Norskir herrar eða íslenskir? Þóra Bergný Guðmundsdóttir skrifar 2. maí 2024 13:30 Mér finnst umræðan um sjókvíaeldið farin að snúast um of um hvaða verðmiða við setjum á firðina okkar og hverjum við ætlum gefa þá eða selja. Ég held að að meirihluti þjóðarinnar vilji ekki stofna lífríkinu í hættu, þótt búið sé að þröngva Vestfirðingum í nær ómögulega stöðu þar sem sjálfsbjargarviðleitni og rústabjörgun virðast einu valkostirnir gagnvart sjókvíunum. Staðan fyrir austan Á Seyðisfirði er staðan önnur, þar sem 75% íbúa vilja ekki sjá sjókvíaeldi. Við viljum hvorki eyðileggja lífríkið né ógna þeim viðkvæma lággróðri menningar og ferðamennsku, sem við höfum hægt og bítandi byggt upp á liðnum áratugum. Við viljum ekki demba oní fjörðinn okkar, langa og lygna, 10 þúsund tonnum af mengandi norskum laxi, með tilheyrandi stroki, blóðþorra og lús, til viðbótar við stóraukna umferð skemmtiferðaskipa sem nú þegar er komin að þolmörkum. Þau voru 155 í fyrra og verða 135 í ár. Þessi afstaða okkar byggist ekki á því að norskir kapítalistar séu af öðrum toga en íslenskir kvótagreifar. Samherji er til dæmis nýbúinn að skella hurðinni á starfsfólkið í frystihúsinu okkar, og flutti sig í staðinn suður til Grindavíkur, til að vera þar „á öruggara svæði“! Það er nú eitthvað sem fjölmiðlar mættu aðeins spyrja út í. Við Seyðfirðingar sjáum því ekki stóra muninn á því hvort það séu íslenskir kappar eða norskir sem halda um stýrið. Öldurót sögunnar Seyðfirðingar hafa mátt stíga ölduna í tímans rás og og koma sér út úr ýmsu klandri, svo sem viðskiptabanni á erlenda sjómenn, sem Reykjavíkur-auðvaldið setti á árið 1922, að sögn til að vernda fiskimiðin. Í kjölfarið brast svo á með heimskreppu. Hún beit fast og setti allt sem tórði á hausinn. Næst kom erlent hernám. 4,500 dátar lögðu undir sig bæinn og fiskimiðunum var lokað með kafbátagirðingum. Svo kom blessuð síldin og fór síðan jafn fljótt, skildi lítið eftir sig nema vanrækt hús og mannvirki. Nú síðast lögðu skriðuföll stóran hluta bæjarins í eyði. Þrátt fyrir allt þetta erum við nú á þeim stað að við unum hag okkar vel. Við erum öflugt fjölmenningarsamfélag, hingað vilja allir koma og margir dvelja og jafnvel setjast að. Síðast þegar ég taldi voru 300 gistirými fyrir ferðamenn í bænum og hér eru líka heil 5 afburða veitingahús, sem státa af kokkamennsku á heimsmælikvarða. Farþegaferjan góða, Norræna, hefur siglt til okkar í hartnær 50 ár og fært okkur gesti og tryggt öruggar samgöngur við meginlandið. Hér í bæ er líka listaháskóli með sérstakri braut í ferða- og fjallamensku, og þá búum við einnig við öflugt félaga- og kirkjustarf og eigum frábæran prest. Hvert einasta gamla hús, sem enginn leit við fyrir nokkrum árum, er nú uppselt og endurreist. Múlaþing Fyrir nokkrum misserum létum við glepjast af fagurgala þess efnis að sameining sveitarfélaga myndi færa okkur einskæra hamingju og kjarabót. Því var lofað að sérstaða okkar yrði virt og á okkur yrði hlustað. Nú bregður svo við að í þessu stóra hagsmunamáli okkar litla samfélags, að sveitastjórnin í efra, með fulltingi ríkisstjórnarinnar, ætlar að neyta aflsmunar og þvinga okkur til að afhenda fjörðinn okkar til mengandi stóriðju. En ágæta stjórnmálafólk, Seyðisfjörður er ekki falur fyrir einhverja slorkrónur, sem hægt væri að kreista út úr fyrirhuguðu sjókvíaeldi, hvers lenskt sem það væri. Höfundur er arkitekt og hótelhaldari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Mér finnst umræðan um sjókvíaeldið farin að snúast um of um hvaða verðmiða við setjum á firðina okkar og hverjum við ætlum gefa þá eða selja. Ég held að að meirihluti þjóðarinnar vilji ekki stofna lífríkinu í hættu, þótt búið sé að þröngva Vestfirðingum í nær ómögulega stöðu þar sem sjálfsbjargarviðleitni og rústabjörgun virðast einu valkostirnir gagnvart sjókvíunum. Staðan fyrir austan Á Seyðisfirði er staðan önnur, þar sem 75% íbúa vilja ekki sjá sjókvíaeldi. Við viljum hvorki eyðileggja lífríkið né ógna þeim viðkvæma lággróðri menningar og ferðamennsku, sem við höfum hægt og bítandi byggt upp á liðnum áratugum. Við viljum ekki demba oní fjörðinn okkar, langa og lygna, 10 þúsund tonnum af mengandi norskum laxi, með tilheyrandi stroki, blóðþorra og lús, til viðbótar við stóraukna umferð skemmtiferðaskipa sem nú þegar er komin að þolmörkum. Þau voru 155 í fyrra og verða 135 í ár. Þessi afstaða okkar byggist ekki á því að norskir kapítalistar séu af öðrum toga en íslenskir kvótagreifar. Samherji er til dæmis nýbúinn að skella hurðinni á starfsfólkið í frystihúsinu okkar, og flutti sig í staðinn suður til Grindavíkur, til að vera þar „á öruggara svæði“! Það er nú eitthvað sem fjölmiðlar mættu aðeins spyrja út í. Við Seyðfirðingar sjáum því ekki stóra muninn á því hvort það séu íslenskir kappar eða norskir sem halda um stýrið. Öldurót sögunnar Seyðfirðingar hafa mátt stíga ölduna í tímans rás og og koma sér út úr ýmsu klandri, svo sem viðskiptabanni á erlenda sjómenn, sem Reykjavíkur-auðvaldið setti á árið 1922, að sögn til að vernda fiskimiðin. Í kjölfarið brast svo á með heimskreppu. Hún beit fast og setti allt sem tórði á hausinn. Næst kom erlent hernám. 4,500 dátar lögðu undir sig bæinn og fiskimiðunum var lokað með kafbátagirðingum. Svo kom blessuð síldin og fór síðan jafn fljótt, skildi lítið eftir sig nema vanrækt hús og mannvirki. Nú síðast lögðu skriðuföll stóran hluta bæjarins í eyði. Þrátt fyrir allt þetta erum við nú á þeim stað að við unum hag okkar vel. Við erum öflugt fjölmenningarsamfélag, hingað vilja allir koma og margir dvelja og jafnvel setjast að. Síðast þegar ég taldi voru 300 gistirými fyrir ferðamenn í bænum og hér eru líka heil 5 afburða veitingahús, sem státa af kokkamennsku á heimsmælikvarða. Farþegaferjan góða, Norræna, hefur siglt til okkar í hartnær 50 ár og fært okkur gesti og tryggt öruggar samgöngur við meginlandið. Hér í bæ er líka listaháskóli með sérstakri braut í ferða- og fjallamensku, og þá búum við einnig við öflugt félaga- og kirkjustarf og eigum frábæran prest. Hvert einasta gamla hús, sem enginn leit við fyrir nokkrum árum, er nú uppselt og endurreist. Múlaþing Fyrir nokkrum misserum létum við glepjast af fagurgala þess efnis að sameining sveitarfélaga myndi færa okkur einskæra hamingju og kjarabót. Því var lofað að sérstaða okkar yrði virt og á okkur yrði hlustað. Nú bregður svo við að í þessu stóra hagsmunamáli okkar litla samfélags, að sveitastjórnin í efra, með fulltingi ríkisstjórnarinnar, ætlar að neyta aflsmunar og þvinga okkur til að afhenda fjörðinn okkar til mengandi stóriðju. En ágæta stjórnmálafólk, Seyðisfjörður er ekki falur fyrir einhverja slorkrónur, sem hægt væri að kreista út úr fyrirhuguðu sjókvíaeldi, hvers lenskt sem það væri. Höfundur er arkitekt og hótelhaldari.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar