Að tilheyra - Fjölmenningarþing Reykjavíkur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 6. maí 2024 19:01 Fjölmennt Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar var haldið á laugardaginn í Hinu húsinu í Elliðaárdal. Fjölmenningarþing hefur verið haldið allt frá árinu 2010. Að þessu sinni var yfirskrift þingsins ,,Að tilheyra“ eða „Belonging“ á ensku. Fjölmenningarþing er mikilvægur vettvangur virkrar umræðu sem snertir á málefnum innflytjenda og fólks af erlendum uppruna. Það er mikilvægt að innflytjendur hafi áhrif á aðgerðir og stefnumótun samfélagsins til að auðvelda inngildingu þeirra í samfélagið. Innflytjendur sjálfir eru best til þess fallnir að segja hvaða áskorunum þeir mæta í samfélaginu og því er mikilvægt að við komum saman til að eiga samtal. Heimurinn hefur breyst með breyttum samgöngum og alþjóðavæðingu. Íslendingar búa og starfa erlendis og fólk af erlendum uppruna sest hér að. Því heyrir sú einsleitni sem áður var sögunni til. Samsetning íbúa í Reykjavík og á landinu öll hefur tekið miklum breytingum með fjölgun innflytjenda – það er þróun sem ég tel hafa jákvæð áhrif bæði á efnahagslíf og menningarlega fjölbreytni og hefur gert okkar tilveru litríkari, betri og skemmtilegri - en því hafa líka fylgt áskoranir og verkefni. Við höfum sem samfélag þurft að styðja við og vinna að inngildingu nýrra íbúa sem sumir hverjir koma frá ólíkum menningarsvæðum. Einnig höfum við þurft að styðja við móðurmálskennslu barna sem og íslenskukennslu allra. Þetta er eitt af grundvallaratriðum í inngildingu og mikilvægt er að gera betur. Á síðustu árum hafa einmitt skapast tækifæri til að gera enn betur með nýrri tækni sem auðveldar fólki að læra íslensku. Ef við lítum til sögunar þá var fjöldi innflytjenda í Reykjavík 3,6% árið 2000 en í fyrra var þessi tala komin í 25%. Árið 2023 áttu 35.000 innflytjendur heima í Reykjavík - samanborið við 3935 árið 2000. Langflestir sem flytja hingað eru ungt fólk á aldrinum 20-40 ára og 25% hafa búið í Reykjavík í 11 ár eða lengur. Með öðrum orðum þá sest fólk hér að til langs tíma, og því er mikilvægt að styðja við það og stuðla að inngildingu þess. Þá búa 66,2% allra innflytjenda á Íslandi á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavík hefur verið leiðandi í þessum málaflokki og sett málefni innflytjenda á oddinn í sinni stefnumótun. Nýlega var samþykkt að búa til stefnu um fjölmenningarborgina Reykjavík og ég vona að sú vinna fari fljótt af stað. Þegar við hugleiðum staðreyndirnar um fjölmenningarborgina Reykjavík skulum við fagna jákvæðum áhrifum innflytjenda á borgina okkar. Innstreymi fjölbreyttra sjónarhorna, hæfileika og menningarauðgunar í Reykjavík gerir borgina líflegri, kraftmeiri og fjölþjóðlegri. Þó veldur sú skautun sem á sér stundum stað í umræðu um málefni innflytjenda vissum áhyggjum. Því er eitt af verkefnum okkar að vinna gegn fordómum í garð innflytjenda með aukinni fræðslu og þekkingu. Þess vegna er svo mikilvægt að hlusta, læra og fræðast eins og við gerum á fjölmenningarþingi. Ég sjálf var svo lánsöm að stunda nám í alþjóðlegum menntaskóla þar sem stunduðu nám 200 einstaklingar frá 95 löndum. Þó svo að við værum öll frá ólíkum löndum, ólíkum menningarsvæðum, töluðum ólík móðurmál og ástunduðum ólík trúarbrögð eða trúleysi - þá lærðist manni það fljótt að það er fleira sem sameinar okkur en það sem sundrar. Í allri umræðu um fjölmenningu þurfum við að muna að umfram allt erum við manneskjur og við þurfum að hafa mennskuna að leiðarljósi. Við þurfum öll að hafa það á tilfinningunni að það samfélag sem við búum í sé okkar samfélag. Okkur á að líða vel í samfélaginu okkar, vera stolt af því og upplifa að við höfum sömu tækifæri, óháð uppruna. Að finna að við tilheyrum samfélaginu okkar. Besta endurgjöfin sem ég fékk frá þinginu var frá ungum þinggesti sem sagði að loksins fékk hún hlustun frá fólki sem tengdi við hennar upplifun af því að vera tvítengd: „þarna voru einhverjir sem skildu mig.“ Takk fyrir frábært fjölmenningarþing! Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar og formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Fjölmenning Borgarstjórn Íslensk tunga Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Fjölmennt Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar var haldið á laugardaginn í Hinu húsinu í Elliðaárdal. Fjölmenningarþing hefur verið haldið allt frá árinu 2010. Að þessu sinni var yfirskrift þingsins ,,Að tilheyra“ eða „Belonging“ á ensku. Fjölmenningarþing er mikilvægur vettvangur virkrar umræðu sem snertir á málefnum innflytjenda og fólks af erlendum uppruna. Það er mikilvægt að innflytjendur hafi áhrif á aðgerðir og stefnumótun samfélagsins til að auðvelda inngildingu þeirra í samfélagið. Innflytjendur sjálfir eru best til þess fallnir að segja hvaða áskorunum þeir mæta í samfélaginu og því er mikilvægt að við komum saman til að eiga samtal. Heimurinn hefur breyst með breyttum samgöngum og alþjóðavæðingu. Íslendingar búa og starfa erlendis og fólk af erlendum uppruna sest hér að. Því heyrir sú einsleitni sem áður var sögunni til. Samsetning íbúa í Reykjavík og á landinu öll hefur tekið miklum breytingum með fjölgun innflytjenda – það er þróun sem ég tel hafa jákvæð áhrif bæði á efnahagslíf og menningarlega fjölbreytni og hefur gert okkar tilveru litríkari, betri og skemmtilegri - en því hafa líka fylgt áskoranir og verkefni. Við höfum sem samfélag þurft að styðja við og vinna að inngildingu nýrra íbúa sem sumir hverjir koma frá ólíkum menningarsvæðum. Einnig höfum við þurft að styðja við móðurmálskennslu barna sem og íslenskukennslu allra. Þetta er eitt af grundvallaratriðum í inngildingu og mikilvægt er að gera betur. Á síðustu árum hafa einmitt skapast tækifæri til að gera enn betur með nýrri tækni sem auðveldar fólki að læra íslensku. Ef við lítum til sögunar þá var fjöldi innflytjenda í Reykjavík 3,6% árið 2000 en í fyrra var þessi tala komin í 25%. Árið 2023 áttu 35.000 innflytjendur heima í Reykjavík - samanborið við 3935 árið 2000. Langflestir sem flytja hingað eru ungt fólk á aldrinum 20-40 ára og 25% hafa búið í Reykjavík í 11 ár eða lengur. Með öðrum orðum þá sest fólk hér að til langs tíma, og því er mikilvægt að styðja við það og stuðla að inngildingu þess. Þá búa 66,2% allra innflytjenda á Íslandi á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavík hefur verið leiðandi í þessum málaflokki og sett málefni innflytjenda á oddinn í sinni stefnumótun. Nýlega var samþykkt að búa til stefnu um fjölmenningarborgina Reykjavík og ég vona að sú vinna fari fljótt af stað. Þegar við hugleiðum staðreyndirnar um fjölmenningarborgina Reykjavík skulum við fagna jákvæðum áhrifum innflytjenda á borgina okkar. Innstreymi fjölbreyttra sjónarhorna, hæfileika og menningarauðgunar í Reykjavík gerir borgina líflegri, kraftmeiri og fjölþjóðlegri. Þó veldur sú skautun sem á sér stundum stað í umræðu um málefni innflytjenda vissum áhyggjum. Því er eitt af verkefnum okkar að vinna gegn fordómum í garð innflytjenda með aukinni fræðslu og þekkingu. Þess vegna er svo mikilvægt að hlusta, læra og fræðast eins og við gerum á fjölmenningarþingi. Ég sjálf var svo lánsöm að stunda nám í alþjóðlegum menntaskóla þar sem stunduðu nám 200 einstaklingar frá 95 löndum. Þó svo að við værum öll frá ólíkum löndum, ólíkum menningarsvæðum, töluðum ólík móðurmál og ástunduðum ólík trúarbrögð eða trúleysi - þá lærðist manni það fljótt að það er fleira sem sameinar okkur en það sem sundrar. Í allri umræðu um fjölmenningu þurfum við að muna að umfram allt erum við manneskjur og við þurfum að hafa mennskuna að leiðarljósi. Við þurfum öll að hafa það á tilfinningunni að það samfélag sem við búum í sé okkar samfélag. Okkur á að líða vel í samfélaginu okkar, vera stolt af því og upplifa að við höfum sömu tækifæri, óháð uppruna. Að finna að við tilheyrum samfélaginu okkar. Besta endurgjöfin sem ég fékk frá þinginu var frá ungum þinggesti sem sagði að loksins fékk hún hlustun frá fólki sem tengdi við hennar upplifun af því að vera tvítengd: „þarna voru einhverjir sem skildu mig.“ Takk fyrir frábært fjölmenningarþing! Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar og formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar