Kveðjugjöf Katrínar Stefán Halldórsson skrifar 11. apríl 2024 17:01 Það er hefð fyrir þvi á vinnustöðum landsins að gefa kveðjugjöf þegar aðili sem staðið hefur vaktina í lengri tíma kveður, hvort sem við taka eftirlaun eða nýjar áskoranir á nýjum vinnustað. Í síðustu viku tilkynnti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra til rúmlega sex ára og formaður Vinstri Grænna, um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Tilkynningin kom engum á óvart sem fylgst hafði með umræðunni, teikn höfðu lengi verið á lofti, gárurnar í tebollanum sögðu sína sögu og ekki ljúga spádómsbeinin. Katrín sneri hins vegar dæminu við og gaf landsmönnum stórskemmtilega gjöf, uppstokkun í ríkisstjórninni sem skilaði okkur nýjum (innan harkalegra gæsalappa) forsætisráðherra, fjármálaráðherra og utanríkisráðherra, ásamt nýjum matvælaráðherra. Það er skiljanlegt að Katrín vilji skipta um starfsvettvang, þó langt sé í kosningar. Starfið sem hún sækist eftir er í grunninn frekar einfalt og nett, að vera stoltur fulltrúi lands og þjóðar, sameiningartákn og klettur í ólgusjó breytinga og óvissu. Og hver þekkir breytingar betur en einmitt Katrín? Sami gaurinn og hún tók við af sem forsætisráðherra breyttist í fjármálaráðherra, þvínæst utanríkisráðherra og verður svo að lokum aftur forsætisráðherra þegar Katrín hefur skilað staffapassanum. Þetta er hringrás lífsins eins og Múfasa útskýrði fyrir Simba á meðan allt lék í lyndi, „við étum antilópurnar, deyjum og breytumst í gras sem antilópurnar éta”. En hverjir eru hverjir í þessari sviðsmynd? Ég hef á tilfinningunni að við sem fylgjumst með sirkusnum á hliðarlínunni séum annað hvort antilópurnar eða grasið, étin vinstri/hægri. Ef ævintýrið um Simba hefur kennt okkur eitthvað þá er það sú lexía að sterk sýn leiðtoga og göfug markmið mega sín lítils ef undir niðri kraumar óánægja og öfund, kannski Múfasa hefði lifað ef Skari hefði bara fengið sendiherrastöðu í stað þess að húka fýldur í helli, í skugga bróður síns. En hvað með það, Katrín stefnir á Bessastaði og kveður Alþingi með öllu því stressi og veseni sem þar kraumar. Aðskilnaður frá Bjarna og co. getur bara gert henni gott en þó má benda á þá staðreynd að ef ætlunin er að fjarlægjast Sjálfstæðisflokkinn eru búferlaflutningar í Garðabæinn kannski ekki besta lausnin. En hver veit, kannski getur Katrín stuðlað að jákvæðum breytingum í embætti forseta, við skulum bara stilla væntingunum í hóf. Kjörbúð á Álftanesi og stærri öldur í öldulauginni hljóma eins og raunhæf markmið fyrir leiðtoga fólksins. Kveðjugjöf Katrínar er stjórnarsamstarf sem hangir saman á einhvers konar Stokkhólmsheilkenni á sterum, þingflokkur sem næði ekki manni inn ef kosið væri núna og forsætisráðherra sem getur varla pantað sér hálfan bræðing á Subway án þess að úr verði hneykslismál og uppstokkun á ráðuneyti. Mætti ég þá frekar biðja um gjafabréf í dekur og tvo fyrir einn í sund? Höfundur er ekki í framboði til embættis forseta Íslands.....enn sem komið er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Alþingi Vinstri græn Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Það er hefð fyrir þvi á vinnustöðum landsins að gefa kveðjugjöf þegar aðili sem staðið hefur vaktina í lengri tíma kveður, hvort sem við taka eftirlaun eða nýjar áskoranir á nýjum vinnustað. Í síðustu viku tilkynnti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra til rúmlega sex ára og formaður Vinstri Grænna, um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Tilkynningin kom engum á óvart sem fylgst hafði með umræðunni, teikn höfðu lengi verið á lofti, gárurnar í tebollanum sögðu sína sögu og ekki ljúga spádómsbeinin. Katrín sneri hins vegar dæminu við og gaf landsmönnum stórskemmtilega gjöf, uppstokkun í ríkisstjórninni sem skilaði okkur nýjum (innan harkalegra gæsalappa) forsætisráðherra, fjármálaráðherra og utanríkisráðherra, ásamt nýjum matvælaráðherra. Það er skiljanlegt að Katrín vilji skipta um starfsvettvang, þó langt sé í kosningar. Starfið sem hún sækist eftir er í grunninn frekar einfalt og nett, að vera stoltur fulltrúi lands og þjóðar, sameiningartákn og klettur í ólgusjó breytinga og óvissu. Og hver þekkir breytingar betur en einmitt Katrín? Sami gaurinn og hún tók við af sem forsætisráðherra breyttist í fjármálaráðherra, þvínæst utanríkisráðherra og verður svo að lokum aftur forsætisráðherra þegar Katrín hefur skilað staffapassanum. Þetta er hringrás lífsins eins og Múfasa útskýrði fyrir Simba á meðan allt lék í lyndi, „við étum antilópurnar, deyjum og breytumst í gras sem antilópurnar éta”. En hverjir eru hverjir í þessari sviðsmynd? Ég hef á tilfinningunni að við sem fylgjumst með sirkusnum á hliðarlínunni séum annað hvort antilópurnar eða grasið, étin vinstri/hægri. Ef ævintýrið um Simba hefur kennt okkur eitthvað þá er það sú lexía að sterk sýn leiðtoga og göfug markmið mega sín lítils ef undir niðri kraumar óánægja og öfund, kannski Múfasa hefði lifað ef Skari hefði bara fengið sendiherrastöðu í stað þess að húka fýldur í helli, í skugga bróður síns. En hvað með það, Katrín stefnir á Bessastaði og kveður Alþingi með öllu því stressi og veseni sem þar kraumar. Aðskilnaður frá Bjarna og co. getur bara gert henni gott en þó má benda á þá staðreynd að ef ætlunin er að fjarlægjast Sjálfstæðisflokkinn eru búferlaflutningar í Garðabæinn kannski ekki besta lausnin. En hver veit, kannski getur Katrín stuðlað að jákvæðum breytingum í embætti forseta, við skulum bara stilla væntingunum í hóf. Kjörbúð á Álftanesi og stærri öldur í öldulauginni hljóma eins og raunhæf markmið fyrir leiðtoga fólksins. Kveðjugjöf Katrínar er stjórnarsamstarf sem hangir saman á einhvers konar Stokkhólmsheilkenni á sterum, þingflokkur sem næði ekki manni inn ef kosið væri núna og forsætisráðherra sem getur varla pantað sér hálfan bræðing á Subway án þess að úr verði hneykslismál og uppstokkun á ráðuneyti. Mætti ég þá frekar biðja um gjafabréf í dekur og tvo fyrir einn í sund? Höfundur er ekki í framboði til embættis forseta Íslands.....enn sem komið er.
Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar