmyndun. Ekki sízt þar sem Framsóknarflokkurinn hafði útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn þar sem sjálfstæðismenn höfðu beitt sér fyrir leiðréttingu atkvæðavægis sem kom framsóknarmönnum afar illa. Við þetta bættist að hin mesta hneisa þótti að lýðveldið hefði verið stofnað þá um sumarið með utanþingsstjórn við völd. Varð það til þess að forystumenn Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins töldu rétt að sýna þá ábyrgð að íhuga stjórnarsamstarf sem væri fyrsti kostur hvorugs aðila og hefði við aðrar aðstæður ekki komið til greina. Binda þyrfti endi á stjórnarkreppuna sem getið hefði af sér utanþingsstjórnina. Vangaveltur uppi um utanþingsstjórn Haustið 2017 að loknum þingkosningum stóðu stjórnmálamenn frammi fyrir þeirri stöðu að ekki yrði einfalt að mynda ríkisstjórn. Kosið hafði einnig verið ári fyrr og tekið langan tíma að mynda ríkisstjórn. Fyrir vikið voru jafnvel uppi vangaveltur um það hvort til þess gæti mögulega komið að utanþingsstjórn yrði skipuð. Ekki hjálpaði að ýmsir stjórnmálaflokkar, þar á meðal VG, höfðu útilokað samstarf við tiltekna flokka. Fór svo að lokum að Sjálfstæðisflokkurinn myndaði ríkisstjórn með Viðreisn og Bjartri framtíð með tæpan þingmeirihluta sem sprakk síðan nokkrum mánuðum síðar. Fyrir vikið taldi forysta VG undir forystu Katrínar Jakobsdóttur að ekki væri ábyrgt að útiloka samstarf við aðra flokka fyrir kosningarnar 2017. Fyrsti kosturinn var að reyna að mynda fimm flokka stjórn frá miðju til vinstri sem reyndist ekki mögulegt. Talið var fyrir vikið að láta yrði reyna á hinn möguleikann í stöðunni. Samstarf Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og VG. Hvorki forystumenn Sjálfstæðisflokksins né VG litu á samstarfið sem fyrsta kost frekar en forystumenn Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins 1944. Hins vegar þyrfti að mynda ríkisstjórn líkt og þá. Fjórum árum síðar reyndist staðan litlu betri og samstarfið því endurnýjað. Tryggja þurfti starfhæfa ríkisstjórn Frá því að stjórnarsamstarfið við VG hófst fyrst 2017 hefur forysta Sjálfstæðisflokksins setið undir mikilli gagnrýni úr röðum sjálfstæðismanna fyrir það að nánast ekkert af stefnumálum flokksins hafi náð fram að ganga. Á sama tíma hefur forysta VG verið sökuð um það sama úr röðum vinstri grænna. Hvort tveggja getur eðli málsins samkvæmt ekki verið rétt. Vitanlega hefur allajafna verið farinn einhver millivegur. Ég átti samtal við Katrínu um stjórnarmyndunina 2017 þegar hún var í gangi. Samstarf við Sjálfstæðisflokkinn var sannarlega ekki óskastjórn hennar og hún gerði sér grein fyrir því að það myndi sæta gagnrýni ef af því yrði en á sama tíma tók hún þá ábyrgð stjórnmálamanna mjög alvarlega að reyna að mynda starfhæfa ríkisstjórn úr þeim efnivið sem kosningarnar hefðu skilað sem bauð hins vegar ekki upp á marga kosti. Katrín hafði á orði að ekki væri hægt að bjóða kjósendum upp á það að kjósa á hverju ári. Stjórnmálamenn yrðu að rísa undir ábyrgð sinni í þeim efnum og það vildi hún gera. Katrín hefur sagt að hún sé vel meðvituð um það að hún sé umdeild sem er einfaldlega afleiðing þess að hafa staðið í stafni og þurft að taka ýmsar erfiðar ákvarðanir. Það er enda það sem forystumenn þurfa að geta gert. Þar á meðal forseti lýðveldisins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar