„Boltinn slysaðist einhvernveginn alltaf inn í dag“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. apríl 2024 20:18 Óskar Bjarni Óskarsson og hans menn unnu afar öruggan sigur í kvöld. vísir / pawel Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, segir að það sé varla hægt að biðja um betri leið til að hefja úrslitakeppni Olís-deildar karla en með 18 marka sigri. Valsmenn unnu sannkallaðan stórsigur gegn Fram í opnunarleik úrslitakeppninnar og eru því komnir með annan fótinn inn í undanúrslitin. „Þetta var frábær fyrri hálfleikur og við komum vel inn í þetta. Spiluðum frábæra vörn og Bjöggi var frábær,“ sagði Óskar í leikslok. „Það gekk flest allt upp sóknarlega. Framararnir voru reyndar að spila fína vörn, en boltinn slysaðist einhvernveginn alltaf inn í dag. Eins og ég hef reyndar sag í viðtölum fyrir þennan leik þá hefur auðvitað ekkert eðlilega mikið gengið á hjá þeim, en þeir eru ekkert að fara að kasta inn handklæðinu. Þetta eru stríðsmenn. Flottir, ungir og efnilegir leikmenn.“ „Rúnar [Kárason] var frábær í dag og þeir eru með frábæra markmenn og frábæra þjálfara þannig að ég veit að þeir munu gera allt sem þeir geta til að ná fram sigri á laugardaginn.“ Þurfa að klára dæmið Þrátt fyrir þennan gríðarlega örugga sigur segir Óskar að einvígið sé langt frá því að vera búið. Ýmislegt geti gerst í næsta leik og hans menn þurfi að klára dæmið. „Ef að leikurinn spilast eins og hann gerði í fyrri hálfleik þá er þetta að sjálfsögðu erfitt fyrir þá. En þetta getur spilast alls konar og hver leikur hefur sitt líf. Þessi leikur spilaðist kannski bara eins og best var á kosið fyrir okkur.“ Hann segir einnig að sínir menn hafi nýtt tímann í leik kvöldsins til að prófa nýja hluti þegar ljóst var í hvað stefndi. „Við vorum að vinna aðeins í 5-1 vörn og þurfum að bæta aðeins í vopnabúrið. Við prófuðum einhverkja hluti og það er gaman að því.“ Hann segist þó ekki hafa áhyggjur af því að sínir menn fari að vanmeta Framliðið. „Auðvitað var þetta kannski fullmikið. En það var góður undirbúningur og strákarnir gerðu þetta vel. Þeir báru virðingu fyrir Frömurum. Ungir og efnilegir strákar með besta sóknarmann deildarinnar i Rúnari Kára. Ef Rúnar vill skora þá bara skorar hann liggur við. Þeir munu alls ekki kasta inn handklæðinu,“ sagði Óskar að lokum. Olís-deild karla Valur Fram Tengdar fréttir „Þeir bara fokkuðu því upp, því miður“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, var eðlilega ósáttur við spilamennsku sinna manna eftir 18 marka tap í fyrsta leik úrslitakeppninnar í Olís-deildinni í handbolta. 10. apríl 2024 19:49 Uppgjörið: Valur - Fram 41-23 | Ójafn Reykjavíkurslagur á Hlíðarenda Valur vann afar öruggan átján marka sigur er liðið tók á móti Fram í fyrsta leik átta liða úrslita Olís-deildar karla er úrslitakeppnin hóf göngu sína í kvöld, 41-23. 10. apríl 2024 20:05 Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira
Valsmenn unnu sannkallaðan stórsigur gegn Fram í opnunarleik úrslitakeppninnar og eru því komnir með annan fótinn inn í undanúrslitin. „Þetta var frábær fyrri hálfleikur og við komum vel inn í þetta. Spiluðum frábæra vörn og Bjöggi var frábær,“ sagði Óskar í leikslok. „Það gekk flest allt upp sóknarlega. Framararnir voru reyndar að spila fína vörn, en boltinn slysaðist einhvernveginn alltaf inn í dag. Eins og ég hef reyndar sag í viðtölum fyrir þennan leik þá hefur auðvitað ekkert eðlilega mikið gengið á hjá þeim, en þeir eru ekkert að fara að kasta inn handklæðinu. Þetta eru stríðsmenn. Flottir, ungir og efnilegir leikmenn.“ „Rúnar [Kárason] var frábær í dag og þeir eru með frábæra markmenn og frábæra þjálfara þannig að ég veit að þeir munu gera allt sem þeir geta til að ná fram sigri á laugardaginn.“ Þurfa að klára dæmið Þrátt fyrir þennan gríðarlega örugga sigur segir Óskar að einvígið sé langt frá því að vera búið. Ýmislegt geti gerst í næsta leik og hans menn þurfi að klára dæmið. „Ef að leikurinn spilast eins og hann gerði í fyrri hálfleik þá er þetta að sjálfsögðu erfitt fyrir þá. En þetta getur spilast alls konar og hver leikur hefur sitt líf. Þessi leikur spilaðist kannski bara eins og best var á kosið fyrir okkur.“ Hann segir einnig að sínir menn hafi nýtt tímann í leik kvöldsins til að prófa nýja hluti þegar ljóst var í hvað stefndi. „Við vorum að vinna aðeins í 5-1 vörn og þurfum að bæta aðeins í vopnabúrið. Við prófuðum einhverkja hluti og það er gaman að því.“ Hann segist þó ekki hafa áhyggjur af því að sínir menn fari að vanmeta Framliðið. „Auðvitað var þetta kannski fullmikið. En það var góður undirbúningur og strákarnir gerðu þetta vel. Þeir báru virðingu fyrir Frömurum. Ungir og efnilegir strákar með besta sóknarmann deildarinnar i Rúnari Kára. Ef Rúnar vill skora þá bara skorar hann liggur við. Þeir munu alls ekki kasta inn handklæðinu,“ sagði Óskar að lokum.
Olís-deild karla Valur Fram Tengdar fréttir „Þeir bara fokkuðu því upp, því miður“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, var eðlilega ósáttur við spilamennsku sinna manna eftir 18 marka tap í fyrsta leik úrslitakeppninnar í Olís-deildinni í handbolta. 10. apríl 2024 19:49 Uppgjörið: Valur - Fram 41-23 | Ójafn Reykjavíkurslagur á Hlíðarenda Valur vann afar öruggan átján marka sigur er liðið tók á móti Fram í fyrsta leik átta liða úrslita Olís-deildar karla er úrslitakeppnin hóf göngu sína í kvöld, 41-23. 10. apríl 2024 20:05 Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira
„Þeir bara fokkuðu því upp, því miður“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, var eðlilega ósáttur við spilamennsku sinna manna eftir 18 marka tap í fyrsta leik úrslitakeppninnar í Olís-deildinni í handbolta. 10. apríl 2024 19:49
Uppgjörið: Valur - Fram 41-23 | Ójafn Reykjavíkurslagur á Hlíðarenda Valur vann afar öruggan átján marka sigur er liðið tók á móti Fram í fyrsta leik átta liða úrslita Olís-deildar karla er úrslitakeppnin hóf göngu sína í kvöld, 41-23. 10. apríl 2024 20:05