Handbolti

Stefán Rafn leggur skóna á hilluna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Stefán Rafn hefur ákeðið að kalla þetta gott.
Stefán Rafn hefur ákeðið að kalla þetta gott. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Stefán Rafn Sigurmannsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Þetta staðfesti hann í viðtali við Stöð 2 Sport og Vísi eftir tap Hauka gegn ÍBV í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta. Tapið þýðir að Haukar eru úr leik.

Hinn 33 ára gamli Stefán Rafn hefur undanfarin ár leikið með uppeldisfélagi sínu Haukum en hann spilaði einnig lengi vel sem atvinnumaður. Fyrst með Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi, svo Álaborg í Danmörku og að lokum Pick Szeged í Ungverjalandi.

Viðtal við Stefán Rafn birtist á Vísi innan tíðar.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


×