Íþróttir fyrir öll, jöfnum og bætum leikinn Hólmfríður Sigþórsdóttir og Anna Þorsteinsdóttir skrifa 3. maí 2024 07:31 Hér á landi er þátttaka barna í íþróttastarfi mikil þó vissulega sé erfitt að ná til ákveðinna þjóðfélagshópa. Frístundastyrkir skipta miklu máli og auka tækifæri þó að þeir dekki ekki nándar nærri allan kostnað við íþróttaþátttöku barna. Íþróttaþátttaka er bæði mikilvæg dægradvöl sem og mikilvægt lýðheilsumál. Þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi er forvarnarmál sem hefur skilað miklum árangri síðustu áratugi. Íþróttastarfi er forvarnarmál sem þarf að hlúa að þannig að það þróist með breyttu samfélagi og snúist ekki upp í andhverfu sína. Passa þarf að íþróttastarf stuðli að jafnrétti og börn hafi sömu tækifæri til að eflast og dafna innan íþróttahreyfingarinnar. Vissulega má deila um jafnrétti barna til íþróttaiðkunar, hvaða íþróttir bjóðast hverju barni til dæmis í dreifðum byggðum landsins þar sem framboð ræðst af áhuga og getur þeirra fullorðnu sem samfélagið byggja. Þegar ungmenni hefja nám í framhaldsskólum minnkar þátttaka í íþróttum, oft á tíðum bjóða íþróttafélög ekki upp á þátttöku fyrir þau sem vilja æfa áfram en stefna ekki á afreksíþróttir. Fyrir þau sem vildu velja að æfa áfram íþróttir er mikilvægt að fá tækifæri, upp á eigin lýðheilsu og til þess að tilheyra. Það er ekki ólíklegt að þessir einstaklingar verði þau sem hlúði að íþróttafélögum framtíðarinnar, þau verða dómarar, stjórnarfólk og aðrir sjálfboðaliðar. Hér eru tækifæri fyrir tengsl milli heilsueflandi skóla landsins til að styðja íþróttafélögin og ungmenni til þátttöku. Fyrir þau sem stefna á afreksíþróttir hafa nú í mörgum tilfellum tækifæri til að stunda íþrótt sína samhliða námi þar sem fjölmargir framhaldsskólar bjóða upp á íþróttaafreksbrautir. Frekari tækifæri eru með samstarfi við ólympíunefndir. Þrátt fyrir hlutfallslega mikla íþróttaþátttöku á Íslandi og tíðrætt gott gengi fámennrar þjóðar er líka kallað eftir fleiri verðlaunahöfum á ólympíuleikunum. Tilvalið væri að byggja tengsl milli ólympíuleikanefndar Íslands og afreksíþróttabrauta framhaldsskólana sem mætti bæta við tillögur að afreksstarfi og tryggja tengsl við stofnun Afreksmiðstöðvar Íslands. Þó að íþróttaafreksbrautir séu í flestum tilfellum í samstarfi við íþróttafélögin, mætti styrkja þær enn frekar með tengslum við ólympíunefnd og þjálfara með enn háleiddari markmið. Í dag er aðstöðumunur mikill á milli íþróttagreina, í sumum tilfellum fá landsliðs börn töskur með öllu sem þarf og greitt er fyrir ferðir en í öðrum tilfellum þurfa þau að safna sjálf fyrir þátttöku, kostnaður er hér bæði mjög breytilegur eftir búsetu landsliðs barna og á milli íþróttagreina. Þetta er ójafnleikur sem heillavænlegt væri að jafna. Hólmfríður er líffræðikennari, umhverfis- og auðlindafræðingur og flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Anna er þjóðgarðsvörður og flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íþróttir barna Börn og uppeldi Mest lesið Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hér á landi er þátttaka barna í íþróttastarfi mikil þó vissulega sé erfitt að ná til ákveðinna þjóðfélagshópa. Frístundastyrkir skipta miklu máli og auka tækifæri þó að þeir dekki ekki nándar nærri allan kostnað við íþróttaþátttöku barna. Íþróttaþátttaka er bæði mikilvæg dægradvöl sem og mikilvægt lýðheilsumál. Þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi er forvarnarmál sem hefur skilað miklum árangri síðustu áratugi. Íþróttastarfi er forvarnarmál sem þarf að hlúa að þannig að það þróist með breyttu samfélagi og snúist ekki upp í andhverfu sína. Passa þarf að íþróttastarf stuðli að jafnrétti og börn hafi sömu tækifæri til að eflast og dafna innan íþróttahreyfingarinnar. Vissulega má deila um jafnrétti barna til íþróttaiðkunar, hvaða íþróttir bjóðast hverju barni til dæmis í dreifðum byggðum landsins þar sem framboð ræðst af áhuga og getur þeirra fullorðnu sem samfélagið byggja. Þegar ungmenni hefja nám í framhaldsskólum minnkar þátttaka í íþróttum, oft á tíðum bjóða íþróttafélög ekki upp á þátttöku fyrir þau sem vilja æfa áfram en stefna ekki á afreksíþróttir. Fyrir þau sem vildu velja að æfa áfram íþróttir er mikilvægt að fá tækifæri, upp á eigin lýðheilsu og til þess að tilheyra. Það er ekki ólíklegt að þessir einstaklingar verði þau sem hlúði að íþróttafélögum framtíðarinnar, þau verða dómarar, stjórnarfólk og aðrir sjálfboðaliðar. Hér eru tækifæri fyrir tengsl milli heilsueflandi skóla landsins til að styðja íþróttafélögin og ungmenni til þátttöku. Fyrir þau sem stefna á afreksíþróttir hafa nú í mörgum tilfellum tækifæri til að stunda íþrótt sína samhliða námi þar sem fjölmargir framhaldsskólar bjóða upp á íþróttaafreksbrautir. Frekari tækifæri eru með samstarfi við ólympíunefndir. Þrátt fyrir hlutfallslega mikla íþróttaþátttöku á Íslandi og tíðrætt gott gengi fámennrar þjóðar er líka kallað eftir fleiri verðlaunahöfum á ólympíuleikunum. Tilvalið væri að byggja tengsl milli ólympíuleikanefndar Íslands og afreksíþróttabrauta framhaldsskólana sem mætti bæta við tillögur að afreksstarfi og tryggja tengsl við stofnun Afreksmiðstöðvar Íslands. Þó að íþróttaafreksbrautir séu í flestum tilfellum í samstarfi við íþróttafélögin, mætti styrkja þær enn frekar með tengslum við ólympíunefnd og þjálfara með enn háleiddari markmið. Í dag er aðstöðumunur mikill á milli íþróttagreina, í sumum tilfellum fá landsliðs börn töskur með öllu sem þarf og greitt er fyrir ferðir en í öðrum tilfellum þurfa þau að safna sjálf fyrir þátttöku, kostnaður er hér bæði mjög breytilegur eftir búsetu landsliðs barna og á milli íþróttagreina. Þetta er ójafnleikur sem heillavænlegt væri að jafna. Hólmfríður er líffræðikennari, umhverfis- og auðlindafræðingur og flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Anna er þjóðgarðsvörður og flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun