Sameinum 2. og 3. deild karla í knattspyrnu Bergvin Oddsson skrifar 17. apríl 2024 16:31 Það er mjög kostnaðarsamt að halda úti meistaraflokksstarfi í neðri deildum íslenska fótboltans. Ég efa það ekki að það sé einnig kostnaðarsamt að halda úti meistaraflokksstarfi í efstu deildum einnig. Í þessari grein ætla ég að útskýra afhverju við ættum að sameina 2. og 3. deild karla í tvær deildir eftir landfræðilegri staðsetningu liðanna. Ásamt því að útskýra hvar mörkin ættu að liggja. Í dag er þessu háttað að allt niður í 3. deild eru liðin hvar sem er á landinu og mörg kostnaðarsöm ferðalög fyrir liðin að sunnan að fara norður og austur og sömuleiðis fyrir liðin að austan og norðan að fara suður eða vestur. Á síðustu misserum höfum við séð lið draga lið sín frá keppni og er ástæðan einföld, of kostnaðarsamt. Kórdrengir, lið í 1. deild, dró sitt lið frá keppni ásamt Einherja á Vopnafirði í 3. deildinni. Ég minnist þess ekki að tvö lið í efstu fjórum deildum Íslandsmótsins hafi dregið lið úr kepni á sama vetrinum. Í handboltanum í Þýskalandi í 2. deildinni er suður og norður deild einmitt til þess að minnka ferðakostnað. Það er ekki bara ferðakostnaðurinn heldur einnig að gera umhverfi leikmanna sem og forráðamanna liðanna fjölskylduvænna. Oftast er verið að leika knattspyrnu um helgi og oft fara í þetta tveir dagar því ferðalögin eru löng og ströng á köflum. Vissulega fljúga liðin oft í útileikina með ærum tilkostnaði. Jafnvel er ekki flugvöllur í næsta nágrenni við leikvöllinn. Hvar eiga mörkin að liggja Þegar horft er yfir landið má spyrja sig hvar eigi að draga línuna í suður og norður deild eða na og sv deild líkt og kjördæmin. Ég hallast frekar að síðari kostinum einfaldlega vegna þess að liðin á Austurlandi vilja frekar spila sína útileiki fyrir norðan. Í stað þess að liðin á Austurlandi sum hver lendi í Suðurdeild.Þá spyrja menn sig hvað á að gera við Sindramenn? Leyfum þeim sjálfum að velja hvort þeir vilja spila sína útileiki á Akureyri og nágrenni eða á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi. Hvað ætla menn svo að gera við Vestfirðinga ef Vestri fellur eða nýtt lið kemst upp úr 4. deildinni? Myndi telja að þeir myndu kjósa að vera í SV-deildinni í stað þess að taka sína útileiki fyrir austan Akureyri. Þá væri NA-deildin fyrir austan eða vestan Hornafjörð og fyrir sunnan Hvammstanga. Afhverju fyrir sunnan Hvammstanga, jú vegna þess að Kormákur á Hvammstanga og Hvöt á Blönduósi spila saman. Snæfellssnesið yrði í SV ásamt Reykjanesinu og allri Suðurströndinni. Hverjir fara upp og hverjir falla? Þá þarf næst að velta fyrir sér hvernig fyrirkomulagið eigi að vera um hverjir eiga rétt á að fara upp og hverjir eigi að falla. Við gætum haft fyrirkomulagið einfalt að sigurvegarar í báðum deildum fari beint upp og neðstu tvö liðin í hvorri deild fari niður um deild. Ég hallast frekar að útsláttarfyrirkomulaginu allavegana um hverjir eigi að fara upp um deild. Þá væri hægt að nota þá aðferð að efstu tvö liðin úr hvorri deild kepptu í fjögurra liða útsláttarkeppni og úrslitaleikurinn færi fram á Laugardalsvelli á sjálfum þjóðarleikvanginum sem er draumur margra knattspyrnumanna að leika þar knattspyrnu. Er þetta fullkomið kerfi? Það er ekkert kerfi fullkomið, við gætum nefnilega lent í því að bæði lið úr 1. deild sem féllu væru úr t.d SV svæðinu en bæði liðin sem kæmu upp væru úr t.d NA deildinni eða úr báðum deildunum. Hvernig leysum við það vandamál? Að mínu mati er ekki mikilvægt að það séu jafnmörg lið í hvorri deild ef vikmörkin væru 2-3 lið myndi það vel ganga upp. Ef sú staða kæmi upp þyrfti KSÍ einfaldlega að hlutast til um að færa lið tiltekið knappspyrnutímabil í hina deildina. En að sama skapi kæmi til móts við viðkomandi lið með einni greiðslu í upphafi tímabils og yrði sú greiðsla ákveðin í lögum KSÍ og á sama tíma vísitölutryggð. Knattspyrna er vinsælasta íþróttagrein í heiminum og við skulum stuðla að því að það sé hægt að leika knattspyrnu hvar sem er á Íslandi. Þessi breyting á 2. og 3. deild Íslandsmóts karla í knattspyrnu verður án efa til að stuðla að liðin sjái sér fært að senda lið til þátttöku í framtíðinni og spara þeim um leið milljónir á hverju ári. Gleymum því ekki að lið koma og fara og með þessu fyrirkomulagi verður vonandi fjölgun knattspyrnuliða með þeim ruðningsáhrifum að breyta þyrfti landamæralínunni og íbúaþróun gæti sömuleiðis breyst á nokkrum áratugum. Verum ófeimin að breyta kerfinu og það má alltaf aðlaga nýtt kerfi að breyttum forsendum eins og ég hef rakið hér að ofan. Að lokum óska ég öllum gleðilegs knattspyrnusumars. Höfundur er blindur knattspyrnuunnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mjög kostnaðarsamt að halda úti meistaraflokksstarfi í neðri deildum íslenska fótboltans. Ég efa það ekki að það sé einnig kostnaðarsamt að halda úti meistaraflokksstarfi í efstu deildum einnig. Í þessari grein ætla ég að útskýra afhverju við ættum að sameina 2. og 3. deild karla í tvær deildir eftir landfræðilegri staðsetningu liðanna. Ásamt því að útskýra hvar mörkin ættu að liggja. Í dag er þessu háttað að allt niður í 3. deild eru liðin hvar sem er á landinu og mörg kostnaðarsöm ferðalög fyrir liðin að sunnan að fara norður og austur og sömuleiðis fyrir liðin að austan og norðan að fara suður eða vestur. Á síðustu misserum höfum við séð lið draga lið sín frá keppni og er ástæðan einföld, of kostnaðarsamt. Kórdrengir, lið í 1. deild, dró sitt lið frá keppni ásamt Einherja á Vopnafirði í 3. deildinni. Ég minnist þess ekki að tvö lið í efstu fjórum deildum Íslandsmótsins hafi dregið lið úr kepni á sama vetrinum. Í handboltanum í Þýskalandi í 2. deildinni er suður og norður deild einmitt til þess að minnka ferðakostnað. Það er ekki bara ferðakostnaðurinn heldur einnig að gera umhverfi leikmanna sem og forráðamanna liðanna fjölskylduvænna. Oftast er verið að leika knattspyrnu um helgi og oft fara í þetta tveir dagar því ferðalögin eru löng og ströng á köflum. Vissulega fljúga liðin oft í útileikina með ærum tilkostnaði. Jafnvel er ekki flugvöllur í næsta nágrenni við leikvöllinn. Hvar eiga mörkin að liggja Þegar horft er yfir landið má spyrja sig hvar eigi að draga línuna í suður og norður deild eða na og sv deild líkt og kjördæmin. Ég hallast frekar að síðari kostinum einfaldlega vegna þess að liðin á Austurlandi vilja frekar spila sína útileiki fyrir norðan. Í stað þess að liðin á Austurlandi sum hver lendi í Suðurdeild.Þá spyrja menn sig hvað á að gera við Sindramenn? Leyfum þeim sjálfum að velja hvort þeir vilja spila sína útileiki á Akureyri og nágrenni eða á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi. Hvað ætla menn svo að gera við Vestfirðinga ef Vestri fellur eða nýtt lið kemst upp úr 4. deildinni? Myndi telja að þeir myndu kjósa að vera í SV-deildinni í stað þess að taka sína útileiki fyrir austan Akureyri. Þá væri NA-deildin fyrir austan eða vestan Hornafjörð og fyrir sunnan Hvammstanga. Afhverju fyrir sunnan Hvammstanga, jú vegna þess að Kormákur á Hvammstanga og Hvöt á Blönduósi spila saman. Snæfellssnesið yrði í SV ásamt Reykjanesinu og allri Suðurströndinni. Hverjir fara upp og hverjir falla? Þá þarf næst að velta fyrir sér hvernig fyrirkomulagið eigi að vera um hverjir eiga rétt á að fara upp og hverjir eigi að falla. Við gætum haft fyrirkomulagið einfalt að sigurvegarar í báðum deildum fari beint upp og neðstu tvö liðin í hvorri deild fari niður um deild. Ég hallast frekar að útsláttarfyrirkomulaginu allavegana um hverjir eigi að fara upp um deild. Þá væri hægt að nota þá aðferð að efstu tvö liðin úr hvorri deild kepptu í fjögurra liða útsláttarkeppni og úrslitaleikurinn færi fram á Laugardalsvelli á sjálfum þjóðarleikvanginum sem er draumur margra knattspyrnumanna að leika þar knattspyrnu. Er þetta fullkomið kerfi? Það er ekkert kerfi fullkomið, við gætum nefnilega lent í því að bæði lið úr 1. deild sem féllu væru úr t.d SV svæðinu en bæði liðin sem kæmu upp væru úr t.d NA deildinni eða úr báðum deildunum. Hvernig leysum við það vandamál? Að mínu mati er ekki mikilvægt að það séu jafnmörg lið í hvorri deild ef vikmörkin væru 2-3 lið myndi það vel ganga upp. Ef sú staða kæmi upp þyrfti KSÍ einfaldlega að hlutast til um að færa lið tiltekið knappspyrnutímabil í hina deildina. En að sama skapi kæmi til móts við viðkomandi lið með einni greiðslu í upphafi tímabils og yrði sú greiðsla ákveðin í lögum KSÍ og á sama tíma vísitölutryggð. Knattspyrna er vinsælasta íþróttagrein í heiminum og við skulum stuðla að því að það sé hægt að leika knattspyrnu hvar sem er á Íslandi. Þessi breyting á 2. og 3. deild Íslandsmóts karla í knattspyrnu verður án efa til að stuðla að liðin sjái sér fært að senda lið til þátttöku í framtíðinni og spara þeim um leið milljónir á hverju ári. Gleymum því ekki að lið koma og fara og með þessu fyrirkomulagi verður vonandi fjölgun knattspyrnuliða með þeim ruðningsáhrifum að breyta þyrfti landamæralínunni og íbúaþróun gæti sömuleiðis breyst á nokkrum áratugum. Verum ófeimin að breyta kerfinu og það má alltaf aðlaga nýtt kerfi að breyttum forsendum eins og ég hef rakið hér að ofan. Að lokum óska ég öllum gleðilegs knattspyrnusumars. Höfundur er blindur knattspyrnuunnandi.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun