Vekjum risann Guðmundur Karl Brynjarsson skrifar 1. maí 2024 20:01 Undanfarin ár hafa umræður um tekjur og gjöld Þjóðkirkjunnar og annarra trú- og lífskoðunarfélaga verið reglulega í deiglunni. Kirkjustarf er, eins og flestir landsmenn þekkja afar fjölbreytt og nægir þar að nefna kórastarf, foreldramorgna, sunnudagaskóla, æskulýðsstarf og starf fyrir eldri borgara. Safnaðarstarf, uppbygging og viðhald kirkna er að langstærstu leyti fjármagnað með sóknargjöldum. Sóknargjald er í raun félagsgjald á hvern skráðan meðlim í Þjóðkirkjunnar og annarra trú- og lífsskoðunarfélaga. Hið opinbera hefur séð um innheimtu sóknargjaldsins fyrir þeirra hönd síðan árið 1987. Árið 2008 fór að bera á því að hið opinbera hóf einhliða að skerða sóknargjaldið, hið eiginlega félagsgjald. Sú þróun hefur stigmagnast undanfarin ár og hefur þessi skerðing farið frá 6,3% árið 2008 upp í 45,1% skerðingu fyrir árið 2024. Til að setja það í samhengi er staðan í dag er sú að fyrir hverjar 1000 krónur sem trú- og lífsskoðunarfélög landsins ættu að fá í sóknargjöld samkvæmt verðtryggingu samninga fá þau einungis 554 krónur. Lítil sveitasókn sem ætti að fá 1,5 milljónir samkvæmt samningum ber aðeins 823 þúsund úr býtum og munar um minna. Á ferð minni um landið og í samtölum vð sóknarnefndarfólk og hina vígðu stétt ber allt að sama brunni. Sóknir landsins hafa ekki farið varhluta af þessari skerðingu og kemur það jafnt niður að viðhaldi kirkna og safnaðarstarfi. Þyngra er en tárum taki að barnakórar og æskulýðsstarf hefur jafnfvel verið skorið alveg niður víða. Sem biskup þá mun ég beita mér af fullum krafti að leitað verði allra leiða gagnvart hinu opinbera að staðið verði við þá samninga sem eru í gildi varðandi innheimtu og afhendingu sóknargjalda. Enn er ófarin sú leið að "vekja risann", eins og ég vil orða það. Þjóðkirkjan er stærsta félag landsins og telur meirihluta kjósenda þessa lands og er ég með hugmyndir uppi í erminni hvernig það verður útfært. Mestu varðar að við sem tilheyrum þjóðkirkjunni látum í okkur heyra gagnvart hinu opinbera. Sóknargjaldið er langstærsti tekjustofn hverrar kirkju fyrir sig og grundvöllurinn að hægt sé að halda úti þeirri mikilvægu þjónustu sem kirkjan sinnir um allt land. Annað tækifæri er falið í því að hið opinbera hefur opnað á þann möguleika að einstaklingar geta nú notið skattaafsláttar ef verið að styðja fjárhagslega við góðgerðarsamtök sem eru skráð á Almannaheillaskrá. Sóknir Þjóðkirkjunnar sem eru í eðli sínu dags daglega að sinna góðgerðarmálum, geta skráð sig á Almannaheillaskrá og geta einstaklingar stutt þannig við sín góðgerðarmál með beinum hætti og notið góðs af lægri skattálagningu að auki í hlutfalli við þá fjárhæð sem þau styrkja sín málefni. Nái ég kjöri sem biskup þá mun ég leitast við að styðja alla söfnuði landsins við að skrá sig á Almannaheillaskrá og þannig renna frekari fjárhagslegum stoðum undir starf sókna um allt land. Þetta er tækifæri sem við innan Þjóðkirkjunnar eigum sannarlega að grípa og nýta okkur til þess að treysta betur fjárhagsgrunninn svo að kirkjustarfið okkar geti blómstrað enn frekar. Það er réttlætismál að styðja við samninga og að öllu sé sóknargjaldinu skilað til sókna landsins. Það er síðan tækifæri að styðja og styrkja stoðir fjárhagsins að hafa fleiri stoðir undir rekstrinum og mun ég beita mér af fullum krafti, kirkju okkur til heilla, svo að við öll innan kirkjunnar geti notið hins frábæra starfs sem er samofið menningu Íslands frá alda öðli. Höfundur er frambjóðandi til embættis biskups Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa umræður um tekjur og gjöld Þjóðkirkjunnar og annarra trú- og lífskoðunarfélaga verið reglulega í deiglunni. Kirkjustarf er, eins og flestir landsmenn þekkja afar fjölbreytt og nægir þar að nefna kórastarf, foreldramorgna, sunnudagaskóla, æskulýðsstarf og starf fyrir eldri borgara. Safnaðarstarf, uppbygging og viðhald kirkna er að langstærstu leyti fjármagnað með sóknargjöldum. Sóknargjald er í raun félagsgjald á hvern skráðan meðlim í Þjóðkirkjunnar og annarra trú- og lífsskoðunarfélaga. Hið opinbera hefur séð um innheimtu sóknargjaldsins fyrir þeirra hönd síðan árið 1987. Árið 2008 fór að bera á því að hið opinbera hóf einhliða að skerða sóknargjaldið, hið eiginlega félagsgjald. Sú þróun hefur stigmagnast undanfarin ár og hefur þessi skerðing farið frá 6,3% árið 2008 upp í 45,1% skerðingu fyrir árið 2024. Til að setja það í samhengi er staðan í dag er sú að fyrir hverjar 1000 krónur sem trú- og lífsskoðunarfélög landsins ættu að fá í sóknargjöld samkvæmt verðtryggingu samninga fá þau einungis 554 krónur. Lítil sveitasókn sem ætti að fá 1,5 milljónir samkvæmt samningum ber aðeins 823 þúsund úr býtum og munar um minna. Á ferð minni um landið og í samtölum vð sóknarnefndarfólk og hina vígðu stétt ber allt að sama brunni. Sóknir landsins hafa ekki farið varhluta af þessari skerðingu og kemur það jafnt niður að viðhaldi kirkna og safnaðarstarfi. Þyngra er en tárum taki að barnakórar og æskulýðsstarf hefur jafnfvel verið skorið alveg niður víða. Sem biskup þá mun ég beita mér af fullum krafti að leitað verði allra leiða gagnvart hinu opinbera að staðið verði við þá samninga sem eru í gildi varðandi innheimtu og afhendingu sóknargjalda. Enn er ófarin sú leið að "vekja risann", eins og ég vil orða það. Þjóðkirkjan er stærsta félag landsins og telur meirihluta kjósenda þessa lands og er ég með hugmyndir uppi í erminni hvernig það verður útfært. Mestu varðar að við sem tilheyrum þjóðkirkjunni látum í okkur heyra gagnvart hinu opinbera. Sóknargjaldið er langstærsti tekjustofn hverrar kirkju fyrir sig og grundvöllurinn að hægt sé að halda úti þeirri mikilvægu þjónustu sem kirkjan sinnir um allt land. Annað tækifæri er falið í því að hið opinbera hefur opnað á þann möguleika að einstaklingar geta nú notið skattaafsláttar ef verið að styðja fjárhagslega við góðgerðarsamtök sem eru skráð á Almannaheillaskrá. Sóknir Þjóðkirkjunnar sem eru í eðli sínu dags daglega að sinna góðgerðarmálum, geta skráð sig á Almannaheillaskrá og geta einstaklingar stutt þannig við sín góðgerðarmál með beinum hætti og notið góðs af lægri skattálagningu að auki í hlutfalli við þá fjárhæð sem þau styrkja sín málefni. Nái ég kjöri sem biskup þá mun ég leitast við að styðja alla söfnuði landsins við að skrá sig á Almannaheillaskrá og þannig renna frekari fjárhagslegum stoðum undir starf sókna um allt land. Þetta er tækifæri sem við innan Þjóðkirkjunnar eigum sannarlega að grípa og nýta okkur til þess að treysta betur fjárhagsgrunninn svo að kirkjustarfið okkar geti blómstrað enn frekar. Það er réttlætismál að styðja við samninga og að öllu sé sóknargjaldinu skilað til sókna landsins. Það er síðan tækifæri að styðja og styrkja stoðir fjárhagsins að hafa fleiri stoðir undir rekstrinum og mun ég beita mér af fullum krafti, kirkju okkur til heilla, svo að við öll innan kirkjunnar geti notið hins frábæra starfs sem er samofið menningu Íslands frá alda öðli. Höfundur er frambjóðandi til embættis biskups Íslands.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun