Veðrið, veskið og Íslendingurinn María Rut Kristinsdóttir skrifar 2. maí 2024 08:30 Það þarf ekki mikið til að gleðja Íslendinginn eftir enn einn harðan veturinn. Fyrstu vordagarnir bera með sér alveg séríslenska tilfinningu. Skyndilega verður allt bjart og fagurt. Tilveran titrar og klæðist fallegum litum í stað grámyglu. Gluggarnir öskra reyndar á gluggaþvott. En veðrið býður svo sem upp á að henda sér út og græja þá. Pallaefnin seljast upp í byggingarvöruverslunum og Íslendingurinn tæmir hratt allt sem grilla má í verslunum landsins. Enda er sumarið komið. Það er enn þá skítkalt. En það er bjart og Íslendingurinn klæðir sig þá bara í peysu. Eða harkar af sér. Því sumarið er komið. Og á þessum degi. Nákvæmlega þessu augnabliki falla minningar um hart vetrarharkið, appelsínugular viðvaranir, ófærð, náttúruvá eða hvers kyns hret í gleymskunnar dá. Því sumarið er komið. Íslendingurinn er hæstánægður með sínar 10 gráður og sól sem er jú alveg heit ef maður er í skjóli vegna þess að veturinn var svo ömurlegur. Svo kemur veturinn og Íslendingurinn verður steinhissa. „Var líka svona dimmt í fyrra?“ „Það var ekki svona kalt í fyrra var það?“ „Vá hvað ég gleymi því alltaf hvað veturinn er harður“... Og svona endurtekur sagan sig á Íslandi ár eftir ár. Árstíð eftir árstíð. Það er mjög íslenskt að vera stöðugt með vindinn í fanginu. Íslendingar eru þrjóskir og það skortir ekki á seigluna hjá okkur. Nábýli við náttúruna og veðrið er líklega ákveðin skýring. Mögulega er þetta hluti af einhverju náttúruvali - að við þrífumst og hrærumst í þessari stöðugu óvissu sem fylgir því að búa hér. Það er ekki einu sinni víst að sumarið sé endanlega komið. En við sættum okkur við það – enda höfum við ekkert annað val. Það er líka hluti af því að vera Íslendingur að búa í séríslensku hagkerfi með minnsta gjaldmiðil í heimi. Því fylgja góð ár efnahagslegar lognmollu með bullandi hagvexti, kaupmætti og tækifærum – en líka mjög slæm með appelsínugulum efnahagsviðvörunum og gríðarlegum vöxtum og verðbólgu. Og rétt eins og með árstíðirnar þá gleymum við þeim vondu í alsælu þeirra góðu. Og svo verður Íslendingurinn alltaf jafn ofboðslega hissa þegar niðursveiflan byrjar. „Hefur þetta einhvern tímann verið svona slæmt?“ „Matarkarfan er orðin svo dýr“ „Ég veit ekki hvernig ég á að klára mánaðarmótin lengur“. Jafnvel þó niðursveiflan hafi gerst sirka á tíu ára fresti í gegnum alla hagsögu okkar frá sjálfstæði þjóðarinnar. Góðu árin eru kannski svo góð. Vegna þess að veturinn var svo harður. Íslendingar finna sér alltaf sól og skjólvegg á endanum. Hvort sem það er í formi pallaefnis – eða með heimatilbúnum lausnum á borð við verðtryggingu, vaxtabætur, gengisfellingar eða með því að kippa nokkrum núllum af gjaldmiðlinum. Íslendingurinn er nefnilega góður í að redda sér fyrir horn. Vandamálið er að vermirinn er yfirleitt skammgóður. Þó það sé vissulega sjarmerandi að einhverju leyti. Þá er það oft heldur kostnaðarsamt fyrir venjuleg heimili að hafa ekki tækifæri til að gera plön langt fram í tímann. Við getum ekki breytt veðrinu, vetrinum eða náttúrunni. En við höfum stjórn á efnahagsmálunum. Þau eru mannanna verk. Það eru pólitískar ákvarðanir þar að baki. En þetta er jú hluti af því að vera Íslendingur. Að mergsjúga góðu stundirnar og afneita þeim slæmu. Því segi ég bara skál! Og gleðilegt verðbólgusumar! Höfundur er aðstoðamaður formanns Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Viðreisn Efnahagsmál Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Það þarf ekki mikið til að gleðja Íslendinginn eftir enn einn harðan veturinn. Fyrstu vordagarnir bera með sér alveg séríslenska tilfinningu. Skyndilega verður allt bjart og fagurt. Tilveran titrar og klæðist fallegum litum í stað grámyglu. Gluggarnir öskra reyndar á gluggaþvott. En veðrið býður svo sem upp á að henda sér út og græja þá. Pallaefnin seljast upp í byggingarvöruverslunum og Íslendingurinn tæmir hratt allt sem grilla má í verslunum landsins. Enda er sumarið komið. Það er enn þá skítkalt. En það er bjart og Íslendingurinn klæðir sig þá bara í peysu. Eða harkar af sér. Því sumarið er komið. Og á þessum degi. Nákvæmlega þessu augnabliki falla minningar um hart vetrarharkið, appelsínugular viðvaranir, ófærð, náttúruvá eða hvers kyns hret í gleymskunnar dá. Því sumarið er komið. Íslendingurinn er hæstánægður með sínar 10 gráður og sól sem er jú alveg heit ef maður er í skjóli vegna þess að veturinn var svo ömurlegur. Svo kemur veturinn og Íslendingurinn verður steinhissa. „Var líka svona dimmt í fyrra?“ „Það var ekki svona kalt í fyrra var það?“ „Vá hvað ég gleymi því alltaf hvað veturinn er harður“... Og svona endurtekur sagan sig á Íslandi ár eftir ár. Árstíð eftir árstíð. Það er mjög íslenskt að vera stöðugt með vindinn í fanginu. Íslendingar eru þrjóskir og það skortir ekki á seigluna hjá okkur. Nábýli við náttúruna og veðrið er líklega ákveðin skýring. Mögulega er þetta hluti af einhverju náttúruvali - að við þrífumst og hrærumst í þessari stöðugu óvissu sem fylgir því að búa hér. Það er ekki einu sinni víst að sumarið sé endanlega komið. En við sættum okkur við það – enda höfum við ekkert annað val. Það er líka hluti af því að vera Íslendingur að búa í séríslensku hagkerfi með minnsta gjaldmiðil í heimi. Því fylgja góð ár efnahagslegar lognmollu með bullandi hagvexti, kaupmætti og tækifærum – en líka mjög slæm með appelsínugulum efnahagsviðvörunum og gríðarlegum vöxtum og verðbólgu. Og rétt eins og með árstíðirnar þá gleymum við þeim vondu í alsælu þeirra góðu. Og svo verður Íslendingurinn alltaf jafn ofboðslega hissa þegar niðursveiflan byrjar. „Hefur þetta einhvern tímann verið svona slæmt?“ „Matarkarfan er orðin svo dýr“ „Ég veit ekki hvernig ég á að klára mánaðarmótin lengur“. Jafnvel þó niðursveiflan hafi gerst sirka á tíu ára fresti í gegnum alla hagsögu okkar frá sjálfstæði þjóðarinnar. Góðu árin eru kannski svo góð. Vegna þess að veturinn var svo harður. Íslendingar finna sér alltaf sól og skjólvegg á endanum. Hvort sem það er í formi pallaefnis – eða með heimatilbúnum lausnum á borð við verðtryggingu, vaxtabætur, gengisfellingar eða með því að kippa nokkrum núllum af gjaldmiðlinum. Íslendingurinn er nefnilega góður í að redda sér fyrir horn. Vandamálið er að vermirinn er yfirleitt skammgóður. Þó það sé vissulega sjarmerandi að einhverju leyti. Þá er það oft heldur kostnaðarsamt fyrir venjuleg heimili að hafa ekki tækifæri til að gera plön langt fram í tímann. Við getum ekki breytt veðrinu, vetrinum eða náttúrunni. En við höfum stjórn á efnahagsmálunum. Þau eru mannanna verk. Það eru pólitískar ákvarðanir þar að baki. En þetta er jú hluti af því að vera Íslendingur. Að mergsjúga góðu stundirnar og afneita þeim slæmu. Því segi ég bara skál! Og gleðilegt verðbólgusumar! Höfundur er aðstoðamaður formanns Viðreisnar.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar