Hver er pælingin? Ásgeir Brynjar Torfason skrifar 28. apríl 2024 11:01 „Bærinn er skrítinn, hann er fullur af húsum, hús meðfram öllum götum í röðum liggja, aldraðir byggja og ungir menn kaupa lóðir og ætla sér líklega að byggja“ - Svo kvað borgarskáldið Tómas Guðmundsson fyrir löngu. En hvernig býr fólk sér til híbýli? Hús þarf að byggja. Það hefur löngum þótt betra að nýta sér krafta sérhæfingar, allt frá sautján hundruð og eitthvað á dögum Adam Smith sem talaði fyrir afli hagræðingarinnar, með því að hver geri þann hlut sem hæfir best hverju og einu okkar. Í húsnæðisuppbyggingu sjá þá píparar um lagnir, rafvirkjar um rafmagn og smiðir um smíðina. Þannig á að vera hagkvæmast að sérhæfðir byggingaraðilar byggi húsnæði í stað þess að hver byggi sér sitt heimili með öllu því óhagræði sem af því hlýst. Til þess að mega byggja hús þá þarf líka þekkingu, menntun og leyfi til byggingar á tilteknum stað. Við viljum ekki að húsin hrynji í jarðskjálfta. Ekki viljum við heldur að húsin mygli af raka. Hús veita skjól frá veðri og vindum. Byggingar eiga að duga í hundrað ár eða áttu að gera það hið minnsta. Nú er mikill skortur á húsnæði. Okkur fjölgar hratt hér á landi. Þó fæðingum fækki reyndar mikið. Aðflutningur fólks til landsins eykur eftirspurn eftir húsnæði. Mikil fjölgun ferðamanna og skortur á hótelherbergjum hefur einnig búið til möguleika með hjálp tæknilausna á því að leigja íbúðir til skamms tíma til ferðalanga. Þetta hefur breytt fjölda híbýla úr rými fyrir heimili yfir í gistirými. Fólkið sem kemur til að starfa við hinn vaxandi ferðaiðnað þarf síðan líka híbýli. Markaðurinn margumtalaði og kraftarnir á honum eiga að leysa úr því að framboð aukist á húsnæði. Samt birtast tölur í nýjustu skýrslum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um að minna sé byggt, framboð sé minnkandi og eftirspurn sé vaxandi. Þetta ástand drífur áfram verðhækkanir á húsnæði. Þær hækkanir ná jafnvel til óbyggðra lóða með byggingarleyfi þar sem eftir á að byggja. Húsnæðisuppbyggingarfyrirtækin sem eiga lóðirnar selja þær síðan sín á milli til þess að raungera hagnaðinn úr bókhaldinu. Þannig er hægt að græða peninga með því að byggja ekki á lóð fyrir nýja íbúðabyggð. Vextir sem hafa hækkað vegna verðbólgu hækka síðan húsnæðiskostnað enn meira og vegna hækkandi húsnæðisverðs þá hækkar verðbólgan meira þannig að ekki er hægt að lækka vexti og byggingarkostnaðurinn hækkar líka vegna háu vaxtanna. Þverstæðan sem í þessu ástandi birtist verður varla leyst með því að bíða eftir því að markaðurinn leysi úr því. Hvernig gerist það þá? Hvað er hægt að gera í staðinn? Hver er pælingin? Höfundur er með doktorspróf í fjármálum og tekur þátt í þverfaglegum rannsóknarhópi um Híbýlaauð. Hópurinn sýnir í porti Hafnarhússins í Listasafni Reykjavík sem hluti af dagskrá Hönnunarmars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Gervigreind í námi: 5 lykilskref fyrir öryggi nemenda Björgmundur Guðmundsson Skoðun Þjóðkirkja á réttri leið Þórður Guðmundsson Skoðun Falin tækifæri til náms Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Við þurfum hagkvæmu virkjunarkostina Gunnar Guðni Tómasson Skoðun Staðreyndir um einfaldara regluverk Guðlaugur Þór Þórðarson Skoðun Opið bréf til Rósu Guðbjartsdóttur Margrét Kristín Blöndal Skoðun Veitingastaðir eru ekki kjarnorkuver Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun “Jákvæð viðbrögð” um veiðigjaldið? Heimir Örn Árnason Skoðun Halldór 21.06.2025 Halldór Rangfærslur Viðskiptaráðs Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðkirkja á réttri leið Þórður Guðmundsson skrifar Skoðun Staðreyndir um einfaldara regluverk Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Við þurfum hagkvæmu virkjunarkostina Gunnar Guðni Tómasson skrifar Skoðun Falin tækifæri til náms Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í námi: 5 lykilskref fyrir öryggi nemenda Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Grein til stuðnings Söngskóla Sigurðar Demetz Sveinn Dúa Hjörleifsson,Eyrún Unnarsdóttir,Elmar GIlbertsson,Álfheiður Guðmundsdóttir,Kristján Jóhannesson skrifar Skoðun “Jákvæð viðbrögð” um veiðigjaldið? Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Skattgreiðendur látnir borga brúsann Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Nokkur orð um Kúbudeiluna og viðskiptabannið Gylfi Páll Hersir skrifar Skoðun Ráðherrar með reiknivél og leyndarhyggju Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Gróf misbeiting illa fengins valds Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) grein 2 Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Það verða aðrir þjóðhátíðardagar fyrir okkur en dagar Palestínumanna eru taldir Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Pólítískt hugrekki Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vísir að lægri orkureikningi Einar Vilmarsson skrifar Skoðun Frábær fundur, frábært framtak, vanvirk stjórnsýsla, meðvirk stjórnvöld Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Opið bréf til Rósu Guðbjartsdóttur Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Mikil réttarbót fyrir fatlað fólk mætir hindrunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verið brjáluð. Ég fer ekki neitt Ian McDonald skrifar Skoðun Hvernig eiga umsækjendur í opinbera sjóði að fylgja forsendum sem eru þversagnakenndar? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Við viljum styðja ungmenni í að velja rétt fyrir sig og sína framtíð Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veitingastaðir eru ekki kjarnorkuver Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Nýr vegvísir Evrópusambandsins um jafnrétti kynjanna Clara Ganslandt skrifar Skoðun Frá stjórnun til tengsla – Endurmat á atferlismeðferð í ljósi tilfinningagreindar Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Blaður 35 Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá forsætisráðherrra til ferðaþjónustunnar Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Nú hefst samræmt próf í stærðfræði Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur Viðskiptaráðs Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sanngirni í Kópavogsmódelinu Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
„Bærinn er skrítinn, hann er fullur af húsum, hús meðfram öllum götum í röðum liggja, aldraðir byggja og ungir menn kaupa lóðir og ætla sér líklega að byggja“ - Svo kvað borgarskáldið Tómas Guðmundsson fyrir löngu. En hvernig býr fólk sér til híbýli? Hús þarf að byggja. Það hefur löngum þótt betra að nýta sér krafta sérhæfingar, allt frá sautján hundruð og eitthvað á dögum Adam Smith sem talaði fyrir afli hagræðingarinnar, með því að hver geri þann hlut sem hæfir best hverju og einu okkar. Í húsnæðisuppbyggingu sjá þá píparar um lagnir, rafvirkjar um rafmagn og smiðir um smíðina. Þannig á að vera hagkvæmast að sérhæfðir byggingaraðilar byggi húsnæði í stað þess að hver byggi sér sitt heimili með öllu því óhagræði sem af því hlýst. Til þess að mega byggja hús þá þarf líka þekkingu, menntun og leyfi til byggingar á tilteknum stað. Við viljum ekki að húsin hrynji í jarðskjálfta. Ekki viljum við heldur að húsin mygli af raka. Hús veita skjól frá veðri og vindum. Byggingar eiga að duga í hundrað ár eða áttu að gera það hið minnsta. Nú er mikill skortur á húsnæði. Okkur fjölgar hratt hér á landi. Þó fæðingum fækki reyndar mikið. Aðflutningur fólks til landsins eykur eftirspurn eftir húsnæði. Mikil fjölgun ferðamanna og skortur á hótelherbergjum hefur einnig búið til möguleika með hjálp tæknilausna á því að leigja íbúðir til skamms tíma til ferðalanga. Þetta hefur breytt fjölda híbýla úr rými fyrir heimili yfir í gistirými. Fólkið sem kemur til að starfa við hinn vaxandi ferðaiðnað þarf síðan líka híbýli. Markaðurinn margumtalaði og kraftarnir á honum eiga að leysa úr því að framboð aukist á húsnæði. Samt birtast tölur í nýjustu skýrslum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um að minna sé byggt, framboð sé minnkandi og eftirspurn sé vaxandi. Þetta ástand drífur áfram verðhækkanir á húsnæði. Þær hækkanir ná jafnvel til óbyggðra lóða með byggingarleyfi þar sem eftir á að byggja. Húsnæðisuppbyggingarfyrirtækin sem eiga lóðirnar selja þær síðan sín á milli til þess að raungera hagnaðinn úr bókhaldinu. Þannig er hægt að græða peninga með því að byggja ekki á lóð fyrir nýja íbúðabyggð. Vextir sem hafa hækkað vegna verðbólgu hækka síðan húsnæðiskostnað enn meira og vegna hækkandi húsnæðisverðs þá hækkar verðbólgan meira þannig að ekki er hægt að lækka vexti og byggingarkostnaðurinn hækkar líka vegna háu vaxtanna. Þverstæðan sem í þessu ástandi birtist verður varla leyst með því að bíða eftir því að markaðurinn leysi úr því. Hvernig gerist það þá? Hvað er hægt að gera í staðinn? Hver er pælingin? Höfundur er með doktorspróf í fjármálum og tekur þátt í þverfaglegum rannsóknarhópi um Híbýlaauð. Hópurinn sýnir í porti Hafnarhússins í Listasafni Reykjavík sem hluti af dagskrá Hönnunarmars.
Skoðun Grein til stuðnings Söngskóla Sigurðar Demetz Sveinn Dúa Hjörleifsson,Eyrún Unnarsdóttir,Elmar GIlbertsson,Álfheiður Guðmundsdóttir,Kristján Jóhannesson skrifar
Skoðun Það verða aðrir þjóðhátíðardagar fyrir okkur en dagar Palestínumanna eru taldir Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Frábær fundur, frábært framtak, vanvirk stjórnsýsla, meðvirk stjórnvöld Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Hvernig eiga umsækjendur í opinbera sjóði að fylgja forsendum sem eru þversagnakenndar? Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Við viljum styðja ungmenni í að velja rétt fyrir sig og sína framtíð Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá stjórnun til tengsla – Endurmat á atferlismeðferð í ljósi tilfinningagreindar Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar