Opinber umræða fyrir hvern? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 15. apríl 2024 13:54 Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og borgarfulltrúi, stígur á þessum bjarta mánudagsmorgni fram á ritvöllinn til þess að ræða hormónabælandi meðferðir sem trans börn og ungmenni geta fengið af hálfu heilbrigðiskerfisins. Í þetta sinn er það á grundvelli Cass review, sem er skýrsla sem unnin var í Bretlandi og birt fyrir helgi. Cass-skýrslan er öllum aðgengileg á netinu og er mikilvægt innlegg í faglega umræðu. Hún er tæpar 400 blaðsíður og því e.t.v. hæpið að íslenskir blaðamenn hafi haft tíma til að setja sig inn í málið og einnig er spurning hversu mikið erindi efni hennar á við almenning á Íslandi, í ljósi þess að hún fjallar um sértækt mál innan erlends heilbrigðiskerfis, sem krefst samanburðar og þekkingar á því íslenska til þess að geta sett það í samhengi svo vel sé. Í pistli sínum segir Helgi að þörf sé á opinberri umræðu á Íslandi um það með hvaða hætti kynhormónabælandi lyf eru notuð til að meðhöndla kynama barna og ungmenna. Ég ætla að leyfa mér að vera honum fullkomlega ósammála. Opinber umræða er, eins og staðan er í málefnum trans fólks, mjög óheppilegur staður fyrir faglegar vangaveltur á sviði heilbrigðisþjónustu fyrir hópinn. Eins og Hilary Cass talar um og Helgi tekur undir, þá er skautun umræðunnar mjög erfið og gerir fagfólki erfitt fyrir. Þá er gott að hafa í huga að hluti samfélagsins okkar skilur ekki ennþá hvað það þýðir að vera trans eða þekkir ekki málaflokkinn. Skautun í málaflokknum á Íslandi mun því ekki minnka með aukinni opinberri umræðu um þessa mikilvægu heilbrigðisþjónustu, heldur þvert á móti. Bresk stjórnmál og hatrömm umræða um málefni trans fólks þar í landi undanfarin ár eru afar gott dæmi um nákvæmlega það. Það er ekki eftirsóknarvert að feta í þau fótspor. Vangaveltur og umræða um þjónustu við trans börn, ungmenni og fullorðna eiga sér stað á hverjum einasta degi í transteymum Landspítala. Ég hvet Helga Áss til að óska eftir fundi með því fólki sem sannarlega vinnur í málaflokknum og hefur á honum sérfræðiþekkingu, hafi hann áhyggjur af velferð þessa fámenna hóps barna og ungmenna sem fá ávísað hormónabælandi lyfjum á Íslandi. Þetta er í raun mjög einfalt. Til þess að opinber umræða um sértæka heilbrigðisþjónustu fyrir jaðarsettan hóp geti talist gagnleg þarf hún að byggja á þekkingu. Samfélagið þarf jafnframt að vera tilbúið til þess að geta tekist á við umræðuna án þess að fordómar gagnvart hópnum hafi áhrif. Það er því miður ekki staðan í dag og fagfólk stígur m.a. þess vegna varlega til jarðar í opinberri umræðu. Það gerir svo engum greiða, og þá allra síst trans börnum og ungmennum sem glíma nú þegar við fordóma samfélagsins á hverjum degi, að fólk sem veit lítið sem ekkert um málaflokkinn ræði hann opinberlega. Það er ekki ritskoðun eða þöggun, heldur almenn skynsemi. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökunum '78 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Málefni trans fólks Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og borgarfulltrúi, stígur á þessum bjarta mánudagsmorgni fram á ritvöllinn til þess að ræða hormónabælandi meðferðir sem trans börn og ungmenni geta fengið af hálfu heilbrigðiskerfisins. Í þetta sinn er það á grundvelli Cass review, sem er skýrsla sem unnin var í Bretlandi og birt fyrir helgi. Cass-skýrslan er öllum aðgengileg á netinu og er mikilvægt innlegg í faglega umræðu. Hún er tæpar 400 blaðsíður og því e.t.v. hæpið að íslenskir blaðamenn hafi haft tíma til að setja sig inn í málið og einnig er spurning hversu mikið erindi efni hennar á við almenning á Íslandi, í ljósi þess að hún fjallar um sértækt mál innan erlends heilbrigðiskerfis, sem krefst samanburðar og þekkingar á því íslenska til þess að geta sett það í samhengi svo vel sé. Í pistli sínum segir Helgi að þörf sé á opinberri umræðu á Íslandi um það með hvaða hætti kynhormónabælandi lyf eru notuð til að meðhöndla kynama barna og ungmenna. Ég ætla að leyfa mér að vera honum fullkomlega ósammála. Opinber umræða er, eins og staðan er í málefnum trans fólks, mjög óheppilegur staður fyrir faglegar vangaveltur á sviði heilbrigðisþjónustu fyrir hópinn. Eins og Hilary Cass talar um og Helgi tekur undir, þá er skautun umræðunnar mjög erfið og gerir fagfólki erfitt fyrir. Þá er gott að hafa í huga að hluti samfélagsins okkar skilur ekki ennþá hvað það þýðir að vera trans eða þekkir ekki málaflokkinn. Skautun í málaflokknum á Íslandi mun því ekki minnka með aukinni opinberri umræðu um þessa mikilvægu heilbrigðisþjónustu, heldur þvert á móti. Bresk stjórnmál og hatrömm umræða um málefni trans fólks þar í landi undanfarin ár eru afar gott dæmi um nákvæmlega það. Það er ekki eftirsóknarvert að feta í þau fótspor. Vangaveltur og umræða um þjónustu við trans börn, ungmenni og fullorðna eiga sér stað á hverjum einasta degi í transteymum Landspítala. Ég hvet Helga Áss til að óska eftir fundi með því fólki sem sannarlega vinnur í málaflokknum og hefur á honum sérfræðiþekkingu, hafi hann áhyggjur af velferð þessa fámenna hóps barna og ungmenna sem fá ávísað hormónabælandi lyfjum á Íslandi. Þetta er í raun mjög einfalt. Til þess að opinber umræða um sértæka heilbrigðisþjónustu fyrir jaðarsettan hóp geti talist gagnleg þarf hún að byggja á þekkingu. Samfélagið þarf jafnframt að vera tilbúið til þess að geta tekist á við umræðuna án þess að fordómar gagnvart hópnum hafi áhrif. Það er því miður ekki staðan í dag og fagfólk stígur m.a. þess vegna varlega til jarðar í opinberri umræðu. Það gerir svo engum greiða, og þá allra síst trans börnum og ungmennum sem glíma nú þegar við fordóma samfélagsins á hverjum degi, að fólk sem veit lítið sem ekkert um málaflokkinn ræði hann opinberlega. Það er ekki ritskoðun eða þöggun, heldur almenn skynsemi. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökunum '78
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun