Fögnum unnum sigrum og aðlögumst nýjum tímum Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 1. maí 2024 07:30 Átta tíma vinnudagur, stytting vinnuvikunnar, helgarfrí, launað fæðingarorlof, veikindaréttur, orlofsréttur, atvinnuleysistryggingar, lífeyrisréttindi og örorkubætur. Þessi lífsgæði eru ekki sjálfsprottin heldur afrakstur af áratuga langri réttlætisbaráttu íslensku verkalýðshreyfingarinnar; stærsta lýðræðislega umbótaafls á Íslandi. Í dag, á alþjóðlegum baráttudegi vinnandi fólks, göngum við saman fylktu liði til að fagna unnum sigrum en horfum einnig til nýrra áskorana. Opinskátt samtal um áskoranir og aðlögunarhæfni hreyfingarinnar að nýjum tímum gæti skipt sköpum fyrir hagsmuni launafólks. Millitekjufólk þarf sterkari málsvara í okkur öllum Af opinberri umræðu að dæma mætti stundum ætla að meirihluti umbjóðenda verkalýðshreyfingarinnar sé fólk á lágmarkslaunum. Því fer í raun fjarri. Á árinu 2023 voru aðeins 10% launafólks á vinnumarkaði með regluleg heildarlaun undir 524 þús. kr. á mánaðargrundvelli fyrir fullt starf, 50% voru með yfir tæplega 780 þús. kr. á mánaðargrundvelli. Sjá mynd að neðan. Verkalýðshreyfingin í heild sinni mætti tala skýrar á opinberum vettvangi um hagsmuni launafólks í millitekju- og efri millitekjuhópum t.a.m. um fólk með háskólamenntun eða aðra fagmenntun. Umfjöllun um stöðu þeirra er gjarnan mætt með tómlæti á átakavettvangi hreyfingarinnar þó Ísland sé hröðum skrefum að þróast í átt að hámenntuðu samfélagi. 59% starfandi kvenna á aldrinum 25-64 ára hefur lokið háskólamenntun, en nýtur hennar ekki sem skyldi í launum. Viðurkennt er að kynbundinn launamun megi að miklu leyti rekja til kerfisbundins vanmats á menntun kvenna. Varðar það ekki okkur öll? Vanmat menntunar kemur niður á velferð allra Á árunum 2001-2021 jókst kaupmáttur ráðstöfunartekna hjá fólki með grunnskólamenntun um 30% og um 17% hjá fólki með starfs- og framhaldsmenntun. Kaupmátturinn jókst hins vegar ekkert hjá fólki með meistaragráðu úr háskóla, sjá mynd að neðan. Stór kynslóð ungs háskólamenntaðs fólks horfir nú fram á hverfandi ávinning af menntun sinni, háa byrði námslána, sligandi húsnæðiskostnað og óverulegan stuðning gegnum millifærslukerfin. Draga mun úr ásókn í háskólamenntun á næstu árum að óbreyttu, með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á velferð á Íslandi. Þessa stöðu þurfa ASÍ, BHM, BSRB og KÍ að taka alvarlega. Hvert stefnir hagkerfið? Á árinu 2022 var Ísland framar öðrum Norðurlöndum þegar kemur að jöfnuði í dreifingu ráðstöfunartekna. Þótt jöfnuður og aukin velferð allra hópa eigi að vera markmið okkar á hverjum tíma þá skiptir máli að velta fyrir sér orsakaþáttunum. Hagvöxtur í landinu byggist á atvinnustefnu sem helst skapar láglaunastörf og tekjujöfnunarhlutverk skattkerfisins hefur verið eflt að því marki að minnihluti þjóðarinnar ber skattkerfið uppi. Hér erum við ekki að tala um ríkasta „eina prósentið“ heldur venjulegt launafólk með millitekjur- og efri millitekjur. Verkalýðshreyfingin þarf að vera mun virkari í samtalinu um sanngirni í skattheimtu og hvers konar atvinnuvegir þjóna okkur best til framtíðar. Svo lífsgæði haldi áfram að batna í sátt við samfélag og náttúru. En hugum að þeim áskorunum síðar. Dagurinn í dag er baráttudagur hinna vinnandi stétta og saman leggjum við áherslu á kröfurnar sem gera verður til lífskjara á Íslandi. Þær kröfur eru ekki einsleitar og hagsmunirnir af ýmsum toga. Eitt sameinar þó launafólk; við tilheyrum ekki ríkasta eina prósentinu og við erum í veikri aðstöðu til að ráða eigin kjörum ein og óstudd. Þess vegna skiptir samstaðan máli. Hingað til og hér eftir. Fram til baráttu! Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Kjaraviðræður 2023-24 Verkalýðsdagurinn Kjaramál Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Átta tíma vinnudagur, stytting vinnuvikunnar, helgarfrí, launað fæðingarorlof, veikindaréttur, orlofsréttur, atvinnuleysistryggingar, lífeyrisréttindi og örorkubætur. Þessi lífsgæði eru ekki sjálfsprottin heldur afrakstur af áratuga langri réttlætisbaráttu íslensku verkalýðshreyfingarinnar; stærsta lýðræðislega umbótaafls á Íslandi. Í dag, á alþjóðlegum baráttudegi vinnandi fólks, göngum við saman fylktu liði til að fagna unnum sigrum en horfum einnig til nýrra áskorana. Opinskátt samtal um áskoranir og aðlögunarhæfni hreyfingarinnar að nýjum tímum gæti skipt sköpum fyrir hagsmuni launafólks. Millitekjufólk þarf sterkari málsvara í okkur öllum Af opinberri umræðu að dæma mætti stundum ætla að meirihluti umbjóðenda verkalýðshreyfingarinnar sé fólk á lágmarkslaunum. Því fer í raun fjarri. Á árinu 2023 voru aðeins 10% launafólks á vinnumarkaði með regluleg heildarlaun undir 524 þús. kr. á mánaðargrundvelli fyrir fullt starf, 50% voru með yfir tæplega 780 þús. kr. á mánaðargrundvelli. Sjá mynd að neðan. Verkalýðshreyfingin í heild sinni mætti tala skýrar á opinberum vettvangi um hagsmuni launafólks í millitekju- og efri millitekjuhópum t.a.m. um fólk með háskólamenntun eða aðra fagmenntun. Umfjöllun um stöðu þeirra er gjarnan mætt með tómlæti á átakavettvangi hreyfingarinnar þó Ísland sé hröðum skrefum að þróast í átt að hámenntuðu samfélagi. 59% starfandi kvenna á aldrinum 25-64 ára hefur lokið háskólamenntun, en nýtur hennar ekki sem skyldi í launum. Viðurkennt er að kynbundinn launamun megi að miklu leyti rekja til kerfisbundins vanmats á menntun kvenna. Varðar það ekki okkur öll? Vanmat menntunar kemur niður á velferð allra Á árunum 2001-2021 jókst kaupmáttur ráðstöfunartekna hjá fólki með grunnskólamenntun um 30% og um 17% hjá fólki með starfs- og framhaldsmenntun. Kaupmátturinn jókst hins vegar ekkert hjá fólki með meistaragráðu úr háskóla, sjá mynd að neðan. Stór kynslóð ungs háskólamenntaðs fólks horfir nú fram á hverfandi ávinning af menntun sinni, háa byrði námslána, sligandi húsnæðiskostnað og óverulegan stuðning gegnum millifærslukerfin. Draga mun úr ásókn í háskólamenntun á næstu árum að óbreyttu, með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á velferð á Íslandi. Þessa stöðu þurfa ASÍ, BHM, BSRB og KÍ að taka alvarlega. Hvert stefnir hagkerfið? Á árinu 2022 var Ísland framar öðrum Norðurlöndum þegar kemur að jöfnuði í dreifingu ráðstöfunartekna. Þótt jöfnuður og aukin velferð allra hópa eigi að vera markmið okkar á hverjum tíma þá skiptir máli að velta fyrir sér orsakaþáttunum. Hagvöxtur í landinu byggist á atvinnustefnu sem helst skapar láglaunastörf og tekjujöfnunarhlutverk skattkerfisins hefur verið eflt að því marki að minnihluti þjóðarinnar ber skattkerfið uppi. Hér erum við ekki að tala um ríkasta „eina prósentið“ heldur venjulegt launafólk með millitekjur- og efri millitekjur. Verkalýðshreyfingin þarf að vera mun virkari í samtalinu um sanngirni í skattheimtu og hvers konar atvinnuvegir þjóna okkur best til framtíðar. Svo lífsgæði haldi áfram að batna í sátt við samfélag og náttúru. En hugum að þeim áskorunum síðar. Dagurinn í dag er baráttudagur hinna vinnandi stétta og saman leggjum við áherslu á kröfurnar sem gera verður til lífskjara á Íslandi. Þær kröfur eru ekki einsleitar og hagsmunirnir af ýmsum toga. Eitt sameinar þó launafólk; við tilheyrum ekki ríkasta eina prósentinu og við erum í veikri aðstöðu til að ráða eigin kjörum ein og óstudd. Þess vegna skiptir samstaðan máli. Hingað til og hér eftir. Fram til baráttu! Höfundur er formaður BHM.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun