Úthvíld ríkisstjórn? Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 30. apríl 2024 13:31 Eftir að Katrín Jakobsdóttir steig úr stóli forsætisráðherra hefur taktur ríkisstjórnarinnar snögglega breyst. Ríkisstjórnarsamstarf sem einkennst hefur af því að ekki hefur verið hægt að taka ákvarðanir hefur nú vaknað til lífsins undir forystu Bjarna Benediktssonar. Í ljós kemur að þessi ríkisstjórn er hættuminni rænulaus en eftir að hún komst til meðvitundar. Á nokkrum dögum hefur þrennt gerst: 1. Auðlindir í fjörðum landsins afhentar fyrirtækjum Glænýr matvælaráðherra Vinstri grænna hóf leika á því að flytja frumvarp um að afhenda fiskeldisfyrirtækjum auðlindir í fjörðum landsins til frambúðar. Þetta er sögulega vond byrjun hjá nýjum ráðherra. Hún bendir núna á embættismenn sína og segir að frá þeim hafi þessi vonlausa hugmynd komið. Það er hæpið enda er þessi útfærsla á skjön við aðra lagasetningu um nýtingarrétt á auðlindum. Núgildandi lög um fiskeldi hafa veitt tímabundin leyfi til fyrirtækja. Í orkulögum er talað um tímabundin leyfi. Í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu eru veitt tímabundin leyfi. Og í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð var talað um að tímabinda atvinnuleyfi í náttúruauðlind hálendisins. Á þessari reglu er ein stór undantekning. Útgerðirnar hafa fengið ótímabundinn rétt varðandi fiskinn í sjónum. Og um það snýst þetta mál: Vilji ríkisstjórnarinnar stendur til að gefa fiskeldisfyrirtækjum varanlegan rétt yfir auðlindunum í fjörðum landsins. Flokkarnir hafa allt þeirra samstarf varið óbreytt ástand hvað sjávarútveginn varðar og núna er ætlunin að bæta fiskeldinu undir sama hatt. 2. Lögleg verðsamráð Sami matvælaráðherra hefur líka varið þá ákvörðun að taka samkeppnislög úr sambandi í skjóli nætur hvað varðar búvörur. Hagsmunir neytenda af samkeppni viku þar snarlega fyrir hagsmunum Kaupfélags Skagfirðinga. Og ráðherrann gerir reyndar betur: Hún segir ekkert tilefni til að kanna hvers vegna þetta frumvarp úr hennar eigin ráðuneyti gjörbreyttist og varð að allt öðru máli en ætlun stóð til í upphafi. Hún ver lagasetninguna þrátt fyrir að hvergi sé gengið jafn langt í að skapa möguleika á einokun. 3. Armslengdinni slátrað Þriðja atriðið er að nýr fjármálaráðherra hefur kynnt frumvarp um að ráðherra annist núna sölu á Íslandsbanka. Í kjölfar klúðursins við síðasta hluta sölu bankans sendi ríkisstjórnin út sérstaka fréttatilkynningu um að Bankasýslan yrði lögð niður. Fyrir vikið er enginn opinber aðili sem getur annast söluna. Bankasýslan nýtur augljóslega ekki trausts ríkisstjórnarinnar til að selja en nýtt sölufyrirkomulag hefur ekki verið undirbúið. Stjórnin er of sundruð til þess að standa við loforðið um að koma á fót nýju faglegu fyrirkomulagi fyrir sölu bankans. Niðurstaðan virðist þess vegna vera sú að það sé best að Framsóknarflokkurinn sjái um þessa tugmilljarða sölu. Engin armslengd heldur sjálfur armur ráðherrans. Skildi nokkur manneskja gagnrýni eftirlitsaðila á þann hátt að vænlegast væri fyrir hagsmuni almennings að láta formann Framsóknar annast söluna á þessari eign almennings? Ríkisstjórn með forsætisráðherra í fararbroddi nýtur ekki trausts hjá landsmönnum til að annast söluna sjálf. Vandinn er staða ríkisfjármála á vakt ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin glímir við afleiðingar þess að reka ríkissjóð í mínus sama hvernig árar. Lántökur ríkisins eru dýrar og fjármunir af sölunni eru ríkissjóði því mikilvægir. En það verður að tryggja trúverðuga umgjörð um söluna. Markmiðið er að fá gott verð fyrir bankann og ekki síður að staðið sé að sölunni þannig að ekki þurfi að fara í margra mánaða úttektir á vinnubrögðum í kjölfarið. Það er mikið almannahagsmunamál að hér verði vandað til verka og að salan verði ekki menguð af hagsmunaárekstrum eins og sú síðasta. Almannahagsmunir umfram sérhagsmuni Ríkisstjórnin virðist nú vera vöknuð af sjö ára löngum blundi. Í ljós kemur að hún er betri sofandi en vakandi. Eitt stærsta verkefni stjórnmálanna er að verja almannahagsmuni fyrir ágangi sérhagsmunaafla. Að gæta þess að sérhagsmunirnir séu ekki sterkari en almannahagsmunirnir. Þar hefur ríkisstjórnin snúið hlutverki sínu á haus og gefið hraustlega í undanfarna daga. Þess vegna er svo mikið almannahagsmunamál að ríkisstjórnin fái gott frí frá frekari störfum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Eftir að Katrín Jakobsdóttir steig úr stóli forsætisráðherra hefur taktur ríkisstjórnarinnar snögglega breyst. Ríkisstjórnarsamstarf sem einkennst hefur af því að ekki hefur verið hægt að taka ákvarðanir hefur nú vaknað til lífsins undir forystu Bjarna Benediktssonar. Í ljós kemur að þessi ríkisstjórn er hættuminni rænulaus en eftir að hún komst til meðvitundar. Á nokkrum dögum hefur þrennt gerst: 1. Auðlindir í fjörðum landsins afhentar fyrirtækjum Glænýr matvælaráðherra Vinstri grænna hóf leika á því að flytja frumvarp um að afhenda fiskeldisfyrirtækjum auðlindir í fjörðum landsins til frambúðar. Þetta er sögulega vond byrjun hjá nýjum ráðherra. Hún bendir núna á embættismenn sína og segir að frá þeim hafi þessi vonlausa hugmynd komið. Það er hæpið enda er þessi útfærsla á skjön við aðra lagasetningu um nýtingarrétt á auðlindum. Núgildandi lög um fiskeldi hafa veitt tímabundin leyfi til fyrirtækja. Í orkulögum er talað um tímabundin leyfi. Í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu eru veitt tímabundin leyfi. Og í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð var talað um að tímabinda atvinnuleyfi í náttúruauðlind hálendisins. Á þessari reglu er ein stór undantekning. Útgerðirnar hafa fengið ótímabundinn rétt varðandi fiskinn í sjónum. Og um það snýst þetta mál: Vilji ríkisstjórnarinnar stendur til að gefa fiskeldisfyrirtækjum varanlegan rétt yfir auðlindunum í fjörðum landsins. Flokkarnir hafa allt þeirra samstarf varið óbreytt ástand hvað sjávarútveginn varðar og núna er ætlunin að bæta fiskeldinu undir sama hatt. 2. Lögleg verðsamráð Sami matvælaráðherra hefur líka varið þá ákvörðun að taka samkeppnislög úr sambandi í skjóli nætur hvað varðar búvörur. Hagsmunir neytenda af samkeppni viku þar snarlega fyrir hagsmunum Kaupfélags Skagfirðinga. Og ráðherrann gerir reyndar betur: Hún segir ekkert tilefni til að kanna hvers vegna þetta frumvarp úr hennar eigin ráðuneyti gjörbreyttist og varð að allt öðru máli en ætlun stóð til í upphafi. Hún ver lagasetninguna þrátt fyrir að hvergi sé gengið jafn langt í að skapa möguleika á einokun. 3. Armslengdinni slátrað Þriðja atriðið er að nýr fjármálaráðherra hefur kynnt frumvarp um að ráðherra annist núna sölu á Íslandsbanka. Í kjölfar klúðursins við síðasta hluta sölu bankans sendi ríkisstjórnin út sérstaka fréttatilkynningu um að Bankasýslan yrði lögð niður. Fyrir vikið er enginn opinber aðili sem getur annast söluna. Bankasýslan nýtur augljóslega ekki trausts ríkisstjórnarinnar til að selja en nýtt sölufyrirkomulag hefur ekki verið undirbúið. Stjórnin er of sundruð til þess að standa við loforðið um að koma á fót nýju faglegu fyrirkomulagi fyrir sölu bankans. Niðurstaðan virðist þess vegna vera sú að það sé best að Framsóknarflokkurinn sjái um þessa tugmilljarða sölu. Engin armslengd heldur sjálfur armur ráðherrans. Skildi nokkur manneskja gagnrýni eftirlitsaðila á þann hátt að vænlegast væri fyrir hagsmuni almennings að láta formann Framsóknar annast söluna á þessari eign almennings? Ríkisstjórn með forsætisráðherra í fararbroddi nýtur ekki trausts hjá landsmönnum til að annast söluna sjálf. Vandinn er staða ríkisfjármála á vakt ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin glímir við afleiðingar þess að reka ríkissjóð í mínus sama hvernig árar. Lántökur ríkisins eru dýrar og fjármunir af sölunni eru ríkissjóði því mikilvægir. En það verður að tryggja trúverðuga umgjörð um söluna. Markmiðið er að fá gott verð fyrir bankann og ekki síður að staðið sé að sölunni þannig að ekki þurfi að fara í margra mánaða úttektir á vinnubrögðum í kjölfarið. Það er mikið almannahagsmunamál að hér verði vandað til verka og að salan verði ekki menguð af hagsmunaárekstrum eins og sú síðasta. Almannahagsmunir umfram sérhagsmuni Ríkisstjórnin virðist nú vera vöknuð af sjö ára löngum blundi. Í ljós kemur að hún er betri sofandi en vakandi. Eitt stærsta verkefni stjórnmálanna er að verja almannahagsmuni fyrir ágangi sérhagsmunaafla. Að gæta þess að sérhagsmunirnir séu ekki sterkari en almannahagsmunirnir. Þar hefur ríkisstjórnin snúið hlutverki sínu á haus og gefið hraustlega í undanfarna daga. Þess vegna er svo mikið almannahagsmunamál að ríkisstjórnin fái gott frí frá frekari störfum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar