Hin íslenska þversögn: Róttækur femínismi og félagslegur ójöfnuður Valerio Gargiulo skrifar 12. apríl 2024 07:30 Ísland er þekkt fyrir að vera í efsta sæti heimslistans í jafnréttismálum og fyrir að vera leiðarljós róttæks femínisma. Á bak við þessa framsæknu framhlið býr hins vegar félagslegt misrétti sem hefur áhrif á margar konur, sérstaklega einstæðar mæður. Enn fremur hefur Íslandi oft verið hrósað fyrir skuldbindingu sína til að taka á móti flóttamönnum og bjóða þeim aðstoð og vernd. Þessi skuldbinding hefur hins vegar leitt til mótsagnakennds ástands þar sem íbúar eiga í erfiðleikum með að finna húsnæði á viðráðanlegu verði. Þegar landið opnar sig fyrir þeim sem flýja stríð, ofsóknir og annars konar kúgun, lenda eigin þegnar þess í að þurfa að takast á við áður óþekkta húsnæðiskreppu. Eftirspurn eftir húsnæði eykst en framboðið nær ekki að halda í við. Leiguverð hækkar upp úr öllu valdi og margar íslenskar fjölskyldur neyðast til að búa við ótryggar aðstæður eða jafnvel án þaks yfir höfuðið. Vandamálið eykst af því að mikið fjármagn, fjármögnun og félagslegt húsnæði beinist að flóttamönnum og hælisleitendum, sem skilur eftir heimamenn í óhag. Þar með er ekki sagt að draga eigi úr eða afnema aðstoð við flóttamenn, heldur að finna þurfi betra jafnvægi á milli flóttamannaaðstoðar og velferðar íslenskra ríkisborgara. Merkilegt tilfelli er vinkona mín, einstæð móðir tveggja lítilla stúlkna, þar af önnur langveik, sem lendir í því að berjast við erfiðleika daglegs lífs eins og síhækkandi leigu á íbúðinni sinni og missir hana svo vegna þess að eigandi hennar setti hana á sölu, að auki, standa í miklum kostnaði við læknisþjónustu og að kaupa lyf fyrir dóttur sína. Þrátt fyrir skuldbindingu sína og þúsund fórnir, sér hún sig tilneydda til að vinna þrjú störf til að standa undir framfærslukostnaði og lifa af út mánuðinn án þess að leyfa sér nokkuð umfram mánaðarlegra útgjalda. Þetta mál vakti mig til umhugsunar vegna þess að það varpar ljósi á djúpstæða gjá á milli þeirrar ímyndar um framfarir og jafnrétti sem Ísland varpar fram og raunveruleika sem margar konur upplifa, sérstaklega þær sem eru í viðkvæmum aðstæðum. Þó að mikil skuldbinding sé um að efla réttindi kvenna og jafnrétti kynjanna er enn mikið ógert til að tryggja að þessi loforð skili sér í áþreifanlegar niðurstöður fyrir allar konur. Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Valerio Gargiulo Flóttafólk á Íslandi Leigumarkaður Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Ísland er þekkt fyrir að vera í efsta sæti heimslistans í jafnréttismálum og fyrir að vera leiðarljós róttæks femínisma. Á bak við þessa framsæknu framhlið býr hins vegar félagslegt misrétti sem hefur áhrif á margar konur, sérstaklega einstæðar mæður. Enn fremur hefur Íslandi oft verið hrósað fyrir skuldbindingu sína til að taka á móti flóttamönnum og bjóða þeim aðstoð og vernd. Þessi skuldbinding hefur hins vegar leitt til mótsagnakennds ástands þar sem íbúar eiga í erfiðleikum með að finna húsnæði á viðráðanlegu verði. Þegar landið opnar sig fyrir þeim sem flýja stríð, ofsóknir og annars konar kúgun, lenda eigin þegnar þess í að þurfa að takast á við áður óþekkta húsnæðiskreppu. Eftirspurn eftir húsnæði eykst en framboðið nær ekki að halda í við. Leiguverð hækkar upp úr öllu valdi og margar íslenskar fjölskyldur neyðast til að búa við ótryggar aðstæður eða jafnvel án þaks yfir höfuðið. Vandamálið eykst af því að mikið fjármagn, fjármögnun og félagslegt húsnæði beinist að flóttamönnum og hælisleitendum, sem skilur eftir heimamenn í óhag. Þar með er ekki sagt að draga eigi úr eða afnema aðstoð við flóttamenn, heldur að finna þurfi betra jafnvægi á milli flóttamannaaðstoðar og velferðar íslenskra ríkisborgara. Merkilegt tilfelli er vinkona mín, einstæð móðir tveggja lítilla stúlkna, þar af önnur langveik, sem lendir í því að berjast við erfiðleika daglegs lífs eins og síhækkandi leigu á íbúðinni sinni og missir hana svo vegna þess að eigandi hennar setti hana á sölu, að auki, standa í miklum kostnaði við læknisþjónustu og að kaupa lyf fyrir dóttur sína. Þrátt fyrir skuldbindingu sína og þúsund fórnir, sér hún sig tilneydda til að vinna þrjú störf til að standa undir framfærslukostnaði og lifa af út mánuðinn án þess að leyfa sér nokkuð umfram mánaðarlegra útgjalda. Þetta mál vakti mig til umhugsunar vegna þess að það varpar ljósi á djúpstæða gjá á milli þeirrar ímyndar um framfarir og jafnrétti sem Ísland varpar fram og raunveruleika sem margar konur upplifa, sérstaklega þær sem eru í viðkvæmum aðstæðum. Þó að mikil skuldbinding sé um að efla réttindi kvenna og jafnrétti kynjanna er enn mikið ógert til að tryggja að þessi loforð skili sér í áþreifanlegar niðurstöður fyrir allar konur. Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun