Leiðtogafundur gagnaversiðnaðarins í Reykjavík Eva Sóley Guðbjörnsdóttir skrifar 10. apríl 2024 08:30 Í næstu viku koma saman í Reykjavík margir helstu leiðtogar og sérfræðingar á sviði gagnaversiðnaðar alls staðar að úr heiminum til að ræða leiðir til sjálfbærrar uppbyggingar innviða í þessum geira. Þetta fólk hittist á ráðstefnunni Datacloud ESG Summit 2024 í Hörpu dagana 17. og 18. apríl og er hún líklega stærsti viðburður innan þessa geira sem haldinn hefur verið á Íslandi. Þessi leiðtogafundur gagnaversiðnaðarins í Reykjavík er nú haldin í annað sinn, en fyrsti fundurinn fór fram í Ósló á síðasta ári, þar sem saman komu 350 þátttakendur frá yfir 100 fyrirtækjum. Fyrir Ísland er heiður að verða fyrir valinu fyrir þessa ráðstefnu og endurspeglar um leið árangur við uppbyggingu tækniinnviða hér og það mikilvæga hlutverk sem norðurslóðir leika við rekstur gagnavera. Hér á Íslandi og víðar á norðurslóðum eru aðstæður þannig að þær leggjast sérstaklega á árar með umhverfinu við rekstur gagnavera, bæði vegna svalara loftslags og aðgangs að endurnýjanlegri orku. Þetta eru hlutir sem skipta máli á heimsvísu vegna möguleika fyrirtækja til að draga úr orkunotkun og útblæstri með því að vista gögn og beina útreikningum í gagnaver sem sjálf eru rekin á sjálfbæran máta. Hér heima skapar starfsemin svo störf og til verður verðmæt þekking í umhverfi sem stöðugt reiðir sig meira á fjarvistun gagna og útreikninga sem útheimta ofurtölvureiknigetu, svo sem vegna gervigreindar og þróunar henni tengdri. Þá aflar þessi starfsemi þjóðarbúinu líka tekna með beinum hætti með kaupum á raforku sem til verður hér innanlands. Fyrir tilstilli innviðauppbyggingar hér á landi og aðgangs að endurnýjanlegri orku geta fyrirtæki um allan heim unnið umhverfinu gagn og tekið skref til að uppfylla ákvæði um sjálfbærni í rekstri með vistun gagna hér. Þetta er meðal þess sem til umræðu verður á ráðstefnunni og þar verða líka kynnt gögn sem tæknifyrirtækið Crusoe Energy hefur tekið saman í samstarfi við gagnaversiðnaðinn og sýna fram á þann umhverfisávinning sem hafa má með rekstri gagnavera á norðurslóðum. Þó að umhverfisávinningurinn blasi við, þá þarf líka að vera hægt að sýna fram á hann og sanna. Aðstandendur ráðstefnunnar eru meðvitaðir um sérstöðu Íslands og benda á að þó að ekki sé hægt að byggja öll gagnaver í svölu loftslagi þá sé hér á landi að finna forskrift af margs konar leiðum sem séu til fyrirmyndar fyrir önnur fyrirtæki í þessum geira. Hér á landi sé umhverfisvitund almenn og áhersla á sjálfbærni slík að hún geti verið öðrum innblástur við uppbyggingu stafrænna innviða og gagnavera um heim allan. Með því að halda ráðstefnuna hér, þar sem leiðir eru greiðar til allra helstu stórborga beggja vegna Atlantsála, má ætla að þátttaka verði góð og efla megi samstöðu í þessum geira um mikilvægi sjálfbærni í rekstri gagnavera og við uppbyggingu innviða þeim tengdum. Við hlökkum til að leggja okkar lóð á þá vogarskál. Höfundur er fjármálastjóri og aðstoðarforstjóri atNorth. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Í næstu viku koma saman í Reykjavík margir helstu leiðtogar og sérfræðingar á sviði gagnaversiðnaðar alls staðar að úr heiminum til að ræða leiðir til sjálfbærrar uppbyggingar innviða í þessum geira. Þetta fólk hittist á ráðstefnunni Datacloud ESG Summit 2024 í Hörpu dagana 17. og 18. apríl og er hún líklega stærsti viðburður innan þessa geira sem haldinn hefur verið á Íslandi. Þessi leiðtogafundur gagnaversiðnaðarins í Reykjavík er nú haldin í annað sinn, en fyrsti fundurinn fór fram í Ósló á síðasta ári, þar sem saman komu 350 þátttakendur frá yfir 100 fyrirtækjum. Fyrir Ísland er heiður að verða fyrir valinu fyrir þessa ráðstefnu og endurspeglar um leið árangur við uppbyggingu tækniinnviða hér og það mikilvæga hlutverk sem norðurslóðir leika við rekstur gagnavera. Hér á Íslandi og víðar á norðurslóðum eru aðstæður þannig að þær leggjast sérstaklega á árar með umhverfinu við rekstur gagnavera, bæði vegna svalara loftslags og aðgangs að endurnýjanlegri orku. Þetta eru hlutir sem skipta máli á heimsvísu vegna möguleika fyrirtækja til að draga úr orkunotkun og útblæstri með því að vista gögn og beina útreikningum í gagnaver sem sjálf eru rekin á sjálfbæran máta. Hér heima skapar starfsemin svo störf og til verður verðmæt þekking í umhverfi sem stöðugt reiðir sig meira á fjarvistun gagna og útreikninga sem útheimta ofurtölvureiknigetu, svo sem vegna gervigreindar og þróunar henni tengdri. Þá aflar þessi starfsemi þjóðarbúinu líka tekna með beinum hætti með kaupum á raforku sem til verður hér innanlands. Fyrir tilstilli innviðauppbyggingar hér á landi og aðgangs að endurnýjanlegri orku geta fyrirtæki um allan heim unnið umhverfinu gagn og tekið skref til að uppfylla ákvæði um sjálfbærni í rekstri með vistun gagna hér. Þetta er meðal þess sem til umræðu verður á ráðstefnunni og þar verða líka kynnt gögn sem tæknifyrirtækið Crusoe Energy hefur tekið saman í samstarfi við gagnaversiðnaðinn og sýna fram á þann umhverfisávinning sem hafa má með rekstri gagnavera á norðurslóðum. Þó að umhverfisávinningurinn blasi við, þá þarf líka að vera hægt að sýna fram á hann og sanna. Aðstandendur ráðstefnunnar eru meðvitaðir um sérstöðu Íslands og benda á að þó að ekki sé hægt að byggja öll gagnaver í svölu loftslagi þá sé hér á landi að finna forskrift af margs konar leiðum sem séu til fyrirmyndar fyrir önnur fyrirtæki í þessum geira. Hér á landi sé umhverfisvitund almenn og áhersla á sjálfbærni slík að hún geti verið öðrum innblástur við uppbyggingu stafrænna innviða og gagnavera um heim allan. Með því að halda ráðstefnuna hér, þar sem leiðir eru greiðar til allra helstu stórborga beggja vegna Atlantsála, má ætla að þátttaka verði góð og efla megi samstöðu í þessum geira um mikilvægi sjálfbærni í rekstri gagnavera og við uppbyggingu innviða þeim tengdum. Við hlökkum til að leggja okkar lóð á þá vogarskál. Höfundur er fjármálastjóri og aðstoðarforstjóri atNorth.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun