Kjósum Guðrúnu sem biskup fyrir fólkið og framtíðina Herdís Gunnarsdóttir skrifar 10. apríl 2024 14:00 Ég hef notið þeirra gæða að hafa fengið að kynnast sóknarprestinum mínum sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur, sem nú býður sig fram til embættis biskups Íslands. Ég styð hana af heilum hug til að gegna því mikilvæga embætti þar sem hún hefur einstaka og sterka framtíðarsýn fyrir kirkjuna og vill eiga erindi og samtal við fólk samtímans. Guðrún er nútímalegur leiðtogi sem mun skapa þjóðkirkjunni nýja ásýnd, enda hefur hún skarpa sýn á hvernig hún vill leiða kirkjuna inn í nýja tíma, verði hún kosin biskup. Í kynningu biskupsefna lýsir hún því hvernig hún vill skapa jarðveg þar sem ríkir starfsánægja og virðing meðal starfsmanna og leikmanna kirkjunnar. Hún vill gefa þjóðkirkjunni þá ásýnd að vera eftirsóknarverður vinnustaður þar sem sátt ríkir. Ég hef fylgst með framgöngu hennar í starfi og séð hvernig hún hefur vaxið og blómstrað í starfi hjá Grafarvogskirkju. Samhliða því hefur hún skapað umhverfi þar sem aðrir vaxa og dafana og njóta hæfileika sinna í kirkjustarfinu. Sem stjórnandi er Guðrún fagleg, réttsýn og framsækin. Hún ástundar að hlusta á fólk, greina sjónarmið og er lausnarmiðuð og yfirveguð þegar kemur að erfiðum málum og lægir öldur af sanngirni og virðingu við þá sem eiga hlut að máli. Ég treysti henni því vel til að starfa undir álagi og leysa farsællega úr flóknum málum. Guðrún hefur mikla og góða reynslu af safnaðarstarfi, þekkir vel til innviða og stjórnsýslu þjóðkirkjunnar, hefur fjölbreytta menntun í guðfræði og predikunarfræðum og er trú fagnaðarerindinu og kenningum kirkjunnar. Hún hefur einstakt lag á því að tala út frá kærleiksboðskap kristinnar trúar inn í samtímann með boðskap sem mætir öllu fólki jafnt. Þessi reynsla hennar og færni, ásamt sérstökum leiðtogahæfileikum, gerir hana einstaklega frambærilega til að sitja á biskupsstól. Hún hefur einnig sýnt að hún sjálf mætir öllu fólki af mannvirðingu og sem biskup myndi hún vilja samtal og samstarf við þjóðina, enda á hefur hún reynslu af því að mæta einstaklingum á jafnréttisgrundvelli. Guðrún vill hafa jákvæð áhrif inn í samfélagið okkar og standa vörð um mannréttindi og taka þátt í samfélagsumræðu með kristinn boðskap að leiðarljósi. Hún vill laða fólk að kirkjunni og fá fleiri til liðs við kirkjunna. Hún er það biskupsefni sem hefur lýst leiðum til að blása til sóknar með kirkjufólki með nútímalegum og lýðræðislegum leiðum. Hún vill sækja fram og mæta öllum með hvatningu, samtali og samráði. Hún hefur sterka framtíðarsýn um hvernig hún vill efla starf kirkjunnar, fjölga meðlimum kirkjunnar og kynna allt það vandaða starf í söfnuðum vítt um landið, sem á svo mikið erindi við allar manneskjur. Guðrún mun, verði hún kosin biskup, hleypa ferskum blæ inn í þjóðkirkjuna sem boðberi nýrra tíma. Sem biskup myndi Guðrún sem æðsti embættismaður þjóðkirkjunnar og talmaður hennar koma fram af trúverðugleika og mildi. Kjölfestan í störfum hennar yrði áfram sanngirni, jafnrétti og samráð þar sem kristið siðferði og kærleiksboðskapur verða ávallt í brennidepli. Því vil ég hvetja þá einstaklinga sem nú geta kosið í embætti biskups að skoða vel kynningarefni biskupsefnanna að styðja sr. Guðrún Karls Helgudóttur alla leið í embættið. Biðjum þess að Guðs blessun, friður og sátt muni fylgja verðandi biskup Íslands. Höfundur er íbúi í Grafarvogssókn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Ég hef notið þeirra gæða að hafa fengið að kynnast sóknarprestinum mínum sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur, sem nú býður sig fram til embættis biskups Íslands. Ég styð hana af heilum hug til að gegna því mikilvæga embætti þar sem hún hefur einstaka og sterka framtíðarsýn fyrir kirkjuna og vill eiga erindi og samtal við fólk samtímans. Guðrún er nútímalegur leiðtogi sem mun skapa þjóðkirkjunni nýja ásýnd, enda hefur hún skarpa sýn á hvernig hún vill leiða kirkjuna inn í nýja tíma, verði hún kosin biskup. Í kynningu biskupsefna lýsir hún því hvernig hún vill skapa jarðveg þar sem ríkir starfsánægja og virðing meðal starfsmanna og leikmanna kirkjunnar. Hún vill gefa þjóðkirkjunni þá ásýnd að vera eftirsóknarverður vinnustaður þar sem sátt ríkir. Ég hef fylgst með framgöngu hennar í starfi og séð hvernig hún hefur vaxið og blómstrað í starfi hjá Grafarvogskirkju. Samhliða því hefur hún skapað umhverfi þar sem aðrir vaxa og dafana og njóta hæfileika sinna í kirkjustarfinu. Sem stjórnandi er Guðrún fagleg, réttsýn og framsækin. Hún ástundar að hlusta á fólk, greina sjónarmið og er lausnarmiðuð og yfirveguð þegar kemur að erfiðum málum og lægir öldur af sanngirni og virðingu við þá sem eiga hlut að máli. Ég treysti henni því vel til að starfa undir álagi og leysa farsællega úr flóknum málum. Guðrún hefur mikla og góða reynslu af safnaðarstarfi, þekkir vel til innviða og stjórnsýslu þjóðkirkjunnar, hefur fjölbreytta menntun í guðfræði og predikunarfræðum og er trú fagnaðarerindinu og kenningum kirkjunnar. Hún hefur einstakt lag á því að tala út frá kærleiksboðskap kristinnar trúar inn í samtímann með boðskap sem mætir öllu fólki jafnt. Þessi reynsla hennar og færni, ásamt sérstökum leiðtogahæfileikum, gerir hana einstaklega frambærilega til að sitja á biskupsstól. Hún hefur einnig sýnt að hún sjálf mætir öllu fólki af mannvirðingu og sem biskup myndi hún vilja samtal og samstarf við þjóðina, enda á hefur hún reynslu af því að mæta einstaklingum á jafnréttisgrundvelli. Guðrún vill hafa jákvæð áhrif inn í samfélagið okkar og standa vörð um mannréttindi og taka þátt í samfélagsumræðu með kristinn boðskap að leiðarljósi. Hún vill laða fólk að kirkjunni og fá fleiri til liðs við kirkjunna. Hún er það biskupsefni sem hefur lýst leiðum til að blása til sóknar með kirkjufólki með nútímalegum og lýðræðislegum leiðum. Hún vill sækja fram og mæta öllum með hvatningu, samtali og samráði. Hún hefur sterka framtíðarsýn um hvernig hún vill efla starf kirkjunnar, fjölga meðlimum kirkjunnar og kynna allt það vandaða starf í söfnuðum vítt um landið, sem á svo mikið erindi við allar manneskjur. Guðrún mun, verði hún kosin biskup, hleypa ferskum blæ inn í þjóðkirkjuna sem boðberi nýrra tíma. Sem biskup myndi Guðrún sem æðsti embættismaður þjóðkirkjunnar og talmaður hennar koma fram af trúverðugleika og mildi. Kjölfestan í störfum hennar yrði áfram sanngirni, jafnrétti og samráð þar sem kristið siðferði og kærleiksboðskapur verða ávallt í brennidepli. Því vil ég hvetja þá einstaklinga sem nú geta kosið í embætti biskups að skoða vel kynningarefni biskupsefnanna að styðja sr. Guðrún Karls Helgudóttur alla leið í embættið. Biðjum þess að Guðs blessun, friður og sátt muni fylgja verðandi biskup Íslands. Höfundur er íbúi í Grafarvogssókn.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar