Nærandi ferðaþjónusta Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir skrifar 15. apríl 2024 15:30 Nærandi ferðaþjónusta (e. Regenerative tourism) hefur verið áberandi í umræðunni síðustu ár um heim allan. Hugtakið fjallar í stuttu máli um að ferðaþjónustufyrirtæki og gestir þeirra hafi jákvæð áhrif á nærumhverfi sitt og náttúru. Hugmyndin er að ferðaþjónustufyrirtæki og gestir þeirra skilji við áfangastaðinn í betra ásigkomulagi en áður en að heimsóknin átti sér stað. Það er því farið einu skrefi lengra en sjálfbærni hugsunin sem snýst um að skilja staði eftir í sama ásigkomulagi fyrir komandi kynslóðir. Þessi nýja hugsun um nærandi viðskiptahætti (e. Regenerative business practices) snýst um kerfishugsun og hristir upp í ýmsum rótgrónum hugmyndum í fyrirtækjarekstri um að einungis hagnaður skipti máli. Við erum öll hluti af þessu sama kerfi, við erum hluti af umhverfinu og því samfélagi sem að við búum í. Á dögunum fór fram vinnustofa hér á landi á vegum Ferðaklasans og CE4RT (e. Circular Economy for Regenerative Tourism) um nærandi ferðaþjónustu. Þar komu saman yfir 80 fulltrúar frá litlum og meðalstórum fyrirtækjum úr ferðaþjónustunni á Írlandi, Hollandi, Póllandi, Finnlandi og Íslandi. Það var bæði fræðandi og hvetjandi að sitja vinnustofu með öllum þessum fyrirtækjum sem leggja metnað sinn í nærandi ferðaþjónustu. Það er mikilvægt og spennandi fyrir íslenska ferðaþjónustu að tileinka sér þessa hugmyndafræði til að stuðla að áframhaldandi blómstrandi ferðaþjónustu í sátt við íbúa landsins. Líkt og margar aðrar atvinnugreinar þá gengur ferðaþjónustan á auðlindir landsins og því er mikilvægt að leggja sitt af mörkum til að græða upp, fræða og minnka sóun. Ferðaþjónustan getur verið mikilvægt tól til að fræða gesti um sögu, menningu og náttúru. Hún er einnig mikilvæg til að styðja við byggðaþróun og tengja fólk við náttúruna og hvort annað. Ég leyfi mér að fullyrða að ferðaþjónustan á Íslandi sé einmitt að gera mikið af þessu nú þegar. Hinsvegar held ég að stundum vanti samtalið við íbúana. Við á Midgard ætlum að gera betur í að auka upplýsingaflæði um hin ýmsu verkefni sem við erum að taka þátt í og útskýra okkar hugsjón. Midgard væri ekki starfandi ef ekki væri fyrir fallegu náttúruperlurnar og nærsamfélagið með allar sínar áhugaverðu hefðir og merkilegu sögu. Það er okkar hlutverk að kynna þessa sögu og hefðir fyrir gestum og styðja við nærsamfélagið með ýmsum hætti. Við þurfum líka að huga að náttúrunni og gerum það meðal annars með því að skapa náttúrutengingu hjá gestum okkar og fræða þau um umhverfisvernd og virðingu fyrir náttúrunni. Við viljum að gestirnir okkar snúi aftur heim eftir magnaða upplifun í okkar íslensku náttúru með fróðleik í farteskinu sem þau geta nýtt sér þegar heim er komið. Á Midgard leggjum við mikla áherslu á flokkun og fræðslu til gesta um mikilvægi flokkunar og umhverfismál. Við erum stöðugt að vinna í því að minnka matarsóun og búa til verðmæti úr matarsóuninni. Við erum með umhverfisvæna innkaupastefnu og á veitingastað Midgard bjóðum við upp á á hráefni úr heimabyggð. Við leggjum einnig metnað okkar í að auðga nærsamfélagið með menningarviðburðum. Við erum að gera ýmislegt nú þegar en það er líka margt sem að við þurfum að gera betur. Mikilvægt er að fyrirtæki missi ekki móðinn þó að ekki sé hægt að gera allt í einu. Það er mikilvægt að marka sér skýra umhverfisstefnu en vera raunsær og byrja á einu eða fáum verkefnum í einu og fagna öllum litlu sigrunum. Núna í apríl höldum við í annað sinn sjálfbærniviku Midgard. Markmið þessarar viku er að skapa vitundarvakningu, auka fræðslu bæði innan og utan Midgard, græða upp landið, fjarlægja rusl og hafa gaman. Þetta er einn liður í því að stunda nærandi ferðaþjónustu og stuðla að því að okkar nærsamfélag blómstri. Hér fyrir neðan eru opnir viðburðir í sjálfbærni viku Midgard. Við hvetjum öll áhugsöm til að taka þátt. 24. apríl 21:00: Fyrirlestur um norræna goðafræði á Midgard Base Camp - á ensku 25. apríl 15:00 -16:30: Plokkhlaup 6 km frá Midgard á Hvolsvelli 29. apríl 13:00: Fyrirlestur um Bokhasi moltugerð Meltu á Midgard Base Camp - á ensku 30. apríl: Hreinsun Landeyjarfjöru með Bláa Hernum, tímasetning auglýst síða Höfundur rekur ferðaþjónustufyrirtækið Midgard á Hvolsvelli ásamt vinum og fjölskyldum og er með meistaragráðu í umhverfis og auðlindafræði. Meistararitgerðin fjallaði um nærandi ferðaþjónustu og sjálfbært viðskiptamódel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Nærandi ferðaþjónusta (e. Regenerative tourism) hefur verið áberandi í umræðunni síðustu ár um heim allan. Hugtakið fjallar í stuttu máli um að ferðaþjónustufyrirtæki og gestir þeirra hafi jákvæð áhrif á nærumhverfi sitt og náttúru. Hugmyndin er að ferðaþjónustufyrirtæki og gestir þeirra skilji við áfangastaðinn í betra ásigkomulagi en áður en að heimsóknin átti sér stað. Það er því farið einu skrefi lengra en sjálfbærni hugsunin sem snýst um að skilja staði eftir í sama ásigkomulagi fyrir komandi kynslóðir. Þessi nýja hugsun um nærandi viðskiptahætti (e. Regenerative business practices) snýst um kerfishugsun og hristir upp í ýmsum rótgrónum hugmyndum í fyrirtækjarekstri um að einungis hagnaður skipti máli. Við erum öll hluti af þessu sama kerfi, við erum hluti af umhverfinu og því samfélagi sem að við búum í. Á dögunum fór fram vinnustofa hér á landi á vegum Ferðaklasans og CE4RT (e. Circular Economy for Regenerative Tourism) um nærandi ferðaþjónustu. Þar komu saman yfir 80 fulltrúar frá litlum og meðalstórum fyrirtækjum úr ferðaþjónustunni á Írlandi, Hollandi, Póllandi, Finnlandi og Íslandi. Það var bæði fræðandi og hvetjandi að sitja vinnustofu með öllum þessum fyrirtækjum sem leggja metnað sinn í nærandi ferðaþjónustu. Það er mikilvægt og spennandi fyrir íslenska ferðaþjónustu að tileinka sér þessa hugmyndafræði til að stuðla að áframhaldandi blómstrandi ferðaþjónustu í sátt við íbúa landsins. Líkt og margar aðrar atvinnugreinar þá gengur ferðaþjónustan á auðlindir landsins og því er mikilvægt að leggja sitt af mörkum til að græða upp, fræða og minnka sóun. Ferðaþjónustan getur verið mikilvægt tól til að fræða gesti um sögu, menningu og náttúru. Hún er einnig mikilvæg til að styðja við byggðaþróun og tengja fólk við náttúruna og hvort annað. Ég leyfi mér að fullyrða að ferðaþjónustan á Íslandi sé einmitt að gera mikið af þessu nú þegar. Hinsvegar held ég að stundum vanti samtalið við íbúana. Við á Midgard ætlum að gera betur í að auka upplýsingaflæði um hin ýmsu verkefni sem við erum að taka þátt í og útskýra okkar hugsjón. Midgard væri ekki starfandi ef ekki væri fyrir fallegu náttúruperlurnar og nærsamfélagið með allar sínar áhugaverðu hefðir og merkilegu sögu. Það er okkar hlutverk að kynna þessa sögu og hefðir fyrir gestum og styðja við nærsamfélagið með ýmsum hætti. Við þurfum líka að huga að náttúrunni og gerum það meðal annars með því að skapa náttúrutengingu hjá gestum okkar og fræða þau um umhverfisvernd og virðingu fyrir náttúrunni. Við viljum að gestirnir okkar snúi aftur heim eftir magnaða upplifun í okkar íslensku náttúru með fróðleik í farteskinu sem þau geta nýtt sér þegar heim er komið. Á Midgard leggjum við mikla áherslu á flokkun og fræðslu til gesta um mikilvægi flokkunar og umhverfismál. Við erum stöðugt að vinna í því að minnka matarsóun og búa til verðmæti úr matarsóuninni. Við erum með umhverfisvæna innkaupastefnu og á veitingastað Midgard bjóðum við upp á á hráefni úr heimabyggð. Við leggjum einnig metnað okkar í að auðga nærsamfélagið með menningarviðburðum. Við erum að gera ýmislegt nú þegar en það er líka margt sem að við þurfum að gera betur. Mikilvægt er að fyrirtæki missi ekki móðinn þó að ekki sé hægt að gera allt í einu. Það er mikilvægt að marka sér skýra umhverfisstefnu en vera raunsær og byrja á einu eða fáum verkefnum í einu og fagna öllum litlu sigrunum. Núna í apríl höldum við í annað sinn sjálfbærniviku Midgard. Markmið þessarar viku er að skapa vitundarvakningu, auka fræðslu bæði innan og utan Midgard, græða upp landið, fjarlægja rusl og hafa gaman. Þetta er einn liður í því að stunda nærandi ferðaþjónustu og stuðla að því að okkar nærsamfélag blómstri. Hér fyrir neðan eru opnir viðburðir í sjálfbærni viku Midgard. Við hvetjum öll áhugsöm til að taka þátt. 24. apríl 21:00: Fyrirlestur um norræna goðafræði á Midgard Base Camp - á ensku 25. apríl 15:00 -16:30: Plokkhlaup 6 km frá Midgard á Hvolsvelli 29. apríl 13:00: Fyrirlestur um Bokhasi moltugerð Meltu á Midgard Base Camp - á ensku 30. apríl: Hreinsun Landeyjarfjöru með Bláa Hernum, tímasetning auglýst síða Höfundur rekur ferðaþjónustufyrirtækið Midgard á Hvolsvelli ásamt vinum og fjölskyldum og er með meistaragráðu í umhverfis og auðlindafræði. Meistararitgerðin fjallaði um nærandi ferðaþjónustu og sjálfbært viðskiptamódel.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar