Norskir herrar eða íslenskir? Þóra Bergný Guðmundsdóttir skrifar 2. maí 2024 13:30 Mér finnst umræðan um sjókvíaeldið farin að snúast um of um hvaða verðmiða við setjum á firðina okkar og hverjum við ætlum gefa þá eða selja. Ég held að að meirihluti þjóðarinnar vilji ekki stofna lífríkinu í hættu, þótt búið sé að þröngva Vestfirðingum í nær ómögulega stöðu þar sem sjálfsbjargarviðleitni og rústabjörgun virðast einu valkostirnir gagnvart sjókvíunum. Staðan fyrir austan Á Seyðisfirði er staðan önnur, þar sem 75% íbúa vilja ekki sjá sjókvíaeldi. Við viljum hvorki eyðileggja lífríkið né ógna þeim viðkvæma lággróðri menningar og ferðamennsku, sem við höfum hægt og bítandi byggt upp á liðnum áratugum. Við viljum ekki demba oní fjörðinn okkar, langa og lygna, 10 þúsund tonnum af mengandi norskum laxi, með tilheyrandi stroki, blóðþorra og lús, til viðbótar við stóraukna umferð skemmtiferðaskipa sem nú þegar er komin að þolmörkum. Þau voru 155 í fyrra og verða 135 í ár. Þessi afstaða okkar byggist ekki á því að norskir kapítalistar séu af öðrum toga en íslenskir kvótagreifar. Samherji er til dæmis nýbúinn að skella hurðinni á starfsfólkið í frystihúsinu okkar, og flutti sig í staðinn suður til Grindavíkur, til að vera þar „á öruggara svæði“! Það er nú eitthvað sem fjölmiðlar mættu aðeins spyrja út í. Við Seyðfirðingar sjáum því ekki stóra muninn á því hvort það séu íslenskir kappar eða norskir sem halda um stýrið. Öldurót sögunnar Seyðfirðingar hafa mátt stíga ölduna í tímans rás og og koma sér út úr ýmsu klandri, svo sem viðskiptabanni á erlenda sjómenn, sem Reykjavíkur-auðvaldið setti á árið 1922, að sögn til að vernda fiskimiðin. Í kjölfarið brast svo á með heimskreppu. Hún beit fast og setti allt sem tórði á hausinn. Næst kom erlent hernám. 4,500 dátar lögðu undir sig bæinn og fiskimiðunum var lokað með kafbátagirðingum. Svo kom blessuð síldin og fór síðan jafn fljótt, skildi lítið eftir sig nema vanrækt hús og mannvirki. Nú síðast lögðu skriðuföll stóran hluta bæjarins í eyði. Þrátt fyrir allt þetta erum við nú á þeim stað að við unum hag okkar vel. Við erum öflugt fjölmenningarsamfélag, hingað vilja allir koma og margir dvelja og jafnvel setjast að. Síðast þegar ég taldi voru 300 gistirými fyrir ferðamenn í bænum og hér eru líka heil 5 afburða veitingahús, sem státa af kokkamennsku á heimsmælikvarða. Farþegaferjan góða, Norræna, hefur siglt til okkar í hartnær 50 ár og fært okkur gesti og tryggt öruggar samgöngur við meginlandið. Hér í bæ er líka listaháskóli með sérstakri braut í ferða- og fjallamensku, og þá búum við einnig við öflugt félaga- og kirkjustarf og eigum frábæran prest. Hvert einasta gamla hús, sem enginn leit við fyrir nokkrum árum, er nú uppselt og endurreist. Múlaþing Fyrir nokkrum misserum létum við glepjast af fagurgala þess efnis að sameining sveitarfélaga myndi færa okkur einskæra hamingju og kjarabót. Því var lofað að sérstaða okkar yrði virt og á okkur yrði hlustað. Nú bregður svo við að í þessu stóra hagsmunamáli okkar litla samfélags, að sveitastjórnin í efra, með fulltingi ríkisstjórnarinnar, ætlar að neyta aflsmunar og þvinga okkur til að afhenda fjörðinn okkar til mengandi stóriðju. En ágæta stjórnmálafólk, Seyðisfjörður er ekki falur fyrir einhverja slorkrónur, sem hægt væri að kreista út úr fyrirhuguðu sjókvíaeldi, hvers lenskt sem það væri. Höfundur er arkitekt og hótelhaldari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Mér finnst umræðan um sjókvíaeldið farin að snúast um of um hvaða verðmiða við setjum á firðina okkar og hverjum við ætlum gefa þá eða selja. Ég held að að meirihluti þjóðarinnar vilji ekki stofna lífríkinu í hættu, þótt búið sé að þröngva Vestfirðingum í nær ómögulega stöðu þar sem sjálfsbjargarviðleitni og rústabjörgun virðast einu valkostirnir gagnvart sjókvíunum. Staðan fyrir austan Á Seyðisfirði er staðan önnur, þar sem 75% íbúa vilja ekki sjá sjókvíaeldi. Við viljum hvorki eyðileggja lífríkið né ógna þeim viðkvæma lággróðri menningar og ferðamennsku, sem við höfum hægt og bítandi byggt upp á liðnum áratugum. Við viljum ekki demba oní fjörðinn okkar, langa og lygna, 10 þúsund tonnum af mengandi norskum laxi, með tilheyrandi stroki, blóðþorra og lús, til viðbótar við stóraukna umferð skemmtiferðaskipa sem nú þegar er komin að þolmörkum. Þau voru 155 í fyrra og verða 135 í ár. Þessi afstaða okkar byggist ekki á því að norskir kapítalistar séu af öðrum toga en íslenskir kvótagreifar. Samherji er til dæmis nýbúinn að skella hurðinni á starfsfólkið í frystihúsinu okkar, og flutti sig í staðinn suður til Grindavíkur, til að vera þar „á öruggara svæði“! Það er nú eitthvað sem fjölmiðlar mættu aðeins spyrja út í. Við Seyðfirðingar sjáum því ekki stóra muninn á því hvort það séu íslenskir kappar eða norskir sem halda um stýrið. Öldurót sögunnar Seyðfirðingar hafa mátt stíga ölduna í tímans rás og og koma sér út úr ýmsu klandri, svo sem viðskiptabanni á erlenda sjómenn, sem Reykjavíkur-auðvaldið setti á árið 1922, að sögn til að vernda fiskimiðin. Í kjölfarið brast svo á með heimskreppu. Hún beit fast og setti allt sem tórði á hausinn. Næst kom erlent hernám. 4,500 dátar lögðu undir sig bæinn og fiskimiðunum var lokað með kafbátagirðingum. Svo kom blessuð síldin og fór síðan jafn fljótt, skildi lítið eftir sig nema vanrækt hús og mannvirki. Nú síðast lögðu skriðuföll stóran hluta bæjarins í eyði. Þrátt fyrir allt þetta erum við nú á þeim stað að við unum hag okkar vel. Við erum öflugt fjölmenningarsamfélag, hingað vilja allir koma og margir dvelja og jafnvel setjast að. Síðast þegar ég taldi voru 300 gistirými fyrir ferðamenn í bænum og hér eru líka heil 5 afburða veitingahús, sem státa af kokkamennsku á heimsmælikvarða. Farþegaferjan góða, Norræna, hefur siglt til okkar í hartnær 50 ár og fært okkur gesti og tryggt öruggar samgöngur við meginlandið. Hér í bæ er líka listaháskóli með sérstakri braut í ferða- og fjallamensku, og þá búum við einnig við öflugt félaga- og kirkjustarf og eigum frábæran prest. Hvert einasta gamla hús, sem enginn leit við fyrir nokkrum árum, er nú uppselt og endurreist. Múlaþing Fyrir nokkrum misserum létum við glepjast af fagurgala þess efnis að sameining sveitarfélaga myndi færa okkur einskæra hamingju og kjarabót. Því var lofað að sérstaða okkar yrði virt og á okkur yrði hlustað. Nú bregður svo við að í þessu stóra hagsmunamáli okkar litla samfélags, að sveitastjórnin í efra, með fulltingi ríkisstjórnarinnar, ætlar að neyta aflsmunar og þvinga okkur til að afhenda fjörðinn okkar til mengandi stóriðju. En ágæta stjórnmálafólk, Seyðisfjörður er ekki falur fyrir einhverja slorkrónur, sem hægt væri að kreista út úr fyrirhuguðu sjókvíaeldi, hvers lenskt sem það væri. Höfundur er arkitekt og hótelhaldari.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun