Lokað á börn í vanda Sigmar Guðmundsson skrifar 15. maí 2024 08:00 Þótt sumarið sé vissulega dýrmætara hér á Íslandi en víða annars staðar, þá er algerlega óverjandi að lykilstofnanir sem þjóna fárveiku fólki loki yfir sumartímann í sparnaðarskyni. Það á að loka meðferðardeild Stuðla í fjórar vikur í sumar frá 10. júlí til 8. ágúst. Þar hafa börn og unglingar fengið dýrmætan stuðning, meðal annars vegna hegðunar- og fíknivanda. Þetta er úrræði sem skiptir gríðarlegu máli fyrir börnin, ungmennin og fjölskyldur þeirra. Oft algert lykilúrræði í vanda sem í sumum tilfellum hefur verið óyfirstíganlegur hjá fjölskyldum. En við skellum í lás á sumrin. Þetta er auðvitað enn ein birtingarmynd þess hve þjónusta við fólk á öllum aldri, sem glímir við fíknisjúkdóm, er brothætt á Íslandi. Þær stofnanir sem veita þessa þjónustu, sem stundum skilur á milli lífs og dauða, búa við svo knappan fjárhag að það þarf að loka á sumrin. Þetta er sérstaklega nöturlegt þegar um er að ræða börn og ungmenni. Meðferðardeild Stuðla er sérhæft úrræði fyrir viðkvæman hóp sem má alls ekki við verri þjónustu. Ég efast ekki um að starfsfólk mun gera sitt besta til að grípa til annara ráða í þröngri stöðu til að aðstoða fjölskyldurnar sem reiða sig á þessa þjónustu. En það á ofur einfaldlega ekki að setja starfsfólkið í þá stöðu. En því miður er það þannig að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar birtist okkur svo skýrt með þessum hætti. Hver verður afleiðingin af þessu? Jú, langir biðlistar lengjast, vandinn færist til í tíma og álagið á kerfið eykst. Þjónusta við börn og ungmenni versnar og þau líða fyrir og þjást. Höfum eitt á hreinu. Sumar stofnanir er svo mikilvægar að þeim má ekki skella í lás á sumrin. Það gildir um meðferðardeild Stuðla og meðferðarstöðina Vík hjá SÁÁ en samt er lokað vegna fjárskorts. Í dag er 15 maí. Ég óttast að það sé orðið of seint að koma í veg fyrir lokun hjá Stuðlum, rétt eins og það er orðið of seint að koma í veg fyrir sumarlokun á Vík. Afleiðingarnar af þessu geta orðið mjög alvarlegar. Að loka á sumrin og lengja biðlista er vond stefna. Sorglegt sinnuleysi. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Fíkn Alþingi Félagsmál Mest lesið Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Sjá meira
Þótt sumarið sé vissulega dýrmætara hér á Íslandi en víða annars staðar, þá er algerlega óverjandi að lykilstofnanir sem þjóna fárveiku fólki loki yfir sumartímann í sparnaðarskyni. Það á að loka meðferðardeild Stuðla í fjórar vikur í sumar frá 10. júlí til 8. ágúst. Þar hafa börn og unglingar fengið dýrmætan stuðning, meðal annars vegna hegðunar- og fíknivanda. Þetta er úrræði sem skiptir gríðarlegu máli fyrir börnin, ungmennin og fjölskyldur þeirra. Oft algert lykilúrræði í vanda sem í sumum tilfellum hefur verið óyfirstíganlegur hjá fjölskyldum. En við skellum í lás á sumrin. Þetta er auðvitað enn ein birtingarmynd þess hve þjónusta við fólk á öllum aldri, sem glímir við fíknisjúkdóm, er brothætt á Íslandi. Þær stofnanir sem veita þessa þjónustu, sem stundum skilur á milli lífs og dauða, búa við svo knappan fjárhag að það þarf að loka á sumrin. Þetta er sérstaklega nöturlegt þegar um er að ræða börn og ungmenni. Meðferðardeild Stuðla er sérhæft úrræði fyrir viðkvæman hóp sem má alls ekki við verri þjónustu. Ég efast ekki um að starfsfólk mun gera sitt besta til að grípa til annara ráða í þröngri stöðu til að aðstoða fjölskyldurnar sem reiða sig á þessa þjónustu. En það á ofur einfaldlega ekki að setja starfsfólkið í þá stöðu. En því miður er það þannig að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar birtist okkur svo skýrt með þessum hætti. Hver verður afleiðingin af þessu? Jú, langir biðlistar lengjast, vandinn færist til í tíma og álagið á kerfið eykst. Þjónusta við börn og ungmenni versnar og þau líða fyrir og þjást. Höfum eitt á hreinu. Sumar stofnanir er svo mikilvægar að þeim má ekki skella í lás á sumrin. Það gildir um meðferðardeild Stuðla og meðferðarstöðina Vík hjá SÁÁ en samt er lokað vegna fjárskorts. Í dag er 15 maí. Ég óttast að það sé orðið of seint að koma í veg fyrir lokun hjá Stuðlum, rétt eins og það er orðið of seint að koma í veg fyrir sumarlokun á Vík. Afleiðingarnar af þessu geta orðið mjög alvarlegar. Að loka á sumrin og lengja biðlista er vond stefna. Sorglegt sinnuleysi. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar