Af hverju að gera rekstraráætlun? Karl Sólnes Jónsson skrifar 23. apríl 2024 13:00 Eitt það mikilvægasta sem ég hef lært í mínum störfum gegnum tíðina er gildi þess að gera góða og raunhæfa áætlun áður en ráðist er í verkefni, stór eða smá. Allir sem vilja ná markmiðum sínum í fjármálum ættu að gera einhvers konar áætlun til framtíðar. Hvort sem um er að ræða heimilisbókhaldið, einföld markmið í sparnaði, frumkvöðul með nýja viðskiptahugmynd eða stórfyrirtæki sem vilja geta haft sem besta mynd af sínum rekstri, þá er alltaf gulls ígildi að undirbúa sig vel. Í upphafi skyldi endinn skoða. Rekstraráætlun fyrirtækja Í fyrirtækjarekstri eru rekstraráætlanir mikilvægar fyrir stjórnendur fyrirtækja svo þeir geti betur lagt niður fyrir sig helstu forsendur rekstrarins og varpað ljósi á þær áskoranir sem framundan eru. Í áætluninni eru tekjur taldar saman og sá kostnaður sem fellur til á móti. Rekstraráætlun er mikilvægt tæki fyrir eigendur fyrirtækja til að taka ákvarðanir í rekstri sínum, en einnig til að kynna viðskiptahugmynd, eða jafnvel fyrirtækið sjálft, fyrir fjárfestum, lánveitendum eða öðrum sem gætu mögulega viljað taka þátt í verkefninu á einhvern hátt. Hvað ber að varast? Til þess að áætlun sé gagnleg er mikilvægt að hafa fæturna kyrfilega á jörðinni við gerð hennar. Algengasti vandinn er ákveðin almenn tilhneiging til að knýja fram niðurstöðu sem staðfestir þá útkomu sem vonast er eftir. Við gerð áætlunar getur líka verið erfitt að áætla tekjur inn í framtíðina þar sem þær ráðast oft af ófyrirsjáanlegri eftirspurn fólks og fyrirtækja. Til að meta tekjur er hægt að nýta upplýsingar um tekjur í fortíð til að áætla þær inn í framtíðina en samhliða því er mikilvægt að gæta hófs í að áætla vöxt. Tækifæri og áhættur Að mínu mati er hins vegar farsælast að einbeita sér að kostnaðarhliðinni fyrst. Kostnaður sem fellur til í hverjum mánuði óháð sölu er svokallaður fastur kostnaður. Breytilegur kostnaður er svo sá kostnaður sem breytist eftir því hversu mikil umsvif fyrirtækisins eru hverju sinni. Við áætlunargerð er gott að velta upp þeim möguleikum sem eru til staðar til að hagræða og lækka kostnað. Þegar rekstraráætlun liggur fyrir er hægt að vinna með hana á ýmsa vegu til að fá fram mismunandi sviðsmyndir svo auðveldara sé að haga seglum eftir vindi. Þannig er vel unnin áætlun mikilvægt tæki til að vega og meta bæði tækifæri og áhættur, og lykillinn að góðum og farsælum rekstri. Höfundur er viðskiptastjóri fyrirtækja hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslandsbanki Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Eitt það mikilvægasta sem ég hef lært í mínum störfum gegnum tíðina er gildi þess að gera góða og raunhæfa áætlun áður en ráðist er í verkefni, stór eða smá. Allir sem vilja ná markmiðum sínum í fjármálum ættu að gera einhvers konar áætlun til framtíðar. Hvort sem um er að ræða heimilisbókhaldið, einföld markmið í sparnaði, frumkvöðul með nýja viðskiptahugmynd eða stórfyrirtæki sem vilja geta haft sem besta mynd af sínum rekstri, þá er alltaf gulls ígildi að undirbúa sig vel. Í upphafi skyldi endinn skoða. Rekstraráætlun fyrirtækja Í fyrirtækjarekstri eru rekstraráætlanir mikilvægar fyrir stjórnendur fyrirtækja svo þeir geti betur lagt niður fyrir sig helstu forsendur rekstrarins og varpað ljósi á þær áskoranir sem framundan eru. Í áætluninni eru tekjur taldar saman og sá kostnaður sem fellur til á móti. Rekstraráætlun er mikilvægt tæki fyrir eigendur fyrirtækja til að taka ákvarðanir í rekstri sínum, en einnig til að kynna viðskiptahugmynd, eða jafnvel fyrirtækið sjálft, fyrir fjárfestum, lánveitendum eða öðrum sem gætu mögulega viljað taka þátt í verkefninu á einhvern hátt. Hvað ber að varast? Til þess að áætlun sé gagnleg er mikilvægt að hafa fæturna kyrfilega á jörðinni við gerð hennar. Algengasti vandinn er ákveðin almenn tilhneiging til að knýja fram niðurstöðu sem staðfestir þá útkomu sem vonast er eftir. Við gerð áætlunar getur líka verið erfitt að áætla tekjur inn í framtíðina þar sem þær ráðast oft af ófyrirsjáanlegri eftirspurn fólks og fyrirtækja. Til að meta tekjur er hægt að nýta upplýsingar um tekjur í fortíð til að áætla þær inn í framtíðina en samhliða því er mikilvægt að gæta hófs í að áætla vöxt. Tækifæri og áhættur Að mínu mati er hins vegar farsælast að einbeita sér að kostnaðarhliðinni fyrst. Kostnaður sem fellur til í hverjum mánuði óháð sölu er svokallaður fastur kostnaður. Breytilegur kostnaður er svo sá kostnaður sem breytist eftir því hversu mikil umsvif fyrirtækisins eru hverju sinni. Við áætlunargerð er gott að velta upp þeim möguleikum sem eru til staðar til að hagræða og lækka kostnað. Þegar rekstraráætlun liggur fyrir er hægt að vinna með hana á ýmsa vegu til að fá fram mismunandi sviðsmyndir svo auðveldara sé að haga seglum eftir vindi. Þannig er vel unnin áætlun mikilvægt tæki til að vega og meta bæði tækifæri og áhættur, og lykillinn að góðum og farsælum rekstri. Höfundur er viðskiptastjóri fyrirtækja hjá Íslandsbanka.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun