Hvað varð um samveruna? Hildur Gunnarsdóttir skrifar 27. apríl 2024 11:32 Samvera finnur sér stað þar sem byggt er undir hana. Samveran getur fundið sér stað á bekk undir beru lofti á sólríku dvalarsvæði, í göturýminu, í þvottahúsinu í sameigninni, á stigapallinum á milli 2. og 3. hæðar, í stofunni og í alrýminu svokallaða. Hægt er að njóta samveru í nýendurvakinni saunu á efstu hæð hjá framtakssömu ungu fólki á Flyðrugranda eða í leikherbergi sameignar verkamannabústaðablokkar í Breiðholti, þar sem undirrituð æfði dansa og leikrit með vinkonum á síðustu öld. Reykvískar íbúðabyggingar segja sögu tíðarandans. Að byggt var af metnaði fyrir verkafólk í verkamannabústaðakerfinu sáluga, hvernig stéttarfélög byggðu fyrir eigin meðlimi og borgin fyrir þau efnaminnstu. Á tímabili þótti sjálfsagt að gera ráð fyrir herbergi í kjallara eða undir súð fyrir gesti utan af landi eða eldri börn. Fullbúið baðherbergi var í íbúðum verkamannabústaða á Hringbraut og eldhús í verkamannabústöðum í bökkum í Breiðholti voru opin og í beinu sambandi við borðstofu og stofu, sem var nýjung á þeim tíma. Gert var ráð fyrir leikherbergjum í sameign, aðstöðu fyrir húsfélag, salerni, þvotta- og þurrkrými og svo mætti lengi telja. Lóðin var heldur ekki undanskilin. Þar var hægt að leika og dvelja og oft rækta garðinn sinn. Þarfir fólks hafa eflaust breyst frá fyrri tíma og fjölskyldustærðir einnig. Margar þessara íbúðabygginga eru samt sem áður vinsæl vara á húsnæðismarkaði dagsins í dag, vegna þeirrar umgjarðar sem þeim var búin. Danir eru þekktir fyrir að leggja metnað bæði í húsbyggingar og lýðræðislegt samfélag. Hin margverðlaunaða arkitektastofa Vandkunsten gaf á síðasta ári út heftið Bofællesskaber / Co-housing þar sem íbúðarbyggingum stofunnar eru gerð skil. Verkin endurspegla vilja arkitektanna til að skapa góð skilyrði til að efla samveru íbúa með áherslu á sameiginleg rými: „Samvera er markmiðið. Við trúum á að góður arkitektúr skapi gott samfélag.“ Litið var til Dana þegar endurreisa átti óhagnaðardrifið húsnæðiskerfi árið 2015 í kjölfar samninga á vinnumarkaði. Ýmis grundvallaratriði almenna danska húsnæðiskerfisins skoluðust þó til í meðferð þingsins og eftir stóð húsnæðiskerfi sem átti aðeins nafnið og leiguformið sameiginlegt með fyrirmyndinni. Opinberir aðilar skilgreindu hagkvæmni óhagnaðardrifinnar húsnæðisuppbyggingar og þar með forsendu fyrir veitingu stofnframlaga, þannig að sameign fjölbýlishússins væri lítil sem engin, eða undir 15% af heildarflatarmáli. Krafa um lága húsaleigu, til þess að mæta greiðslugetu láglaunafólks, urðu þess valdandi að íbúðirnar minnkuðu líka og var sparnaðurinn aðallega tekinn út í íverurýmum. Eftir standa íbúðabyggingar með litlum sem engum íverurýmum til samveru innan og utan íbúðar. Garðarnir eru svo afgangsstærð. Húsnæðisátak sem hófst fyrir næstum 10 árum stendur enn með sömu formerkjum. Átakið er reglulega endurvakið við gerð kjarasamninga og stjórnarsáttmála, þó að áhrifin á húsnæðismarkað til jöfnuðar láti bíða eftir sér. Erum við á réttri leið? Hvar er pláss fyrir samveruna í sífellt þéttari byggð? Er einvera og einmanaleiki eitthvað til að hafa áhyggjur af? Eru nýjar íbúðabyggingar byggðar með þarfir fólks í huga eða er þörf á að staldra við og endurskoða forsendur áður en kerfin eru endurræst? Höfundur er arkitekt og hluti af þverfaglegum hópi Híbýlaauðs. Hópurinn sýnir í Hafnarhúsinu sem hluti af dagskrá Hönnunarmars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arkitektúr Reykjavík Danmörk Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Samvera finnur sér stað þar sem byggt er undir hana. Samveran getur fundið sér stað á bekk undir beru lofti á sólríku dvalarsvæði, í göturýminu, í þvottahúsinu í sameigninni, á stigapallinum á milli 2. og 3. hæðar, í stofunni og í alrýminu svokallaða. Hægt er að njóta samveru í nýendurvakinni saunu á efstu hæð hjá framtakssömu ungu fólki á Flyðrugranda eða í leikherbergi sameignar verkamannabústaðablokkar í Breiðholti, þar sem undirrituð æfði dansa og leikrit með vinkonum á síðustu öld. Reykvískar íbúðabyggingar segja sögu tíðarandans. Að byggt var af metnaði fyrir verkafólk í verkamannabústaðakerfinu sáluga, hvernig stéttarfélög byggðu fyrir eigin meðlimi og borgin fyrir þau efnaminnstu. Á tímabili þótti sjálfsagt að gera ráð fyrir herbergi í kjallara eða undir súð fyrir gesti utan af landi eða eldri börn. Fullbúið baðherbergi var í íbúðum verkamannabústaða á Hringbraut og eldhús í verkamannabústöðum í bökkum í Breiðholti voru opin og í beinu sambandi við borðstofu og stofu, sem var nýjung á þeim tíma. Gert var ráð fyrir leikherbergjum í sameign, aðstöðu fyrir húsfélag, salerni, þvotta- og þurrkrými og svo mætti lengi telja. Lóðin var heldur ekki undanskilin. Þar var hægt að leika og dvelja og oft rækta garðinn sinn. Þarfir fólks hafa eflaust breyst frá fyrri tíma og fjölskyldustærðir einnig. Margar þessara íbúðabygginga eru samt sem áður vinsæl vara á húsnæðismarkaði dagsins í dag, vegna þeirrar umgjarðar sem þeim var búin. Danir eru þekktir fyrir að leggja metnað bæði í húsbyggingar og lýðræðislegt samfélag. Hin margverðlaunaða arkitektastofa Vandkunsten gaf á síðasta ári út heftið Bofællesskaber / Co-housing þar sem íbúðarbyggingum stofunnar eru gerð skil. Verkin endurspegla vilja arkitektanna til að skapa góð skilyrði til að efla samveru íbúa með áherslu á sameiginleg rými: „Samvera er markmiðið. Við trúum á að góður arkitektúr skapi gott samfélag.“ Litið var til Dana þegar endurreisa átti óhagnaðardrifið húsnæðiskerfi árið 2015 í kjölfar samninga á vinnumarkaði. Ýmis grundvallaratriði almenna danska húsnæðiskerfisins skoluðust þó til í meðferð þingsins og eftir stóð húsnæðiskerfi sem átti aðeins nafnið og leiguformið sameiginlegt með fyrirmyndinni. Opinberir aðilar skilgreindu hagkvæmni óhagnaðardrifinnar húsnæðisuppbyggingar og þar með forsendu fyrir veitingu stofnframlaga, þannig að sameign fjölbýlishússins væri lítil sem engin, eða undir 15% af heildarflatarmáli. Krafa um lága húsaleigu, til þess að mæta greiðslugetu láglaunafólks, urðu þess valdandi að íbúðirnar minnkuðu líka og var sparnaðurinn aðallega tekinn út í íverurýmum. Eftir standa íbúðabyggingar með litlum sem engum íverurýmum til samveru innan og utan íbúðar. Garðarnir eru svo afgangsstærð. Húsnæðisátak sem hófst fyrir næstum 10 árum stendur enn með sömu formerkjum. Átakið er reglulega endurvakið við gerð kjarasamninga og stjórnarsáttmála, þó að áhrifin á húsnæðismarkað til jöfnuðar láti bíða eftir sér. Erum við á réttri leið? Hvar er pláss fyrir samveruna í sífellt þéttari byggð? Er einvera og einmanaleiki eitthvað til að hafa áhyggjur af? Eru nýjar íbúðabyggingar byggðar með þarfir fólks í huga eða er þörf á að staldra við og endurskoða forsendur áður en kerfin eru endurræst? Höfundur er arkitekt og hluti af þverfaglegum hópi Híbýlaauðs. Hópurinn sýnir í Hafnarhúsinu sem hluti af dagskrá Hönnunarmars.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun