Þú þarft ekki að flokka það besta Jóhannes B. Urbancic Tómasson skrifar 12. apríl 2024 13:30 Það besta við kaffihylki er kaffið. Það versta við pasta er pokinn utan um það. Rétt eins og þú myndir ekki tíma að kaupa þér nýjan einnota tannbursta á hverjum degi, þá tíma fæst okkar því heldur að kaupa einnota pakkningar fyrir hversdagslega hluti eins og kaffi eða pasta. Sem betur fer eru sífellt fleiri fyrirtæki að bjóða viðskiptavinum sínum að versla umbúðalausar vörur, hvort sem er fyrir heimili í smáinnkaupum eða framleiðslufyrirtæki í heildsölu. Líttu ofan í tunnurnar næst þegar þú ferð út með ruslið. Hverjar af þessum umbúðum voru nauðsynlegar og hverjar voru óþarfar? Hvað ætli óþarfinn hafi kostað þig í innkaupum? Hversu mörgum trjám var sóað í pappírinn? Hversu mikilli olíu var sóað í plastið? Það er mikilvægt að fyrirtæki vinni að því að heimilin geti komist af með sem minnstan úrgang. Í könnunum sjáum við að flestir landsmenn reyna nú þegar að minnka sín áhrif á umhverfið í gegnum innkaupin sín. Óþarfar pakkningar eru væntanlega ofarlega þar á lista. Það er að sjálfsögðu gott ef umbúðir eru skýrt merktar með flokkunarleiðbeiningum. Það er líka flott ef hráefnið í pakkningum er skárra fyrir umhverfið en það var fyrir nokkrum árum. En langflottast er að geta sleppt þessu öllu. Umbúðunum. Óþarfanum. Og enginn þarf að flokka neitt. Um þessar mundir erum við í Saman gegn sóun að skrifa nýja stefnu ríkisins um úrgangsforvarnir. Næstu fundir eru á Ísafirði 16. apríl og Egilsstöðum 22. apríl. Þar viljum safna hugmyndum frá sem flestum og fjölbreyttustum fyrirtækjum. Þú getur haft áhrif með því að taka þátt. Höfundur er sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Það besta við kaffihylki er kaffið. Það versta við pasta er pokinn utan um það. Rétt eins og þú myndir ekki tíma að kaupa þér nýjan einnota tannbursta á hverjum degi, þá tíma fæst okkar því heldur að kaupa einnota pakkningar fyrir hversdagslega hluti eins og kaffi eða pasta. Sem betur fer eru sífellt fleiri fyrirtæki að bjóða viðskiptavinum sínum að versla umbúðalausar vörur, hvort sem er fyrir heimili í smáinnkaupum eða framleiðslufyrirtæki í heildsölu. Líttu ofan í tunnurnar næst þegar þú ferð út með ruslið. Hverjar af þessum umbúðum voru nauðsynlegar og hverjar voru óþarfar? Hvað ætli óþarfinn hafi kostað þig í innkaupum? Hversu mörgum trjám var sóað í pappírinn? Hversu mikilli olíu var sóað í plastið? Það er mikilvægt að fyrirtæki vinni að því að heimilin geti komist af með sem minnstan úrgang. Í könnunum sjáum við að flestir landsmenn reyna nú þegar að minnka sín áhrif á umhverfið í gegnum innkaupin sín. Óþarfar pakkningar eru væntanlega ofarlega þar á lista. Það er að sjálfsögðu gott ef umbúðir eru skýrt merktar með flokkunarleiðbeiningum. Það er líka flott ef hráefnið í pakkningum er skárra fyrir umhverfið en það var fyrir nokkrum árum. En langflottast er að geta sleppt þessu öllu. Umbúðunum. Óþarfanum. Og enginn þarf að flokka neitt. Um þessar mundir erum við í Saman gegn sóun að skrifa nýja stefnu ríkisins um úrgangsforvarnir. Næstu fundir eru á Ísafirði 16. apríl og Egilsstöðum 22. apríl. Þar viljum safna hugmyndum frá sem flestum og fjölbreyttustum fyrirtækjum. Þú getur haft áhrif með því að taka þátt. Höfundur er sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun