Viðskipti innlent

Á­líka margar brott­farir og á me­t­árinu 2018

Atli Ísleifsson skrifar
Frá áramótum hafa um 460 þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi.
Frá áramótum hafa um 460 þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi. Vísir/Vilhelm

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 173 þúsund í nýliðnum mars samkvæmt mælingum Ferðamálastofu.

Á vef Ferðamálastofu segir að um sé að ræða álíka margar brottfarir og hafi mælst í mars metárið 2018. Tvær af hverjum fimm brottförum voru tilkomnar vegna Bandaríkjamanna og Breta. Brottfarir Íslendinga voru um 56 þúsund í mars.

Fram kemur að flestar brottfarir í mars hafi verið tilkomnar vegna Bandaríkjamanna, 37.500 talsins, eða ríflega fimmtungur (eða 21,7 prósent) heildarbrottfara.

„Bretar voru í öðru sæti, um 34.200 eða fimmtungur brottfara (19,7%).

Brottfarir Kínverja voru í þriðja sæti eða 5,0% af heild og Ítalir í því fjórða (4,8%). Þar á eftir fylgdu Frakkar (4,8%), Þjóðverjar (4,6%), Pólverjar (3,1%), Spánverjar (2,9%), Hollendingar (2,8%) og Danir (2,6%).

Brottfarir erlendra farþega frá áramótum

Frá áramótum hafa um 460 þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi en á sama tíma í fyrra voru brottfarir þeirra um 421 þúsund talsins. Um er að ræða 9,9% fjölgun milli ára. Samtals voru brottfarir á tímabilinu janúar til mars í ár um 95,8% af þeim brottförum sem þær mældust á sama tímabili metárið 2018.

Brottfarir Íslendinga

Brottfarir Íslendinga voru um 56 þúsund í mars, 16.200 fleiri en í mars 2023 (+41,8%).Hafa ber í huga að utanferðir Íslendinga í tengslum við páska voru í mars í ár en í apríl í fyrra. Frá áramótum (janúar-mars) hafa um 130 þúsund Íslendingar farið utan en á sama tíma í fyrra voru brottfarir þeirra um 120 þúsund. Um er að ræða 8,1% fjölgun milli ára,“ segir á vef Ferðamálastofu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×