Fé, fæða og fjármálaáætlun Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 20. apríl 2024 08:00 Málefni matvælaráðuneytisins bera oft á góma í samtölum fólks. Það er eðlilegt, á könnu ráðuneytisins eru fjöldi málaflokka sem varða okkar daglega líf, matinn sem við borðum, stórar atvinnugreinar og umhverfið í kringum okkur. Verkefnin framundan í matvælaráðuneytinu byggja á markvissri stefnumótun síðustu ára. Mikil áhersla hefur verið lögð á að skapa langtímasýn í kjarnagreinum matvælaframleiðslu, þar tek ég við góðu búi. Sækjum fram í landbúnaði Í landbúnaði er stefnt að því að efla enn frekar fæðuöryggi, heilnæmi matvöru og velferð dýra. Við erum að auka fjármagn til að efla kornrækt samkvæmt aðgerðaáætlun, um 2 milljarðar á gildistíma áætlunarinnar. Áfram verður unnið að aðgerðum til innleiðingar verndandi arfgerða í íslenska sauðfjárstofninum sem hafa þegar verið fjármagnaðar. Það er mikið kappsmál fyrir okkur öll að þau áform gangi sem best og að við ráðum niðurlögum riðu. Miklum fjármunum hefur verið varið í niðurskurð á sauðfé vegna riðusmita, þá eru ótalin þau skelfilegu félagslegu áhrif sem hún hefur haft á bændur. Gert er ráð fyrir auknum fjárheimildum til lofts¬lagsaðgerða í landbúnaði en loftlagsbreytingar af mannavöldum eru ein helsta áskorunin í matvælaframleiðslu. Unnið hefur verið að endurskoðun aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum sem matvælaráðuneytið tók virkan þátt í og leiddi endurskoðun aðgerða vegna landbúnaðar og landnotkunar sem og mótun aðgerða vegna haftengdrar starfsemi. Hafið bláa hafið Öflugar hafrannsóknir eru grunnur að því að hér takist að halda úti skilvirkum veiðum og lágmarka þannig losun vegna þeirrar starfsemi. Hafrannsóknir skipta einnig sköpum í lagareldi. En flestum er kunnugt um strok, sjúkdóma og sníkjudýr sem hafa plagað greinina. Það liggur því augum uppi mikilvægi þess að styrkja umgjörð og eftirlit greinarinnar svo að hún hafi tækifæri til að vaxa á sjálfbæran hátt. Í fjármálaáætlun er tryggt fjármagn til Hafrannsóknarstofnunar til rannsókna og vöktunar sem er afar brýnt. Alþingi hefur auk þess tryggt aukna fjárveitingu til rannsókna á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis. Aukið eftirlit er mikilvægur þáttur í þeim breytingum sem við viljum sjá í greininni. Mannleg mistök eru megin ástæða stroks og er skýrt kveðið á um hert eftirlit og viðurlög við því í frumvarpinu. Þetta tel ég vera mikilvæga þætti í því að treysta sjálfbærni matvælaframleiðslu. Auk þess að skapa kjarnagreinum matvælaframleiðslu skilyrði til aukinnar verðmætasköpunar með sjálfbæra nýtingu og vistkerfisnálgun að leiðarljósi. Þannig sköpum við farsælli framtíð fyrir okkur öll. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landbúnaður Sjávarútvegur Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Málefni matvælaráðuneytisins bera oft á góma í samtölum fólks. Það er eðlilegt, á könnu ráðuneytisins eru fjöldi málaflokka sem varða okkar daglega líf, matinn sem við borðum, stórar atvinnugreinar og umhverfið í kringum okkur. Verkefnin framundan í matvælaráðuneytinu byggja á markvissri stefnumótun síðustu ára. Mikil áhersla hefur verið lögð á að skapa langtímasýn í kjarnagreinum matvælaframleiðslu, þar tek ég við góðu búi. Sækjum fram í landbúnaði Í landbúnaði er stefnt að því að efla enn frekar fæðuöryggi, heilnæmi matvöru og velferð dýra. Við erum að auka fjármagn til að efla kornrækt samkvæmt aðgerðaáætlun, um 2 milljarðar á gildistíma áætlunarinnar. Áfram verður unnið að aðgerðum til innleiðingar verndandi arfgerða í íslenska sauðfjárstofninum sem hafa þegar verið fjármagnaðar. Það er mikið kappsmál fyrir okkur öll að þau áform gangi sem best og að við ráðum niðurlögum riðu. Miklum fjármunum hefur verið varið í niðurskurð á sauðfé vegna riðusmita, þá eru ótalin þau skelfilegu félagslegu áhrif sem hún hefur haft á bændur. Gert er ráð fyrir auknum fjárheimildum til lofts¬lagsaðgerða í landbúnaði en loftlagsbreytingar af mannavöldum eru ein helsta áskorunin í matvælaframleiðslu. Unnið hefur verið að endurskoðun aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum sem matvælaráðuneytið tók virkan þátt í og leiddi endurskoðun aðgerða vegna landbúnaðar og landnotkunar sem og mótun aðgerða vegna haftengdrar starfsemi. Hafið bláa hafið Öflugar hafrannsóknir eru grunnur að því að hér takist að halda úti skilvirkum veiðum og lágmarka þannig losun vegna þeirrar starfsemi. Hafrannsóknir skipta einnig sköpum í lagareldi. En flestum er kunnugt um strok, sjúkdóma og sníkjudýr sem hafa plagað greinina. Það liggur því augum uppi mikilvægi þess að styrkja umgjörð og eftirlit greinarinnar svo að hún hafi tækifæri til að vaxa á sjálfbæran hátt. Í fjármálaáætlun er tryggt fjármagn til Hafrannsóknarstofnunar til rannsókna og vöktunar sem er afar brýnt. Alþingi hefur auk þess tryggt aukna fjárveitingu til rannsókna á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis. Aukið eftirlit er mikilvægur þáttur í þeim breytingum sem við viljum sjá í greininni. Mannleg mistök eru megin ástæða stroks og er skýrt kveðið á um hert eftirlit og viðurlög við því í frumvarpinu. Þetta tel ég vera mikilvæga þætti í því að treysta sjálfbærni matvælaframleiðslu. Auk þess að skapa kjarnagreinum matvælaframleiðslu skilyrði til aukinnar verðmætasköpunar með sjálfbæra nýtingu og vistkerfisnálgun að leiðarljósi. Þannig sköpum við farsælli framtíð fyrir okkur öll. Höfundur er matvælaráðherra.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun