Mannréttindabrot Hjördís Ýrr Skúladóttir skrifar 13. apríl 2024 09:30 Góði guð, móðir jörð, æðri máttur eða hver sem öllu ræður. „Gefðu að ég hafi heilsu og geti sem allra lengst haldið mínu sjálfstæði, gefðu að ég fái ekki svo slæmt MS kast eða fari ekki í síversnun MS sem leiðir af sér mikla skerðingu. Gefðu að ég fái að búa sjálf, velja mér búsetu og að ég haldi minni reisn. Gefðu að mér verði ekki komið fyrir á stofnun sem er ekki mér til hæfis og að ég hafi eitthvað um mína eigin búsetu að segja. Í öllu nafni Amen, eða Om eða annað gott orð sem allar góðar bænir enda á.“ Þetta er bæn mín eftir áhorf á Kveik, fréttaskýringaþátt, á RÚV 9.apríl þar sem fjallað var um skelfilegar staðreyndir um það hvernig fólk nýtur ekki mannréttinda þegar kemur að búsetu. Árið er 2024 og það er hreint með ólíkindum að fólk sé „geymt“ á stofnunum eða heimilum án þess að það hafi haft val um sína eigin búsetu. Að fólk með fötlun fái ekki viðunandi sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, endurhæfingu eða þjónustu sem hæfir þeirra aldri og getu er hreinlega til háborinnar skammar og við sem velferðarsamfélag verðum að gera betur. Það biður enginn um að verða fyrir eða fæðast með skerðingu, en við eigum öll rétt á að komið sé fram við okkur af virðingu og hafa raunverulegt val. Við þurfum að gera betur, standa betur vörð um náungann og láta okkur misrétti varða. Það er vissulega vinna í gangi í ráðuneytum og vinnuhópum um lausn á þessu. En þeirri vinnu verður að ljúka sem allra fyrst og leysa þetta brýna vandamáli. Ég held fast í vonina að mitt MS geri það ekki að verkum að mér verði komið fyrir einhversstaðar án þess að ég hafi neitt um það að segja. Allavega ætla ég að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að svo verði ekki. Höfundur er formaður MS-félags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Sjá meira
Góði guð, móðir jörð, æðri máttur eða hver sem öllu ræður. „Gefðu að ég hafi heilsu og geti sem allra lengst haldið mínu sjálfstæði, gefðu að ég fái ekki svo slæmt MS kast eða fari ekki í síversnun MS sem leiðir af sér mikla skerðingu. Gefðu að ég fái að búa sjálf, velja mér búsetu og að ég haldi minni reisn. Gefðu að mér verði ekki komið fyrir á stofnun sem er ekki mér til hæfis og að ég hafi eitthvað um mína eigin búsetu að segja. Í öllu nafni Amen, eða Om eða annað gott orð sem allar góðar bænir enda á.“ Þetta er bæn mín eftir áhorf á Kveik, fréttaskýringaþátt, á RÚV 9.apríl þar sem fjallað var um skelfilegar staðreyndir um það hvernig fólk nýtur ekki mannréttinda þegar kemur að búsetu. Árið er 2024 og það er hreint með ólíkindum að fólk sé „geymt“ á stofnunum eða heimilum án þess að það hafi haft val um sína eigin búsetu. Að fólk með fötlun fái ekki viðunandi sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, endurhæfingu eða þjónustu sem hæfir þeirra aldri og getu er hreinlega til háborinnar skammar og við sem velferðarsamfélag verðum að gera betur. Það biður enginn um að verða fyrir eða fæðast með skerðingu, en við eigum öll rétt á að komið sé fram við okkur af virðingu og hafa raunverulegt val. Við þurfum að gera betur, standa betur vörð um náungann og láta okkur misrétti varða. Það er vissulega vinna í gangi í ráðuneytum og vinnuhópum um lausn á þessu. En þeirri vinnu verður að ljúka sem allra fyrst og leysa þetta brýna vandamáli. Ég held fast í vonina að mitt MS geri það ekki að verkum að mér verði komið fyrir einhversstaðar án þess að ég hafi neitt um það að segja. Allavega ætla ég að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að svo verði ekki. Höfundur er formaður MS-félags Íslands.
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar