Arion áminntur fyrir verklag í skoðun á mögulegum innherjasvikum Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2024 19:13 Arion banki viðurkenndi að það samræmdist ekki hans eigin reglum það fyrirkomulag að láta starfsmenn fá tvo síma, þar af annan fyrir persónuleg not sem var ekki til á upptöku. Vísir/Vilhelm Viðurlaganefnd Kauphallarinnar áminnti Arion banka opinberlega í dag fyrir að brjóta þannig gegn reglum hennar að hún gat ekki sinnt eftirliti þegar grunur um möguleg innherjasvik kom upp. Ekki var til upptaka af símtali miðlara við fjárfesti sem Kauphöllin sóttist eftir. Málið hófst þegar starfsmenn Kauphallarinnar urðu varir við óvenjuleg viðskipti með hlutabréf skráðra félaga sem höfðu hækkað mikið í verði og velta með bréf þeirra. Skoðun Kauphallarinnar beindist að mögulegum innherjasvikum. Félögin eru ekki nefnd í niðurstöðu viðurlaganefndar Kauphallarinnar sem áminnti Arion banka. Þegar Kauphöllinn kallaði eftir gögnum frá Arion banka um viðskiptin kom í ljós að miðlari bankans hafði rétt við fjárfesti símleiðis í farsíma á vegum bankans. Sá sími var ætlaður til persónulegra nota og var símtalið því ekki tekið upp. Bankinn bað miðlarann um að taka saman skriflega efni símtalanna eftir bestu getu bar punktana undir viðskiptavininn. Kauphöllin fékk minnispunkta um þetta frá bankanum. Þetta taldi Kauphöllinn ekki fullnægjandi verklag og að skortur á upplýsingunum þýddi að hún gæti ekki sinnt reglulegu eftirliti sínu samkvæmt lögum. Taldi hún Arion banka hafa brotið aðildarreglur Kauphöllarinnar og vísaði málinu til svonefndrar viðurlaganefndar sinnar. Tíðkaðist að láta starfsmenn fá tvo síma Nefndin taldi það eðilega kröfu hjá Kauphöllinni að bankinn varðveitti símtalsupptökur. Bankanum bæri skylda til þess að afhenda allar þær upplýsingar sem Kauphöllin teldi nauðsynlegar til þess að sinna lögbundnum skyldum sínum. Fyrirkomulag sem tíðkaðist hjá Arion banka að láta starfsmenn fá tvo síma, þar af annan sem ekki væri á upptöku, hefði leitt til þess að símtölin sem miðlarinn átti við viðskiptavin í persónulegan síma frá bankanum væru ekki varðveitt. Bankinn gat því ekki afhent þau gögn sem honum bar til Kauphallarinnar. Viðurlaganefndin horfði til þess að bankinn hefði viðurkennt að hafa ekki varðveitt símtalsupptökur og að það stríddi gegn hans eigin reglum um varðveislu viðskiptafyrirmæla. Bankinn hefði ennfremur lýst því yfir að gripið hefði verið til ráðstafana til þess að koma í veg fyrir fleiri atvik af þessu tagi. Niðurstaða nefndarinnar var að áminna Arion opinberlega fyrir að brjóta reglur sem skylduðu hann til að afhenda gögn sem Kauphöllinn óskaði eftir og um viðeigandi skipulag, áhættustýringu, örugg tæknikerfi og hæfni starfsfólks. Arion banki Fjármálafyrirtæki Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira
Málið hófst þegar starfsmenn Kauphallarinnar urðu varir við óvenjuleg viðskipti með hlutabréf skráðra félaga sem höfðu hækkað mikið í verði og velta með bréf þeirra. Skoðun Kauphallarinnar beindist að mögulegum innherjasvikum. Félögin eru ekki nefnd í niðurstöðu viðurlaganefndar Kauphallarinnar sem áminnti Arion banka. Þegar Kauphöllinn kallaði eftir gögnum frá Arion banka um viðskiptin kom í ljós að miðlari bankans hafði rétt við fjárfesti símleiðis í farsíma á vegum bankans. Sá sími var ætlaður til persónulegra nota og var símtalið því ekki tekið upp. Bankinn bað miðlarann um að taka saman skriflega efni símtalanna eftir bestu getu bar punktana undir viðskiptavininn. Kauphöllin fékk minnispunkta um þetta frá bankanum. Þetta taldi Kauphöllinn ekki fullnægjandi verklag og að skortur á upplýsingunum þýddi að hún gæti ekki sinnt reglulegu eftirliti sínu samkvæmt lögum. Taldi hún Arion banka hafa brotið aðildarreglur Kauphöllarinnar og vísaði málinu til svonefndrar viðurlaganefndar sinnar. Tíðkaðist að láta starfsmenn fá tvo síma Nefndin taldi það eðilega kröfu hjá Kauphöllinni að bankinn varðveitti símtalsupptökur. Bankanum bæri skylda til þess að afhenda allar þær upplýsingar sem Kauphöllin teldi nauðsynlegar til þess að sinna lögbundnum skyldum sínum. Fyrirkomulag sem tíðkaðist hjá Arion banka að láta starfsmenn fá tvo síma, þar af annan sem ekki væri á upptöku, hefði leitt til þess að símtölin sem miðlarinn átti við viðskiptavin í persónulegan síma frá bankanum væru ekki varðveitt. Bankinn gat því ekki afhent þau gögn sem honum bar til Kauphallarinnar. Viðurlaganefndin horfði til þess að bankinn hefði viðurkennt að hafa ekki varðveitt símtalsupptökur og að það stríddi gegn hans eigin reglum um varðveislu viðskiptafyrirmæla. Bankinn hefði ennfremur lýst því yfir að gripið hefði verið til ráðstafana til þess að koma í veg fyrir fleiri atvik af þessu tagi. Niðurstaða nefndarinnar var að áminna Arion opinberlega fyrir að brjóta reglur sem skylduðu hann til að afhenda gögn sem Kauphöllinn óskaði eftir og um viðeigandi skipulag, áhættustýringu, örugg tæknikerfi og hæfni starfsfólks.
Arion banki Fjármálafyrirtæki Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira