Golf

Schef­fler í sér­flokki á Masters

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sá besti í dag.
Sá besti í dag. Andrew Redington/Getty Images

Scottie Scheffler kom sá og sigraði Mastersmótið í golfi í ár. Þetta er í annað sinn sem hann fer með sigur af hólmi á Mastersmótinu á aðeins þremur árum.

Hann var í forystu nær allan dag þrjú og þrátt fyrir að aðrir kylfingar hafi nartað í hælana á honum á degi fjögur þá hélt hann ró sinni og landaði öruggum sigri.

Scheffler lék á fjórum höggum undir pari í dag, sunnudag, og lauk mótinu á samtals 11 höggum undir pari. Hann var í algjörum sérflokki en Ludvig Åberg var í 2. sæti á 7 höggum undir pari og Collin Morikawa endaði þriðji á 5 höggum undir pari.

Hinn 27 ára gamli Scheffler kann greinilega við sig á Augusta-golfvellinum þar sem Mastersmótið fer fram en hann vann mótið einnig árið 2022. 

Fyrir mótið í ár var hann á toppi heimslistans í golfi og fer ekki af toppnum í bráð eftir sigur helgarinnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×