Fögnum unnum sigrum og aðlögumst nýjum tímum Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 1. maí 2024 07:30 Átta tíma vinnudagur, stytting vinnuvikunnar, helgarfrí, launað fæðingarorlof, veikindaréttur, orlofsréttur, atvinnuleysistryggingar, lífeyrisréttindi og örorkubætur. Þessi lífsgæði eru ekki sjálfsprottin heldur afrakstur af áratuga langri réttlætisbaráttu íslensku verkalýðshreyfingarinnar; stærsta lýðræðislega umbótaafls á Íslandi. Í dag, á alþjóðlegum baráttudegi vinnandi fólks, göngum við saman fylktu liði til að fagna unnum sigrum en horfum einnig til nýrra áskorana. Opinskátt samtal um áskoranir og aðlögunarhæfni hreyfingarinnar að nýjum tímum gæti skipt sköpum fyrir hagsmuni launafólks. Millitekjufólk þarf sterkari málsvara í okkur öllum Af opinberri umræðu að dæma mætti stundum ætla að meirihluti umbjóðenda verkalýðshreyfingarinnar sé fólk á lágmarkslaunum. Því fer í raun fjarri. Á árinu 2023 voru aðeins 10% launafólks á vinnumarkaði með regluleg heildarlaun undir 524 þús. kr. á mánaðargrundvelli fyrir fullt starf, 50% voru með yfir tæplega 780 þús. kr. á mánaðargrundvelli. Sjá mynd að neðan. Verkalýðshreyfingin í heild sinni mætti tala skýrar á opinberum vettvangi um hagsmuni launafólks í millitekju- og efri millitekjuhópum t.a.m. um fólk með háskólamenntun eða aðra fagmenntun. Umfjöllun um stöðu þeirra er gjarnan mætt með tómlæti á átakavettvangi hreyfingarinnar þó Ísland sé hröðum skrefum að þróast í átt að hámenntuðu samfélagi. 59% starfandi kvenna á aldrinum 25-64 ára hefur lokið háskólamenntun, en nýtur hennar ekki sem skyldi í launum. Viðurkennt er að kynbundinn launamun megi að miklu leyti rekja til kerfisbundins vanmats á menntun kvenna. Varðar það ekki okkur öll? Vanmat menntunar kemur niður á velferð allra Á árunum 2001-2021 jókst kaupmáttur ráðstöfunartekna hjá fólki með grunnskólamenntun um 30% og um 17% hjá fólki með starfs- og framhaldsmenntun. Kaupmátturinn jókst hins vegar ekkert hjá fólki með meistaragráðu úr háskóla, sjá mynd að neðan. Stór kynslóð ungs háskólamenntaðs fólks horfir nú fram á hverfandi ávinning af menntun sinni, háa byrði námslána, sligandi húsnæðiskostnað og óverulegan stuðning gegnum millifærslukerfin. Draga mun úr ásókn í háskólamenntun á næstu árum að óbreyttu, með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á velferð á Íslandi. Þessa stöðu þurfa ASÍ, BHM, BSRB og KÍ að taka alvarlega. Hvert stefnir hagkerfið? Á árinu 2022 var Ísland framar öðrum Norðurlöndum þegar kemur að jöfnuði í dreifingu ráðstöfunartekna. Þótt jöfnuður og aukin velferð allra hópa eigi að vera markmið okkar á hverjum tíma þá skiptir máli að velta fyrir sér orsakaþáttunum. Hagvöxtur í landinu byggist á atvinnustefnu sem helst skapar láglaunastörf og tekjujöfnunarhlutverk skattkerfisins hefur verið eflt að því marki að minnihluti þjóðarinnar ber skattkerfið uppi. Hér erum við ekki að tala um ríkasta „eina prósentið“ heldur venjulegt launafólk með millitekjur- og efri millitekjur. Verkalýðshreyfingin þarf að vera mun virkari í samtalinu um sanngirni í skattheimtu og hvers konar atvinnuvegir þjóna okkur best til framtíðar. Svo lífsgæði haldi áfram að batna í sátt við samfélag og náttúru. En hugum að þeim áskorunum síðar. Dagurinn í dag er baráttudagur hinna vinnandi stétta og saman leggjum við áherslu á kröfurnar sem gera verður til lífskjara á Íslandi. Þær kröfur eru ekki einsleitar og hagsmunirnir af ýmsum toga. Eitt sameinar þó launafólk; við tilheyrum ekki ríkasta eina prósentinu og við erum í veikri aðstöðu til að ráða eigin kjörum ein og óstudd. Þess vegna skiptir samstaðan máli. Hingað til og hér eftir. Fram til baráttu! Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Kjaraviðræður 2023-24 Verkalýðsdagurinn Kjaramál Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Átta tíma vinnudagur, stytting vinnuvikunnar, helgarfrí, launað fæðingarorlof, veikindaréttur, orlofsréttur, atvinnuleysistryggingar, lífeyrisréttindi og örorkubætur. Þessi lífsgæði eru ekki sjálfsprottin heldur afrakstur af áratuga langri réttlætisbaráttu íslensku verkalýðshreyfingarinnar; stærsta lýðræðislega umbótaafls á Íslandi. Í dag, á alþjóðlegum baráttudegi vinnandi fólks, göngum við saman fylktu liði til að fagna unnum sigrum en horfum einnig til nýrra áskorana. Opinskátt samtal um áskoranir og aðlögunarhæfni hreyfingarinnar að nýjum tímum gæti skipt sköpum fyrir hagsmuni launafólks. Millitekjufólk þarf sterkari málsvara í okkur öllum Af opinberri umræðu að dæma mætti stundum ætla að meirihluti umbjóðenda verkalýðshreyfingarinnar sé fólk á lágmarkslaunum. Því fer í raun fjarri. Á árinu 2023 voru aðeins 10% launafólks á vinnumarkaði með regluleg heildarlaun undir 524 þús. kr. á mánaðargrundvelli fyrir fullt starf, 50% voru með yfir tæplega 780 þús. kr. á mánaðargrundvelli. Sjá mynd að neðan. Verkalýðshreyfingin í heild sinni mætti tala skýrar á opinberum vettvangi um hagsmuni launafólks í millitekju- og efri millitekjuhópum t.a.m. um fólk með háskólamenntun eða aðra fagmenntun. Umfjöllun um stöðu þeirra er gjarnan mætt með tómlæti á átakavettvangi hreyfingarinnar þó Ísland sé hröðum skrefum að þróast í átt að hámenntuðu samfélagi. 59% starfandi kvenna á aldrinum 25-64 ára hefur lokið háskólamenntun, en nýtur hennar ekki sem skyldi í launum. Viðurkennt er að kynbundinn launamun megi að miklu leyti rekja til kerfisbundins vanmats á menntun kvenna. Varðar það ekki okkur öll? Vanmat menntunar kemur niður á velferð allra Á árunum 2001-2021 jókst kaupmáttur ráðstöfunartekna hjá fólki með grunnskólamenntun um 30% og um 17% hjá fólki með starfs- og framhaldsmenntun. Kaupmátturinn jókst hins vegar ekkert hjá fólki með meistaragráðu úr háskóla, sjá mynd að neðan. Stór kynslóð ungs háskólamenntaðs fólks horfir nú fram á hverfandi ávinning af menntun sinni, háa byrði námslána, sligandi húsnæðiskostnað og óverulegan stuðning gegnum millifærslukerfin. Draga mun úr ásókn í háskólamenntun á næstu árum að óbreyttu, með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á velferð á Íslandi. Þessa stöðu þurfa ASÍ, BHM, BSRB og KÍ að taka alvarlega. Hvert stefnir hagkerfið? Á árinu 2022 var Ísland framar öðrum Norðurlöndum þegar kemur að jöfnuði í dreifingu ráðstöfunartekna. Þótt jöfnuður og aukin velferð allra hópa eigi að vera markmið okkar á hverjum tíma þá skiptir máli að velta fyrir sér orsakaþáttunum. Hagvöxtur í landinu byggist á atvinnustefnu sem helst skapar láglaunastörf og tekjujöfnunarhlutverk skattkerfisins hefur verið eflt að því marki að minnihluti þjóðarinnar ber skattkerfið uppi. Hér erum við ekki að tala um ríkasta „eina prósentið“ heldur venjulegt launafólk með millitekjur- og efri millitekjur. Verkalýðshreyfingin þarf að vera mun virkari í samtalinu um sanngirni í skattheimtu og hvers konar atvinnuvegir þjóna okkur best til framtíðar. Svo lífsgæði haldi áfram að batna í sátt við samfélag og náttúru. En hugum að þeim áskorunum síðar. Dagurinn í dag er baráttudagur hinna vinnandi stétta og saman leggjum við áherslu á kröfurnar sem gera verður til lífskjara á Íslandi. Þær kröfur eru ekki einsleitar og hagsmunirnir af ýmsum toga. Eitt sameinar þó launafólk; við tilheyrum ekki ríkasta eina prósentinu og við erum í veikri aðstöðu til að ráða eigin kjörum ein og óstudd. Þess vegna skiptir samstaðan máli. Hingað til og hér eftir. Fram til baráttu! Höfundur er formaður BHM.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun