Köllum það réttu nafni: Fordóma Derek Terell Allen skrifar 3. maí 2024 10:30 Hinsegin samfélagið er ekki þetta einsleita regnbogalið sem mörg virðast hugsa. Við erum fjölbreyttur og litríkur hópur fólks sem hefur eins fjölbreyttar skoðanir, en mörg okkar erum sammála einu: fyrsta skrefið til að uppræta fordóma gegn okkur er það að horfast í augu við þá. Komið var að þessari niðurstöðu á hinsegin málþingi Pírata þann 27. apríl. Þar var rætt um bakslagið sem blasir málaflokkinn við, enda á hinsegin fólk að stara niður á aukið ofbeldi og hatursorðræðu í okkar garð á meðan réttindi okkar eru í sífelldri hættu. Í pallborðsumræðunni voru hinir frábæru viðmælendurnir eftirfarandi: Prófessor í stjórnmálafræði og frambjóðandi til embætti forseta Baldur Þórhallsson Forseti og varaforseti Q félags Hinsegin stúdenta, Fannar Þór Einarsson og Rebekka Ýr Ólafsdóttir Meðstjórnendur hjá Trans Ísland Jóhann Kristian Jóhannsson og Alex Diljár Birkisbur Hellsing Verkefnastýra Samtakanna ‘78 Þorbjörg Þorvaldsdóttir Sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum Eric Heinen. Að pallborðsumræðunni lokinni var lokaorð flutt af grínista og listakvári Sindra Sparkle Freyr. Hvar finnast þessir fordómar? Viðmælendur bentu á fordóma á öllum sviðum samfélagsins, en rætt var sérlega um netið sem helsti vettvangur fordóma nú á dögum. Áhrif netfærslna og þeirra athugsemda var rætt, enda hafa mörg í hinsegin samfélaginu hafa orðið vör við hið blessaða “kommentakerfi” þar sem netverjar eiga það til að láta úr sér. Samfélagsmiðlar, fjölmiðlar og jafnvel hlaðvörp komu einnig til umfjöllunar, enda geta búblur myndast þar sem fólk fær rangar upplýsingar um hinsegin fólk. Fordómar fá líka mikið að grassera í háskólum landsins. Fulltrúar Q félags nefndu hversu erfið samskiptin við Háskóla Íslands hafa verið í kringum kynhlutlaus salerni þar sem menntastofnunin hefur verið mjög hæg að mæta þörfum kynsegin stúdenta. Þetta ásamt fjarveru um hinsegin fólk í kennsluefni leiðir til þess að hinsegin stúdentum líða verr að sögn fulltrúa Q. Hvernig verða fordómar til? Samkvæmt Baldri verða fordómar til þegar jaðarsett fólk fær loksins rödd. Í slíkum tilvikum bregst íhaldsfólkið við með öfgafullri hörku og ákveðnar skoðanir sem höfðu aldrei séð dagsins ljós áður koma upp á yfirborðið. Baldur segir að framboðið hans hafi vakið fjandsamleg viðbrögð, enda finnst sömum það vera í skjön við gildi þjóðarinnar að forsetinn sé samkynhneigður. Þetta hefur sést einnig í baráttu kvenna, innflytjanda, o.s.frv. Hvernig er hægt að sporna við fordómum? Það eru margar hugmyndir um hvernig við getum kippt fordóma í lag, en það sem allir þinggestir tóku undir var það að við verðum að viðurkenna fordóma fyrir hvað sem þeir eru. Fordómar geta tekið að sér margs konar birtingarmyndir og þess vegna er nauðsynlegt að gera grein fyrir þeim öllum ef við viljum útrýma fordóma gegn okkur öllum, frá “hvíta miðaldra Epal-hommanum” til “bleikhærða nýfornafna fríksins” (í orðum hans meðstjórnanda Trans Íslands Jóhanns). Við berum öll skyldu til að sporna við fordómum. Fordómar eru skaðlegir að mörgu leyti og jafnvel lífshættulegir. Ekki er hægt að dragast lengur á langinn. Stöndum vörð um réttindi hinsegin fólks. Höfundur er hommi og situr í stefnu- og málefnanefnd Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Hinsegin samfélagið er ekki þetta einsleita regnbogalið sem mörg virðast hugsa. Við erum fjölbreyttur og litríkur hópur fólks sem hefur eins fjölbreyttar skoðanir, en mörg okkar erum sammála einu: fyrsta skrefið til að uppræta fordóma gegn okkur er það að horfast í augu við þá. Komið var að þessari niðurstöðu á hinsegin málþingi Pírata þann 27. apríl. Þar var rætt um bakslagið sem blasir málaflokkinn við, enda á hinsegin fólk að stara niður á aukið ofbeldi og hatursorðræðu í okkar garð á meðan réttindi okkar eru í sífelldri hættu. Í pallborðsumræðunni voru hinir frábæru viðmælendurnir eftirfarandi: Prófessor í stjórnmálafræði og frambjóðandi til embætti forseta Baldur Þórhallsson Forseti og varaforseti Q félags Hinsegin stúdenta, Fannar Þór Einarsson og Rebekka Ýr Ólafsdóttir Meðstjórnendur hjá Trans Ísland Jóhann Kristian Jóhannsson og Alex Diljár Birkisbur Hellsing Verkefnastýra Samtakanna ‘78 Þorbjörg Þorvaldsdóttir Sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum Eric Heinen. Að pallborðsumræðunni lokinni var lokaorð flutt af grínista og listakvári Sindra Sparkle Freyr. Hvar finnast þessir fordómar? Viðmælendur bentu á fordóma á öllum sviðum samfélagsins, en rætt var sérlega um netið sem helsti vettvangur fordóma nú á dögum. Áhrif netfærslna og þeirra athugsemda var rætt, enda hafa mörg í hinsegin samfélaginu hafa orðið vör við hið blessaða “kommentakerfi” þar sem netverjar eiga það til að láta úr sér. Samfélagsmiðlar, fjölmiðlar og jafnvel hlaðvörp komu einnig til umfjöllunar, enda geta búblur myndast þar sem fólk fær rangar upplýsingar um hinsegin fólk. Fordómar fá líka mikið að grassera í háskólum landsins. Fulltrúar Q félags nefndu hversu erfið samskiptin við Háskóla Íslands hafa verið í kringum kynhlutlaus salerni þar sem menntastofnunin hefur verið mjög hæg að mæta þörfum kynsegin stúdenta. Þetta ásamt fjarveru um hinsegin fólk í kennsluefni leiðir til þess að hinsegin stúdentum líða verr að sögn fulltrúa Q. Hvernig verða fordómar til? Samkvæmt Baldri verða fordómar til þegar jaðarsett fólk fær loksins rödd. Í slíkum tilvikum bregst íhaldsfólkið við með öfgafullri hörku og ákveðnar skoðanir sem höfðu aldrei séð dagsins ljós áður koma upp á yfirborðið. Baldur segir að framboðið hans hafi vakið fjandsamleg viðbrögð, enda finnst sömum það vera í skjön við gildi þjóðarinnar að forsetinn sé samkynhneigður. Þetta hefur sést einnig í baráttu kvenna, innflytjanda, o.s.frv. Hvernig er hægt að sporna við fordómum? Það eru margar hugmyndir um hvernig við getum kippt fordóma í lag, en það sem allir þinggestir tóku undir var það að við verðum að viðurkenna fordóma fyrir hvað sem þeir eru. Fordómar geta tekið að sér margs konar birtingarmyndir og þess vegna er nauðsynlegt að gera grein fyrir þeim öllum ef við viljum útrýma fordóma gegn okkur öllum, frá “hvíta miðaldra Epal-hommanum” til “bleikhærða nýfornafna fríksins” (í orðum hans meðstjórnanda Trans Íslands Jóhanns). Við berum öll skyldu til að sporna við fordómum. Fordómar eru skaðlegir að mörgu leyti og jafnvel lífshættulegir. Ekki er hægt að dragast lengur á langinn. Stöndum vörð um réttindi hinsegin fólks. Höfundur er hommi og situr í stefnu- og málefnanefnd Pírata.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun