Frelsið er yndislegt Birgir Birgisson skrifar 14. apríl 2024 11:02 Undanfarin 12 ár hafa samtökin Barnaheill starfrækt verkefni sem ber yfirskriftina Hjólasöfnun Barnaheilla. Nú á 13. starfsárinu, eftir sérstaklega árangursríkt samstarf síðastliðið sumar, hafa samtökin valið að afhenda Reiðhjólabændum verkefnið til umsjónar í framtíðinni. Þar ræður miklu sú góða aðstaða sem Reiðhjólabændur hafa byggt upp í aðsetri sínu að Sævarhöfða 31 við Elliðárósana í Reykjavík. Í fyrsta skipti er verkefnið ekki háð því að fá lánað eitthvert iðnaðarhúsnæði í skamman tíma heldur er hægt að safna hjólum og gera við þau allt árið um kring. Í öllum sínum einfaldleika gengur verkefnið út á að safna saman þreyttum hjólum sem fólk er hætt að nota, hjólum sem yngstu börnin í fjölskyldunni eru vaxin upp úr eða óskilahjólum sem fylla hjólageymslur fjölbýlishúsa, og koma þeim í hendur sjálfboðaliða sem laga þau með dyggum stuðningi reiðhjólaverslana og annarra fyrirtækja sem styðja verkefnið. Nú í aprílmánuði nýtur verkefnið stuðnings Sorpu, sem hefur tekið frá sérstök svæði á öllum móttökustöðvum, þar sem fólk getur skilið eftir reiðhjól sem það vill gefa í söfnunina. Reiðhjólabændur sjá svo um að sækja hjólin reglulega og koma þeim að Sævarhöfða 31, á verkstæði félagsins. Þegar hjólin hafa verið löguð og eru orðin nothæf og örugg er þeim svo úthlutað til fólks sem hefur engar aðrar leiðir til að eignast reiðhjól. Þetta er eingöngu mögulegt vegna þeirra sjáflboðaliða sem gefa vinnu sína við að lagfæra reiðhjólin. Sumarið 2023 var þannig hægt að laga um 1.400 reiðhjól, af þeim 1.750 hjólum sem söfnuðust. Þetta eru háar tölur, sérstaklega í ljósi þess að það getur tekið góða stund að koma gömlu reiðhjóli í nothæft ástand og því eru vinnustundirnar að baki þessum fjölda mjög margar. Með aðstoð fjölmargra fulltrúa sem starfa á félagsmálaskrifstofum víða um landið, er skjólstæðingum þeirra hjálpað til að fylla út einfalt umsóknareyðublað, sem í fyrsta skipti er gert aðgengilegt á nokkrum tungumálum. Út frá þeim upplýsingum sem þar koma fram eru fundin viðeigandi reiðhjól við hæfi hvers og eins umsækjanda, eftir því sem framboð reiðhjóla leyfir. Að svo miklu leyti sem hægt er, reyna aðstandendur verkefnisins að útvega hjólahjálma, lása og bjöllur fyrir hvert hjól. Þessi hluti verkefnisins er eingöngu mögulegur vegna aðstoðar þeirra fyrirtækja sem styrkja starfið með því að kaupa þennan búnað frá reiðhjólaverslunum og gefa verkefninu til úthlutunar til umsækjenda. Markmiðið í ár er að gera við og úthluta 1.500 reiðhjólum til nýrra eigenda. Við sem stöndum að verkefninu erum staðráðin í að gera allt sem við getum til að markmiðið náist og erum ákaflega þakklát Velferðarsviði Reykjavíkur, sem hefur stutt verkefnið síðastliðin ár með rausnarlegu fjárframlagi. En frumforsenda þess að markmiðið náist er að fólk sé reiðubúið til að gefa þreyttu hjólin sín í söfnunina. Við viljum því biðla til allra þeirra sem eiga reiðhjól sem gætu hentað í verkefnið að koma þeim sem fyrst á næstu móttökustöð Sorpu eða afhenda þau á verkstæðinu okkar við Sævarhöfða 31. Þeim sem hafa áhuga á að gerast sjálfboðaliðar og aðstoða við lagfæringar á hjólum er bent á að senda skilaboð í netfangið hjolasofnun@gmail.com Að gerast sjálfboðaliði í hjólaviðgerðum krefst engrar reynslu eða sérstakrar kunnáttu og er í raun bæði ódýrasta og fljótlegasta leiðin til að læra að sinna viðhaldi reiðhjóla. Fólk sem langar að læra grunnatriðin í viðhaldi reiðhjóla getur því bæði sparað sér námskeiðsgjaldið og gert góðverk í leiðinni. Með því annað hvort að leggja verkefninu til gamalt reiðhjól eða örfáar klukkustundir í sjálfboðavinnu getur fólk þannig gefið börnum sem búa við erfiðar aðstæður stærstu frelsisupplifun sem völ er á. Og við sem höfum reynslu af því að sjá börnin brosandi taka við “nýju” reiðhjólunum sínum og renna inn í sumarið mælum eindregið með þeirri lífsreynslu.Það eru okkar verðlaun og þið eruð velkomin að deila þeim með okkur.Höfundur er formaður grasrótarsamtakanna Reiðhjólabændur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjólreiðar Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Undanfarin 12 ár hafa samtökin Barnaheill starfrækt verkefni sem ber yfirskriftina Hjólasöfnun Barnaheilla. Nú á 13. starfsárinu, eftir sérstaklega árangursríkt samstarf síðastliðið sumar, hafa samtökin valið að afhenda Reiðhjólabændum verkefnið til umsjónar í framtíðinni. Þar ræður miklu sú góða aðstaða sem Reiðhjólabændur hafa byggt upp í aðsetri sínu að Sævarhöfða 31 við Elliðárósana í Reykjavík. Í fyrsta skipti er verkefnið ekki háð því að fá lánað eitthvert iðnaðarhúsnæði í skamman tíma heldur er hægt að safna hjólum og gera við þau allt árið um kring. Í öllum sínum einfaldleika gengur verkefnið út á að safna saman þreyttum hjólum sem fólk er hætt að nota, hjólum sem yngstu börnin í fjölskyldunni eru vaxin upp úr eða óskilahjólum sem fylla hjólageymslur fjölbýlishúsa, og koma þeim í hendur sjálfboðaliða sem laga þau með dyggum stuðningi reiðhjólaverslana og annarra fyrirtækja sem styðja verkefnið. Nú í aprílmánuði nýtur verkefnið stuðnings Sorpu, sem hefur tekið frá sérstök svæði á öllum móttökustöðvum, þar sem fólk getur skilið eftir reiðhjól sem það vill gefa í söfnunina. Reiðhjólabændur sjá svo um að sækja hjólin reglulega og koma þeim að Sævarhöfða 31, á verkstæði félagsins. Þegar hjólin hafa verið löguð og eru orðin nothæf og örugg er þeim svo úthlutað til fólks sem hefur engar aðrar leiðir til að eignast reiðhjól. Þetta er eingöngu mögulegt vegna þeirra sjáflboðaliða sem gefa vinnu sína við að lagfæra reiðhjólin. Sumarið 2023 var þannig hægt að laga um 1.400 reiðhjól, af þeim 1.750 hjólum sem söfnuðust. Þetta eru háar tölur, sérstaklega í ljósi þess að það getur tekið góða stund að koma gömlu reiðhjóli í nothæft ástand og því eru vinnustundirnar að baki þessum fjölda mjög margar. Með aðstoð fjölmargra fulltrúa sem starfa á félagsmálaskrifstofum víða um landið, er skjólstæðingum þeirra hjálpað til að fylla út einfalt umsóknareyðublað, sem í fyrsta skipti er gert aðgengilegt á nokkrum tungumálum. Út frá þeim upplýsingum sem þar koma fram eru fundin viðeigandi reiðhjól við hæfi hvers og eins umsækjanda, eftir því sem framboð reiðhjóla leyfir. Að svo miklu leyti sem hægt er, reyna aðstandendur verkefnisins að útvega hjólahjálma, lása og bjöllur fyrir hvert hjól. Þessi hluti verkefnisins er eingöngu mögulegur vegna aðstoðar þeirra fyrirtækja sem styrkja starfið með því að kaupa þennan búnað frá reiðhjólaverslunum og gefa verkefninu til úthlutunar til umsækjenda. Markmiðið í ár er að gera við og úthluta 1.500 reiðhjólum til nýrra eigenda. Við sem stöndum að verkefninu erum staðráðin í að gera allt sem við getum til að markmiðið náist og erum ákaflega þakklát Velferðarsviði Reykjavíkur, sem hefur stutt verkefnið síðastliðin ár með rausnarlegu fjárframlagi. En frumforsenda þess að markmiðið náist er að fólk sé reiðubúið til að gefa þreyttu hjólin sín í söfnunina. Við viljum því biðla til allra þeirra sem eiga reiðhjól sem gætu hentað í verkefnið að koma þeim sem fyrst á næstu móttökustöð Sorpu eða afhenda þau á verkstæðinu okkar við Sævarhöfða 31. Þeim sem hafa áhuga á að gerast sjálfboðaliðar og aðstoða við lagfæringar á hjólum er bent á að senda skilaboð í netfangið hjolasofnun@gmail.com Að gerast sjálfboðaliði í hjólaviðgerðum krefst engrar reynslu eða sérstakrar kunnáttu og er í raun bæði ódýrasta og fljótlegasta leiðin til að læra að sinna viðhaldi reiðhjóla. Fólk sem langar að læra grunnatriðin í viðhaldi reiðhjóla getur því bæði sparað sér námskeiðsgjaldið og gert góðverk í leiðinni. Með því annað hvort að leggja verkefninu til gamalt reiðhjól eða örfáar klukkustundir í sjálfboðavinnu getur fólk þannig gefið börnum sem búa við erfiðar aðstæður stærstu frelsisupplifun sem völ er á. Og við sem höfum reynslu af því að sjá börnin brosandi taka við “nýju” reiðhjólunum sínum og renna inn í sumarið mælum eindregið með þeirri lífsreynslu.Það eru okkar verðlaun og þið eruð velkomin að deila þeim með okkur.Höfundur er formaður grasrótarsamtakanna Reiðhjólabændur.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar