Kosningar og kíghósti Hanna Katrín Friðriksson skrifar 10. maí 2024 10:01 Ég er ein þeirra fjölmörgu sem hvatti Baldur Þórhallsson til að gefa kost á sér í embætti forseta Íslands. Hann hefur enda allt til að bera að verða öflugur talsmaður Íslands innanlands sem utan. Við yrðum einfaldlega sterkara og ríkara samfélag með Baldur á Bessastöðum. Því ræður meðal annars yfirgripsmikil þekking hans, málefnadýpt, yfirvegun, hlýja og húmor. Ég vildi óska að tilgangur skrifa minna væri eingöngu að sannfæra enn fleiri landsmenn en þá sem nú vita hversu frábær kostur Baldur er sem forsetinn okkar. Þess í stað finn ég mig knúna til að tengja komandi forsetakosningar við kíghóstafaraldur en fjölmiðlar hafa undanfarið flutt af því fréttir hvernig kíghósti hefur breiðst út um höfuðborgarsvæðið. Við sem eldri erum munum vel eftir þessum smitsjúkdómi sem var algengur áður en bólusetningar barna urðu almennar. Við þekkjum muninn Þau eru eflaust einhver sem telja að umfjöllun um kynhneigð fólks og dylgjur um kynhegðun sé á pari við gagnrýna umfjöllun um meðferð valds eða pólitískar ákvarðanir þegar kemur að kosningaumfjöllun. Jafnvel einhver sem telja sér trú um að það felist ekki andstyggilegir fordómar í því að básúna þá skoðun sína í fjölmiðlum að fjölskylda Baldurs sé hvorki nægilega venjuleg né nægilega falleg fyrir Bessastaði. Ég veit hins vegar að mikill meirihluti fólks áttar sig mætavel á muninum. Gallinn er bara sá að líkt og með kíghóstann þá þarf ekki nema fáa óbólusetta til að fordómafaraldurinn breiðist út. Þau okkar sem hafa tekið þátt í baráttu fyrir eigin réttindum og annarra á síðustu árum og áratugum þekkja bakslag þegar þau sjá það. Það er meðal annars þess vegna sem Baldur ákvað að gefa kost á sér sem næsti forseti Íslands. Þegar lýðræðis- og mannréttindabakslag beggja vegna Atlantshafsins er staðreynd, þá er ekki í boði að breiða sængina yfir höfuð. Það eina sem gagnast er að spyrna á móti. Við þurfum að bólusetja börnin okkar gegn fordómum og viðhalda ónæmi fullorðinna til að koma í veg fyrir fordómafaraldur. Ekki leyfa örfáum einstaklingum að smita samfélagið. Þetta veit Baldur Þórhallsson og þess vegna er framboð hans til forseta Íslands svo mikilvægt. Þetta vitum við hin og þess vegna er atkvæði greitt Baldri svo mikilvægt. Ekki bara hommi Á þá bara að kjósa Baldur af því að hann er hommi? Ég veit ekki hvað oft ég hef fengið þessa spurningu, en það er allt í lagi. Svarið er nefnilega bæði einfalt og stutt: Nei, ekki frekar en þú ætlir að kjósa einhvern hinna 11 frambjóðendanna bara af því að þau eru gagnkynhneigð (nema þú ætlir einmitt að gera það og þá eigum við ekki mikið vantalað um þetta efni). Baldur yrði einfaldlega frábær forseti. Því ráða mannkostir hans, þekking, reynsla og sýn á íslenskt samfélag. Hann er farsæll fræðimaður sem hefur lagt mikla áherslu á að rannsaka stöðu smáríkja eins og Íslands og hvernig þau geta haft áhrif í alþjóðlegu samhengi, ekki síst með áherslu á friðsamlegar lausnir. Fyrir utan mannréttindamálin eru málefni barna og ungmenna Baldri sérstaklega hugleikin sem og málefni þeirra sem standa höllum fæti i samfélaginu. Það á ekkert að kjósa Baldur bara af því að hann er hommi. En við þurfum að gæta þess að leyfa ekki þessum örfáu óbólusettu að endurvekja faraldurinn sem fór svo illa með samfélagið okkar fyrir stuttu síðan. Hlustum ekki á fortíðarraus þeirra sem þrá gamla Ísland sem fyrst og fremst var hannað fyrir fólk eins og það sjálft. Höldum áfram að hlúa að samfélagi þar sem mannkostir fólks ráða tækifærunum. Þannig erum við sterkust. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég er ein þeirra fjölmörgu sem hvatti Baldur Þórhallsson til að gefa kost á sér í embætti forseta Íslands. Hann hefur enda allt til að bera að verða öflugur talsmaður Íslands innanlands sem utan. Við yrðum einfaldlega sterkara og ríkara samfélag með Baldur á Bessastöðum. Því ræður meðal annars yfirgripsmikil þekking hans, málefnadýpt, yfirvegun, hlýja og húmor. Ég vildi óska að tilgangur skrifa minna væri eingöngu að sannfæra enn fleiri landsmenn en þá sem nú vita hversu frábær kostur Baldur er sem forsetinn okkar. Þess í stað finn ég mig knúna til að tengja komandi forsetakosningar við kíghóstafaraldur en fjölmiðlar hafa undanfarið flutt af því fréttir hvernig kíghósti hefur breiðst út um höfuðborgarsvæðið. Við sem eldri erum munum vel eftir þessum smitsjúkdómi sem var algengur áður en bólusetningar barna urðu almennar. Við þekkjum muninn Þau eru eflaust einhver sem telja að umfjöllun um kynhneigð fólks og dylgjur um kynhegðun sé á pari við gagnrýna umfjöllun um meðferð valds eða pólitískar ákvarðanir þegar kemur að kosningaumfjöllun. Jafnvel einhver sem telja sér trú um að það felist ekki andstyggilegir fordómar í því að básúna þá skoðun sína í fjölmiðlum að fjölskylda Baldurs sé hvorki nægilega venjuleg né nægilega falleg fyrir Bessastaði. Ég veit hins vegar að mikill meirihluti fólks áttar sig mætavel á muninum. Gallinn er bara sá að líkt og með kíghóstann þá þarf ekki nema fáa óbólusetta til að fordómafaraldurinn breiðist út. Þau okkar sem hafa tekið þátt í baráttu fyrir eigin réttindum og annarra á síðustu árum og áratugum þekkja bakslag þegar þau sjá það. Það er meðal annars þess vegna sem Baldur ákvað að gefa kost á sér sem næsti forseti Íslands. Þegar lýðræðis- og mannréttindabakslag beggja vegna Atlantshafsins er staðreynd, þá er ekki í boði að breiða sængina yfir höfuð. Það eina sem gagnast er að spyrna á móti. Við þurfum að bólusetja börnin okkar gegn fordómum og viðhalda ónæmi fullorðinna til að koma í veg fyrir fordómafaraldur. Ekki leyfa örfáum einstaklingum að smita samfélagið. Þetta veit Baldur Þórhallsson og þess vegna er framboð hans til forseta Íslands svo mikilvægt. Þetta vitum við hin og þess vegna er atkvæði greitt Baldri svo mikilvægt. Ekki bara hommi Á þá bara að kjósa Baldur af því að hann er hommi? Ég veit ekki hvað oft ég hef fengið þessa spurningu, en það er allt í lagi. Svarið er nefnilega bæði einfalt og stutt: Nei, ekki frekar en þú ætlir að kjósa einhvern hinna 11 frambjóðendanna bara af því að þau eru gagnkynhneigð (nema þú ætlir einmitt að gera það og þá eigum við ekki mikið vantalað um þetta efni). Baldur yrði einfaldlega frábær forseti. Því ráða mannkostir hans, þekking, reynsla og sýn á íslenskt samfélag. Hann er farsæll fræðimaður sem hefur lagt mikla áherslu á að rannsaka stöðu smáríkja eins og Íslands og hvernig þau geta haft áhrif í alþjóðlegu samhengi, ekki síst með áherslu á friðsamlegar lausnir. Fyrir utan mannréttindamálin eru málefni barna og ungmenna Baldri sérstaklega hugleikin sem og málefni þeirra sem standa höllum fæti i samfélaginu. Það á ekkert að kjósa Baldur bara af því að hann er hommi. En við þurfum að gæta þess að leyfa ekki þessum örfáu óbólusettu að endurvekja faraldurinn sem fór svo illa með samfélagið okkar fyrir stuttu síðan. Hlustum ekki á fortíðarraus þeirra sem þrá gamla Ísland sem fyrst og fremst var hannað fyrir fólk eins og það sjálft. Höldum áfram að hlúa að samfélagi þar sem mannkostir fólks ráða tækifærunum. Þannig erum við sterkust. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun