Sameinum 2. og 3. deild karla í knattspyrnu Bergvin Oddsson skrifar 17. apríl 2024 16:31 Það er mjög kostnaðarsamt að halda úti meistaraflokksstarfi í neðri deildum íslenska fótboltans. Ég efa það ekki að það sé einnig kostnaðarsamt að halda úti meistaraflokksstarfi í efstu deildum einnig. Í þessari grein ætla ég að útskýra afhverju við ættum að sameina 2. og 3. deild karla í tvær deildir eftir landfræðilegri staðsetningu liðanna. Ásamt því að útskýra hvar mörkin ættu að liggja. Í dag er þessu háttað að allt niður í 3. deild eru liðin hvar sem er á landinu og mörg kostnaðarsöm ferðalög fyrir liðin að sunnan að fara norður og austur og sömuleiðis fyrir liðin að austan og norðan að fara suður eða vestur. Á síðustu misserum höfum við séð lið draga lið sín frá keppni og er ástæðan einföld, of kostnaðarsamt. Kórdrengir, lið í 1. deild, dró sitt lið frá keppni ásamt Einherja á Vopnafirði í 3. deildinni. Ég minnist þess ekki að tvö lið í efstu fjórum deildum Íslandsmótsins hafi dregið lið úr kepni á sama vetrinum. Í handboltanum í Þýskalandi í 2. deildinni er suður og norður deild einmitt til þess að minnka ferðakostnað. Það er ekki bara ferðakostnaðurinn heldur einnig að gera umhverfi leikmanna sem og forráðamanna liðanna fjölskylduvænna. Oftast er verið að leika knattspyrnu um helgi og oft fara í þetta tveir dagar því ferðalögin eru löng og ströng á köflum. Vissulega fljúga liðin oft í útileikina með ærum tilkostnaði. Jafnvel er ekki flugvöllur í næsta nágrenni við leikvöllinn. Hvar eiga mörkin að liggja Þegar horft er yfir landið má spyrja sig hvar eigi að draga línuna í suður og norður deild eða na og sv deild líkt og kjördæmin. Ég hallast frekar að síðari kostinum einfaldlega vegna þess að liðin á Austurlandi vilja frekar spila sína útileiki fyrir norðan. Í stað þess að liðin á Austurlandi sum hver lendi í Suðurdeild.Þá spyrja menn sig hvað á að gera við Sindramenn? Leyfum þeim sjálfum að velja hvort þeir vilja spila sína útileiki á Akureyri og nágrenni eða á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi. Hvað ætla menn svo að gera við Vestfirðinga ef Vestri fellur eða nýtt lið kemst upp úr 4. deildinni? Myndi telja að þeir myndu kjósa að vera í SV-deildinni í stað þess að taka sína útileiki fyrir austan Akureyri. Þá væri NA-deildin fyrir austan eða vestan Hornafjörð og fyrir sunnan Hvammstanga. Afhverju fyrir sunnan Hvammstanga, jú vegna þess að Kormákur á Hvammstanga og Hvöt á Blönduósi spila saman. Snæfellssnesið yrði í SV ásamt Reykjanesinu og allri Suðurströndinni. Hverjir fara upp og hverjir falla? Þá þarf næst að velta fyrir sér hvernig fyrirkomulagið eigi að vera um hverjir eiga rétt á að fara upp og hverjir eigi að falla. Við gætum haft fyrirkomulagið einfalt að sigurvegarar í báðum deildum fari beint upp og neðstu tvö liðin í hvorri deild fari niður um deild. Ég hallast frekar að útsláttarfyrirkomulaginu allavegana um hverjir eigi að fara upp um deild. Þá væri hægt að nota þá aðferð að efstu tvö liðin úr hvorri deild kepptu í fjögurra liða útsláttarkeppni og úrslitaleikurinn færi fram á Laugardalsvelli á sjálfum þjóðarleikvanginum sem er draumur margra knattspyrnumanna að leika þar knattspyrnu. Er þetta fullkomið kerfi? Það er ekkert kerfi fullkomið, við gætum nefnilega lent í því að bæði lið úr 1. deild sem féllu væru úr t.d SV svæðinu en bæði liðin sem kæmu upp væru úr t.d NA deildinni eða úr báðum deildunum. Hvernig leysum við það vandamál? Að mínu mati er ekki mikilvægt að það séu jafnmörg lið í hvorri deild ef vikmörkin væru 2-3 lið myndi það vel ganga upp. Ef sú staða kæmi upp þyrfti KSÍ einfaldlega að hlutast til um að færa lið tiltekið knappspyrnutímabil í hina deildina. En að sama skapi kæmi til móts við viðkomandi lið með einni greiðslu í upphafi tímabils og yrði sú greiðsla ákveðin í lögum KSÍ og á sama tíma vísitölutryggð. Knattspyrna er vinsælasta íþróttagrein í heiminum og við skulum stuðla að því að það sé hægt að leika knattspyrnu hvar sem er á Íslandi. Þessi breyting á 2. og 3. deild Íslandsmóts karla í knattspyrnu verður án efa til að stuðla að liðin sjái sér fært að senda lið til þátttöku í framtíðinni og spara þeim um leið milljónir á hverju ári. Gleymum því ekki að lið koma og fara og með þessu fyrirkomulagi verður vonandi fjölgun knattspyrnuliða með þeim ruðningsáhrifum að breyta þyrfti landamæralínunni og íbúaþróun gæti sömuleiðis breyst á nokkrum áratugum. Verum ófeimin að breyta kerfinu og það má alltaf aðlaga nýtt kerfi að breyttum forsendum eins og ég hef rakið hér að ofan. Að lokum óska ég öllum gleðilegs knattspyrnusumars. Höfundur er blindur knattspyrnuunnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mjög kostnaðarsamt að halda úti meistaraflokksstarfi í neðri deildum íslenska fótboltans. Ég efa það ekki að það sé einnig kostnaðarsamt að halda úti meistaraflokksstarfi í efstu deildum einnig. Í þessari grein ætla ég að útskýra afhverju við ættum að sameina 2. og 3. deild karla í tvær deildir eftir landfræðilegri staðsetningu liðanna. Ásamt því að útskýra hvar mörkin ættu að liggja. Í dag er þessu háttað að allt niður í 3. deild eru liðin hvar sem er á landinu og mörg kostnaðarsöm ferðalög fyrir liðin að sunnan að fara norður og austur og sömuleiðis fyrir liðin að austan og norðan að fara suður eða vestur. Á síðustu misserum höfum við séð lið draga lið sín frá keppni og er ástæðan einföld, of kostnaðarsamt. Kórdrengir, lið í 1. deild, dró sitt lið frá keppni ásamt Einherja á Vopnafirði í 3. deildinni. Ég minnist þess ekki að tvö lið í efstu fjórum deildum Íslandsmótsins hafi dregið lið úr kepni á sama vetrinum. Í handboltanum í Þýskalandi í 2. deildinni er suður og norður deild einmitt til þess að minnka ferðakostnað. Það er ekki bara ferðakostnaðurinn heldur einnig að gera umhverfi leikmanna sem og forráðamanna liðanna fjölskylduvænna. Oftast er verið að leika knattspyrnu um helgi og oft fara í þetta tveir dagar því ferðalögin eru löng og ströng á köflum. Vissulega fljúga liðin oft í útileikina með ærum tilkostnaði. Jafnvel er ekki flugvöllur í næsta nágrenni við leikvöllinn. Hvar eiga mörkin að liggja Þegar horft er yfir landið má spyrja sig hvar eigi að draga línuna í suður og norður deild eða na og sv deild líkt og kjördæmin. Ég hallast frekar að síðari kostinum einfaldlega vegna þess að liðin á Austurlandi vilja frekar spila sína útileiki fyrir norðan. Í stað þess að liðin á Austurlandi sum hver lendi í Suðurdeild.Þá spyrja menn sig hvað á að gera við Sindramenn? Leyfum þeim sjálfum að velja hvort þeir vilja spila sína útileiki á Akureyri og nágrenni eða á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi. Hvað ætla menn svo að gera við Vestfirðinga ef Vestri fellur eða nýtt lið kemst upp úr 4. deildinni? Myndi telja að þeir myndu kjósa að vera í SV-deildinni í stað þess að taka sína útileiki fyrir austan Akureyri. Þá væri NA-deildin fyrir austan eða vestan Hornafjörð og fyrir sunnan Hvammstanga. Afhverju fyrir sunnan Hvammstanga, jú vegna þess að Kormákur á Hvammstanga og Hvöt á Blönduósi spila saman. Snæfellssnesið yrði í SV ásamt Reykjanesinu og allri Suðurströndinni. Hverjir fara upp og hverjir falla? Þá þarf næst að velta fyrir sér hvernig fyrirkomulagið eigi að vera um hverjir eiga rétt á að fara upp og hverjir eigi að falla. Við gætum haft fyrirkomulagið einfalt að sigurvegarar í báðum deildum fari beint upp og neðstu tvö liðin í hvorri deild fari niður um deild. Ég hallast frekar að útsláttarfyrirkomulaginu allavegana um hverjir eigi að fara upp um deild. Þá væri hægt að nota þá aðferð að efstu tvö liðin úr hvorri deild kepptu í fjögurra liða útsláttarkeppni og úrslitaleikurinn færi fram á Laugardalsvelli á sjálfum þjóðarleikvanginum sem er draumur margra knattspyrnumanna að leika þar knattspyrnu. Er þetta fullkomið kerfi? Það er ekkert kerfi fullkomið, við gætum nefnilega lent í því að bæði lið úr 1. deild sem féllu væru úr t.d SV svæðinu en bæði liðin sem kæmu upp væru úr t.d NA deildinni eða úr báðum deildunum. Hvernig leysum við það vandamál? Að mínu mati er ekki mikilvægt að það séu jafnmörg lið í hvorri deild ef vikmörkin væru 2-3 lið myndi það vel ganga upp. Ef sú staða kæmi upp þyrfti KSÍ einfaldlega að hlutast til um að færa lið tiltekið knappspyrnutímabil í hina deildina. En að sama skapi kæmi til móts við viðkomandi lið með einni greiðslu í upphafi tímabils og yrði sú greiðsla ákveðin í lögum KSÍ og á sama tíma vísitölutryggð. Knattspyrna er vinsælasta íþróttagrein í heiminum og við skulum stuðla að því að það sé hægt að leika knattspyrnu hvar sem er á Íslandi. Þessi breyting á 2. og 3. deild Íslandsmóts karla í knattspyrnu verður án efa til að stuðla að liðin sjái sér fært að senda lið til þátttöku í framtíðinni og spara þeim um leið milljónir á hverju ári. Gleymum því ekki að lið koma og fara og með þessu fyrirkomulagi verður vonandi fjölgun knattspyrnuliða með þeim ruðningsáhrifum að breyta þyrfti landamæralínunni og íbúaþróun gæti sömuleiðis breyst á nokkrum áratugum. Verum ófeimin að breyta kerfinu og það má alltaf aðlaga nýtt kerfi að breyttum forsendum eins og ég hef rakið hér að ofan. Að lokum óska ég öllum gleðilegs knattspyrnusumars. Höfundur er blindur knattspyrnuunnandi.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun